Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 17
ÁGRIP ERINDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Fyrir aðra ADL skerðingu vantar að getið sé um 45-53% tilfella. Varðandi ADL vantar skráningu á 71-95% mikilvægra atriða. Einna best er skráning varðandi minnisskerðingu þar sem vantar skráningu í tæplega 20% tilfella en önnur atriði vitrænnar skerðing- ar sem skoðuð voru eru ekki skráð í 27-83% tilfella. Almennt gildir að samræmi milli MDS AC skráningar og sjúkraskrár er nokkuð gott þegar skerðing er til staðar. Skráning atriða þegar skerðing er ekki til staðar vantar í 33- 92% tilfella í sjúkraskrá. Svipað gildir um hin Norðurlöndin en skráning í íslenskum sjúkraskrám er þó í all- mörgum tilfellum marktækt síðri. Niðurstöður: Hefðbundin sjúkraskrá í bráðaþjónustu skráir síður en MDS AC skráning atriði sem mikilvæg eru við þjónustu aldraðra sjúklinga og haft geta áhrif á horfur og til dæmis líkur á endurinn- lögn. E 04 Áhrif azíþrómýcíns á þekjuvef lungna Val|)ór Ásgrímsson1-3, Þórarinn Guðjónsson1-3, Guðmundur Hrafn Guðmundsson2, Ólafur Baldursson4 ‘Læknadeild og 2líffræðideild HÍ, 3Krabbameinsfélag íslands, 4lungnadeild LSH valthor@krabb.is olafbald@laiidspitali. is Inngangur: Slímseigja (cystic fibrosis) er banvænn arfgengur sjúkdómur sem stafar af stökkbreytingum í klóríðjónagöngum (CFTR). Óljóst er hvernig truflun á flutningi elektrólýta tengist langvinnum sýkingum í lungum sem eru algengasta dánarorsök sjúklinga með slímseigju. Klínískar rannsóknir sýna að azfþrómýcín (Az) bætir líðan og horfur talsvert þrátt fyrir afar litla verkun gegn Pseudomonas aeruginosa sem er helsta orsök ofangreindra sýkinga. Hugsanlegt er að bólgueyðandi verkun Az skýri árangurinn að hluta til en hér leitum við annarra skýringa. Tilgáta 1: Az bætir varnir gegn sýkingum með því að breyta flutn- ingi elektrólýta yfir lungnaþekju. Efniviður og aðferðir: Mæling á rafviðnámi (transepilhelial elec- trical resistance, TER) yfir lungnaþekju úr heilbrigðum mönnum in viiro. Az (0,4; 4,0 eða 40 |ig/ml) var sett undir þekjuna og TER mælt daglega í átta daga. Frumuræktun og -litanir. Niðurstöðun TER í ílcm2±SEM og Az í pg/ml: Viðmið=1234±29; Az 0,4=1615±128; Az 4,0=1809±90 og Az 40=2920±195; p<0,05; n=24. Az hækkar TER og sú hækkun er skammtaháð. Til að kanna hvort hækkunin stafaði af fjölgun frumna töldum við frumur nákvæmlega fyrir og eftir Az. Munur var ekki marktækur sem bendir til þess að hækkun TER eftir Az stafi ekki af fjölgun frumna. Tilgáta 2: Hækkun á TER eftir Az stafar af breyttri tjáningu þétti- tengsla (tight junctions, til dæmis Claudin) eða jónaganga natríums (ENaC) eða klórs (CFTR). Frumulitanir sýndu að Az jók tjáningu Claudins. Þannig er hugsanlegt að Az bæti varnir lungna með styrkingu þéttitengsla. Frumulitanir sýndu einnig að Az minnkaði tjáningu ENaC sem er athyglisvert í ljósi þess að starfsemi ENaC er aukin hjá sjúklingum með slímseigju. Ályktanir: Rannsóknin virðist sýna nýja verkun azíþrómýcíns. Til að kanna þetta nánar ráðgerum við mælingar á tjáningu með magnbundnum aðferðum og rannsóknir á lungnaþekju slímseigju- sjúklinga. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af RANNÍS og Landakotssjóði. E 05 Helicobacter pylori og samband við lungnasjúkdóma á íslandi Hulda Ásbjörnsdóltir1, Rúna B. Sigurjónsdóttir1, Signý V. Sveinsdóttir2, Þórarinn Gíslason2, Isleifur Olafsson3, Anna S. Ingvarsdóttir3, Vigdís A. Gunnlaugsdóttir3, Davíð Gíslason1, Christer Janson4, Bjarni Þjóðleifsson2 ‘Læknadeild HÍ, 2Iyflækningasvið I og 3rannsóknarsvið LSH, lungna- og ofnæmisdeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum4 bjarnit@landspitali. is Inngangur: Tilgátur eru um að mikið hreinlæti og lítið sýkingarálag tengist astma og ofnæmi. Helicobacter pylori (Hp) sýking er talin vísbending um sýkingarálag og ef tilgátan er rétt ætti ofnæmisastmi að vera hlutfallslega sjaldgæfur hjá þeim sem hafa Hp-sýkingu. Tilgangur: Að kanna hugsanleg tengsl Hp sýkingar við lungnasjúk- dóma og ofnæmi. Efniviður og aðferðir: IgG mótefni gegn Hp og Cag-A var mælt í sermissýnum frá 512 einstaklingum í Lungu og heilsa rannsókninni www.ecrhs.org (1998-2002). Niðurstöður: Jákvæð Hp mótefni fundust hjá 38% en af þeim voru um 29% með Cag-A mótefni. Algengi Hp mótefna fór hækkandi með aldri og voru þau algengari hjá körlum en konum (tafla I). Tafla I. Algengi Hp mótefna %. Aldur Konur % Karlar % 29-39 22 39 40-49 31 43 50-59 50 56 Tafla II. Tengsl (OR 95% Cl) Hp sýkingar við lungnaeinkenni. Lungnaeinkenni Leiórétt OR Ýl/surg/píp án kvefs 0,26 (0,1-0,77) Ofnæmisastmi 0,33 (0,04-2,65) Ýl og áreynslumasði 0,57 (0,19-1,72) í einþátta úrvinnslu kom fram marktæk neikvæð fylgni (p<0,01) milli Hp mótefna og ýls án kvefs, ofnæmisastma og ýls og mæði við áreynslu og hélst þessi fylgni eftir að leiðrétt var fyrir aldri, kyni, þyngdarstuðli og reykingasögu (tafla II). Ekkerl samband fannst milli Hp og FEVl, berkjuauðreitis eða IgE. Ályktanir: Niðurstöður benda til að sýking með Hp og það sýking- arálag sem því fylgir geti verið verndandi gegn ofnæmisastma. E 06 Orsakir afleidds kalkvakaóhófs í fullorðnum íslendingum Snorri Laxdal Karlsson1, Gunnar Sigurðsson1-2, Ólafur Skúli Indriðason3, Leifur Franzson4 ‘Læknadeild HÍ, 12innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, 3nýrnadeild og 4erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH gunnars@landspitali.is Inngangur: Afleitt kalkvakaóhóf (secondary hyperparathyroidism, SHPT) má rekja til lækkunar á styrk jónaðs kalsíums í blóði. Sú lækkun getur stafað af ýmsum orsökum. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna orsakaþætti afleidds kalkvakaóhófs og tengsl kalkvaka (parathyroid hormone, PTH) við aðrar breytur. Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin úr þversniðsrannsókn á slembiúrtaki sem framkvæmd var frá febrúar 2001 til janúar Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 17

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.