Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 36
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA sjúklinga, kyn, sýkingarstað og afdrif. Ef sjúklingurinn lést innan 14 daga frá fyrstu jákvæðu ræktuninni var sýkingin talin dánarorsök. Niðurstöður: Á árunum 1975-2002 greindust hér á landi 176 Islendingar með 179 ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki A. Þrír sjúklingar höfðu endurteknar sýkingar. Börn (<16 ára) voru 41 (23%) og fullorðnir 135 (77%). Blóðsýkingar voru 159 (88,8%), sýkingar í lið 19 (10,6%) og heilahimnubólgu hafði 1 (0,6%). Blóðsýkingar hjá nýburum voru fimm og sjö konur höfðu blóðsýkingu tengda barnsburði. Fjöldi sýkinga var breytilegur milli ára, flestar árið 1993 (16) og 2001 (19). Ef rannsóknartímanum (28 ár) er skipt í fjögur tímabil greindust 11 sýkingar á fyrsta tímabilinu, 40 á öðru, 54 á þriðja og 74 á síðustu sjö árunum. Þetta svarar til nýgengisins 0,7; 2.4; 2,9 og 3,8 sýkingar á 100.000 íbúa/ár þessi sömu tímabil. Eitt barn lést, en heildardánartíðni meðal fullorðinna var 15,5%. Hún var 20-23% fyrstu þrjú tímabilin, en féll niður í 6,9% síðasta límabilið (p=0,03). Ályktanir: Tíðni ífarandi sýkinga af völdum streptókokka af flokki A hefur aukist til muna síðastliðna þrjá áratugi, þótt fjöldinn sé breytilegur milli ára. Ekki verður með vissu staðfest hvort þessa aukningu megi rekja til betri rannsóknaaðferða eða hvort um raun- verulega aukningu sé að ræða. Á sama tíma hafa marktækt færri látist úr þessum sýkingum, sem gefur til kynna að bætt sjúkdóms- greining geti átt þátt í því. V 37 Samanburður á meinvirkni Candida dubliniensis og Candida albicans í tilraunasýkingum í músum Magnús Gottfreðsson1'2’3, Ragnar Freyr Ingvarsson2, Helga Erlendsdóttir3, Bjarni A. Agnarsson2-3 ‘Lyfjafræðideild og 2læknadeild HÍ, 3Landspítali magnusgo@landspitali. is Inngangur/ Nýgengi blóðsýkinga af völdum Candida-gersveppa hefur aukist mjög á síðastliðnum 20 árum. Candida dubliniensis er gersveppur sem upphaflega var lýst meðal sjúklinga með alnæmi og sveppasýkingar í munni, koki og vélinda. Fyrst var talið var að þessi tegund ylli fyrst og fremst slímhúðarsýkingum hjá ónæmisbældum og væri ekki fær um að valda ífarandi sýkingum. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til að blóðsýkingar af völdum þessa sýkils séu van- greindar (J Clin Microbiol 2002; 40: 3489), virðist C. dubliniensis því vera meinvirkari (virulent) en áður var talið. Markmið með þessari rannsókn var að rannsaka meinvirkni C. dubliniensis í músamódeli. Efniviður og aðferðir/ Tveir stofnar af C. albicans (ATCC 90028 og einn klínískur stofn úr blóði) og þrír stofnar af C. dubliniensis (allt klínískir stofnar frá LSH) voru notaðir. Kvenkyns NMRI mýs voru notaðar. Dýrin voru ekki ónæmisbæld. Mýsnar voru sýktar í blóð- braut með sama magni af sveppum og fylgst var með lifun dýranna tvisvar á dag í sjö daga. Eftir sjö daga voru þau aflífuð og nýru og lifur fjarlægð. Fjöldi sýklanna í líffærunum var ákvarðaður með líf- tölu (viability counting). Einnig voru gerðar sérlitanir fyrir sveppi og vefjafræðilegar breytingar metnar af meinafræðingi sem ekki hafði vitneskju um hvaða sveppategund orsakaði sýkinguna. Niðurstöður: Dánartíðni eftir sjö daga hjá dýrum sem sýkt voru með C. dubliniensis var 40%, en hjá þeim sem sýkt voru með C. albicans var hún 10% (p<0,01). Meðal dýra sem fengu sama fjölda sveppa í æð var sýklamagn í nýrum og lifur nálægt 10-falt ef sýkt var með C. dubliniensi, í samanburði við C. albicans. Góð tengsl virtust vera á milli myndunar gerviþráða (pseudohyphae) annars vegar og dreifðra sýkinga og hærri dánartíðni hins vegar. Umræða/ Niðurstöðurnar benda til að C. dubliniensis sé jafn mein- virk eða jafnvel meinvirkari en C. albicans. Þessar niðurstöður koma nokkuð á óvart þar sem talið hefur verið að þessi nýja sveppa- tegund sé aðeins fær um að valda sýkingum hjá sjúklingum með skertar varnir. V 38 Faraldsfræðileg rannsókn á mígreni hjá íslendingum Linda B. Ólafsdóttir'. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir2, Finnbogi Jakobsson2 'GlaxoSmithKline Reykjavík, 2Landspítali lbo83566@glaxo wellcome. co. uk Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir á höfuðverk hjá stóru úrtaki meðal almennings hafa ekki verið gerðar á íslandi. Með þessari rannsókn fæst góð yfirsýn yfir höfuðverk og mismunandi gerðir hans. Markmið rannsóknarinnar eru að kanna algengi og gerð höfuðverkja, með sérstöku tilliti til tengsla við lýðfræðilega þætti. Að kanna sérstaklega mígreni og að kanna lengd kasta og hversu slæmir verkirnir eru. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti, staðlaður fyrir ísland, var sendur út til 2000 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára. Spurningalistinn samanstendur af 75 spurningum ásamt einkennalista til útfyllingar. Þar af voru 35 spurningar sem tengdust höfuðverk og spurningar sem tengjast öðrum þáttum, svo sem öðrum heilsutengdum ein- kennum og lýðfræðilegum þáttum. Úrtakið var fengið úr þjóðskrá hjá Hagstofu Islands með heimild Tölvunefndar. Framkvæmd rannsóknarinnar byggði á hinni svokölluðu heild- araðferð (Dillman, 1978). Niðurstöður: Alls bárust svör frá 65% (49% karlar, 51% konur). Höfuðverkur var tilgreindur hjá 77% (66% karla, 87% kvenna). Karlar sem tilgreindu mígreni voru 4% en 12% hjá kvenna. Með því að styðjast við greiningaraðferð IHS, sem var staðfærð fyrir þennan spurningalista, reyndist algengi mígrenis vera 13% (7% karla, 19% kvenna). Mígreni með áru var 6% og án áru 9,5%. Konur voru greindar með mígreni með áru tölfræðilega marktækt oftar en karl- ar (9% vs. 3%). Mígreni án áru var einnig tölfræðilega algengara hjá konum en körlum (14% á móti 5%). Mígreni reyndist algengara hjá yngri einstaklingum en þeim eldri. Eftir að einstaklingur nær 55 ára aldri fellur algengi mígrenis bæði hjá konum og körlum. Lengd höfuðverkja hjá einstaklingum með mígreni var algengast 2-12 klst. hjá 54%. Einn af hverjum átta voru með höfuðverk í styttri tíma en 2 klst. 15% voru með höfuðverk sem stóð yfir í 12- 24 klst, 12% voru með höfuðverk sem stóð yfir í einn til tvo daga og 7% tilgreindu höfuðverk sem stóð yfir í þrjá daga eða lengur. Einn þriðji af þeim sem greindir voru með mígreni tilgreindu höf- uðverk þriðja hvern mánuð og einn fjórði tilgreindi höfuðverk mán- aðarlega. Mígrenihöfuðverkurinn reyndist nær alltaf vera meðal til slæmur verkur eða í 96% tilfella. Höfuðverkur er algengur á íslandi. Mígreni er ekki algengt á Islandi. Umræða: Mígreni reyndist vera mun algengara hjá konum en körl- um og mun algengara hjá yngri einstaklingum. Algengasta lengd mígreniskasta er 2-12 klst. og er höfuðverkurinn nær alltaf meðal til slæmur verkur. Flestir einstaklingar fá mígreni einu sinni í mánuði til þriðja hvern mánuð. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er algengi mígrenis í lægri móti samanborið við önnur lönd. 36 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.