Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 27
AGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA V 09 Ættarsaga um kransæðasjúkdóm veldur áhættu hjá afkomendum sem ekki er hægt að skýra út frá þekktum áhættuþáttum eða umhverfisþáttum Margrcl B. Andrésdóttir12, Gunnar Sigurðsson1’2, Thor Aspelund', Uggi Agnarsson1-2, Vilmundur Guðnason1 ‘Rannsóknarstöð Hjartaverndar. 2Landspítali mband@landspitalí. is Inngangur: Þrátt fyrir forvarnir gegn þekktum áhættuþáttum krans- æðasjúkdóma á síðustu áratugum eru flest dauðsföll enn af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrri rannsókn Hjartaverndar sýndi að ættarsaga var sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóma. I Afkomendarannsókn Hjartaverndar voru bornir saman áhættu- þættir hjá afkomendum sem höfðu ættarsögu um kransæðastíflu og þeirra sem ekki höfðu slíka sögu. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1997-2001 voru mældir hefðbundn- ir áhættuþættir ásamt nýrri þáttum, svo sem Lp(a), homocystein og CRP hjá 4042 afkomendum með ættarsögu og 1582 afkomendum án ættarsögu. Einnig voru lagðir fyrir ítarlegir spurningalistar um heilsufar og mataræði. Við áhættuútreikninga var notast við áhættu- reiknivél Hjartaverndar. Niðurstöður: Karlar með ættarsögu voru líklegri til að fá krans- æðasjúkdóm en þeir sem ekki höfðu ættarsögu (138/2003 (6,9%) á móti 25/734 (3,5%), RR 1,8 (95% CI 1,2, 2,7)). Hjá konum var þessi munur ekki marktækur. Karlar með ættarsögu höfðu mark- tækt hærri blóðþrýsting, lægra HDL kólesteról og hærra Lp(a) en karlar án ættarsögu. Hjá konum var meiri munur á áhættuþáttum, þær sem höfðu ættarsögu höfðu hærri líkamsþyngdarstuðul, heild- arkólesteról, þríglyseríða, CRP og sökk og lægra HDL-kólesteról en konur án ættarsögu. Einnig tóku marktækt fleiri karlar og konur með ættarsögu blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyf. Enginn munur var á mataræði eða hreyfingu, en heldur fleiri konur með ættarsögu reyktu. Þessi munur á áhættuþáttum skýrði þó eingöngu 8,6% af áhættuaukningu hjá körlum með ættarsögu og 19,4% áhættuaukningu hjá konum. Ályktanir: Áhætta hjá einstaklingum með ættarsögu um kransæða- sjúkdóma er samkvæmt Hóprannsókn Hjartaverndar um 75-80% hærri en hjá þeim sem ekki hafa slíka sögu. Þessi áhættuaukning verður ekki skýrð nema að litlu leyti út frá mismun á mældum áhættuþáttum eða lífsstíl. V 10 Staðbundinn breytileiki T-bylgju í línuriti úr hjartavöðva í blóðþurrð er undanfari sleglahraðtakts Davíö O. Arnar1, James B. Martins2 ‘Landspítali Hringbraut, 2University of Iowa, USA davidar@líindspitali. is Inngangur: T-bylgju breytileiki (T wave alternans) (TBB) getur sést á hjartariti sem merki um raflífeðlisfræðilegan óstöðugleika í hjart- avöðva og getur verið forveri sleglahraðtakts. Oftast nær eru þessar breytingar svo vægar að þær sjást ekki á 12-leiðslu hjartariti og sér- staks búnaðar er oft þörf til að skrá TBB. Það er óvíst hvort orsök TBB sé staðbundin breyting í frumum eða almenn áhrif ósjálfráða taugakerfisins á hjartavöðva. Við könnuðum hvort staðbundinn TBB sæist í hjartavöðva sem undanfari sleglahraðtakts við blóðþurrð. Efniviður og aðferðir: Framveggsæð (FV) hjartans var lokað með lykkju í 10 fullvöxnum hundum eftir að nálum með elektróðum hafði verið komið fyrir í hjartavöðva á áhættusvæði blóðþurrðar. Alls voru 126 hjartarit úr hjartavöðvanum notuð til að leita að staðbundnum TBB og kortleggja uppruna sleglahraðtakts. FV var lokað i 20 mínútur en síðan var lykkjan losuð og opnað fyrir flæði á ný. Blóðþurrð var skilgreind sem >45% lækkun á stærð QRS útslags í línuriti úr hjarta- vöðva. Niðurstöður: TBB sást ekki í neinni tilraun fyrir lokun FV hvorki á yfirborðshjartariti né riti innan úr hjartavöðva. Eftir lokun FV sást TBB aðeins á þeim stöðum í hjartavöðva þar sem blóðþurrð var. TBB var ýmist mjög vægur eða það mikil að T-bylgju vigrinn sveiflaðist um 180°. TBB var algengari í hjartaritum frá hjartaþeli (19%) en hjartavarhjúp (9%, p<0,05) og algengari hjá dýrum sem sleglahraðtaktur sást hjá (40%) heldur en þeim sem voru án takt- truílana (5%, p<0,01). Staðbundin QT bil breyttust um 6±1 ms þar sem TBB sást en 1±1 ms (p<0,01) þar sem TBB sást ekki. I fimm af sex tilraunum þar sem sleglahraðtaktur sást fannst TBB í því hjartariti sem tekið var frá upptökum hraðtaktsins. TBB sást aldrei í nokkru yfirborðsriti. Fimm mínútum eftir endurflæði sást enginn TBB í nokkru riti úr hjartavöðva. Ályktanir: Staðbundinn TBB sést í hjartavöðva við blóðþurrð og getur verið undanfari sleglahraðtakts. Líklegt er að staðbundnar breytingar í frumum við blóðþurrð séu orsök þessa. V 11 Hjartastopp yfir Atlantsálum Hilmar Kjartansson. Hjalti Már Björnsson, Gestur Þorgeirsson Landspítali Sjúklingur er 63 ára áður hraustur karlmaður sem er fluttur á bráða- móttöku eftir hjartastopp í millilandaflugi. Hafði hann haft óljós óþægindi fyrir brjósti að morgni innlagnardags og tók sýruhemjandi lyf við. í flugi frá London til Bandaríkjanna missir hann skyndilega meðvitund, fölnar og stífnar upp. Hafin var endurlífgun og hann var tengdur við sjálfvirkt hjartarafstuðtæki sem greindi sleglatif og ráðlagði rafstuð. Hann fékk rafstuð í tvígang, þreifaðist þá púls og hann fór að anda sjálfur. Vélinni var beint til íslands og kom hann á bráðamóttöku Landspítalans á Hringbraut tveimur klukkustund- um frá upphafi einkenna. Við komu á bráðamóttöku er sjúklingur meðvitundarlaus, andar óreglulega og er með ósjálfráðar hreyfingar í öllum útlimum. Súr- efnismettun var 100% á súrefni í maska, blóðþrýstingur 100/60 mmHg og púls 70 á mínútu, reglulegur. Hjarta- og lungnahlustun var eðlileg. Hann var strax svæfður, barkaþræddur og fluttur á gjörgæslu. Upphafshjartalínurit sýndi 1-2 mm ST-hækkanir í Vl-3. Ómskoðun á hjarta sýndi hreyfiskerðingu í framvegg. Tölvusneiðmynd af höfði var tekin til að útiloka heilablæðingu og var eðlileg. Sjúklingur fékk segaleysandi meðferð og kælingu. Hjartaensým samrýmdust litlu hjartadrepi. Hjartaþræðing sýndi mikla þrengingu í LAD og var hún víkkuð og fóðruð. Fyrir útskrift fór hann í áreynslupróf án einkenna eða hjartalínuritsbreytinga. Ómskoðun af hjarta sýndi nú eðlilegan samdrátt á vinstri slegli. Hann var útskrifaður 12 dögum eftir hjartastopp við góða líðan á atenólóli, atorvastatíni, clopidogreli og aspiríni. Þess ber að geta að sjúklingur þvertók fyrir að fljúga til Bandaríkjanna nema stuðtæki væri um borð og kom bandarískur læknir með stuðtæki til landsins og fylgdi sjúklingi í flugi til Bandaríkjanna. Tilfelli okkar sýnir mikilvægi hjartastuðtækja við ofangreindar aðstæður. Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.