Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 38
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna orsakir and- nauðarkasta við áreynslu. Efniviður og aðferðir: Framkvæmt var hámarksáreynslupróf á þrekhjóli á lungnarannsóknarstofu Landspítala Fossvogi hjá 12 ein- staklingum (10 konum/2 körlum) sem vísað var í áreynslupróf vegna andnauðarkasta við íþróttaiðkun. Framkvæmd var barkaspeglun (laryngoscopy) fyrir áreynslu og við hámarksálag. Rannsóknin var gerð á 12 mánaða tímabili frá mars 2003- apríl 2004. Niðurstöður: 75% (9/12) einstaklinga sem rannsakaðir voru fengu andnauð við hámarksálag og barkaspeglun við hámarksálag stað- festi laryngospasma. Einnig sáust greinileg merki um posterior laryngitis sem samrýmist bólgu vegna vélindabakflæðis hjá öllum þessum einstaklingum. Klínískur bati var merkjanlegur hjá öllum einstaklingunum við sýruhemjandi lyfjameðferð. Tveir einstaklingar reyndust hafa öndunarfæraeinkenni við hámarksálag sem samrýmdust áreynsluastma. Einn einstaklingur reyndist hafa raddbandalömun sem olli innöndunarerfiðleikum við hámarksálag og hjá einum einstaklingi komu fram raddbreytingar en ekki var ekki sýnt fram á sjúklegar breytingar á öndun. Alyktanir: Barkabólga sem samrýmist bólgu vegna vélindabakflæð- is er algeng orsök andnauðarkasta við áreynslu hjá íþróttafólki og svarar vel meðferð með sýruhemjandi lyfjum. V 43 Kæfisvefn hjá sjúklingum í hjarta- og lungnaendurhæfingu Dóra Lúðvíksdóttir1,2, Hans J. Beck', Magnús R. Jónasson', Marta Guðjónsdóttir' 'Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð, 2lungnadeild Landspítala Fossvogi dorciliid@lcindspitali. is Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni kæfisvefns (sleep apnea syndrome) meðal sjúklinga í hjarta- og lungnaendur- hæfingu á Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð, Mosfellsbæ. Efniviður og aðferðir: Þeir sjúklingar, sem lögðust inn til endur- hæfingar á hjarta- og lungnadeild Reykjalundar árið 2003 og hrutu og þjáðust af dagsyfju, voru rannsakaðir með tilliti til kæfisvefns. Inn- og útöndunarflæði, öndunarhreyfingar, súrefnismettun og hjartsláttur var mælt næturlangt með svefnrannsóknartækinu Embl- ettu (Medcare-Flaga, Reykjavík). Svefnrannsókn var gerð hjá 76 (23 körlum/53 konum) sjúklingum af þeim 165 sem lögðust inn til lungnaendurhæfingar (LEFI) og hjá 25 (22 körlum/3 konum) af þeim 250 sjúkiingum sem komu í hjartaendurhæfingu (HEH). Mælingin var talin eðlileg ef apnea/hypopnea index (AHI) var <5. Ef AHI var 5-15 taldist viðkomandi með vægan kæfisvefn, ef AHI var 15-25 taldist kæfisvefninn talsverður (moderate) og svæsinn (severe) ef AHI fór yfir 25. Næturhypoxía taldist mark- tæk ef súrefnismettun (Sp02) var <90% að meðaltali yfir nóttina. Meðalaldur sjúklinganna sem rannsakaðir voru var 62,8±10,7 ár og meðal líkamsþyngdarstuðull (BMI) var 30,2±6,4. Niðurstöður: Fjörutíu og níu af þeim 76 (65%) LEH sjúklingum sem mældir voru eða 49/165 (30%) af öllum þeim sjúklingum sem komu til LEH, greindust annaðhvort með kæfisvefn eða nætur- hypoxíu. Tuttugu (26%) voru með vægan kæfisvefn, 10 (13%) með talsverðan og sjö (9%) voru með svæsinn kæfisvefn. Tólf sjúklingar X16%) greindust með næturhypoxíu. Af þeim 25 sjúklingum sem komu til HEH og voru rannsakaðir (10% af þeim sem komu til HEH) greindust 23/25 (92%) með kæfisvefn. Níu (36%) voru með vægan kæfisvefn, sex (24%) voru með talsverðan og átta (32%) voru með svæsinn kæfisvefn. Ekki fannst marktækur munur á BMI milli hópanna. Ályktanir: Þriðjungur sjúklinga sem koma til lungnaendurhæfingar á Reykjalundi eru með kæfisvefn eða næturhypoxíu. Sjúklingar í hjartaendurhæfingu sem hrjóta og þjást af dagsyfju eru mjög líklegir til að hafa kæfisvefn. Mikilvægt er að greina orsakir svefntruflana hjá einstaklingum í endurhæfingu þar sem ómeðhöndlaður kæfi- svefn getur dregið verulega úr árangri endurhæfingar. V 44 Sarklíki á íslandi 1981-2002 Sigriður Ólína Haraldsdóttir', Kristín Bára Jörundsdóttir', Jóhannes Björnsson2, Þórarinn Gíslason1 ‘Lungnadeild LSH, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræöi sigrohar@landspitali. is Inngangur: Lítið hefur verið vitað um tíðni sarklíkis (sarcoidosis) á Islandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga nýgengi sarklíkis, fá vitneskju um einkenni sjúkdómsins og kanna hvort tilurð sjúk- dómsins tengdist umhverfisþáttum. Efniviður og aðferðir: I tölvuskrám Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði voru fundin þau vefjasvör sem innihéldu granuloma eða sarklíki. Farið var yfir öll svörin og þeim safnað saman þar sem vefjagreiningin var sarklíki. Upplýsingar úr sjúkraskrám þessara einstaklinga voru skráðar á kerfisbundinn hátt. Niðurstöður: Alls voru 208 einstaklingar greindir með sarklíki sam- kvæmt vefjagreiningu á tímabilinu 1981-2002. Nýgengi var 3,6/100 000/ári. Meðalaldur við greiningu var 48,6 ár. Ríflega helmingur var konur. Greiningin fór lram með berkjuspeglun og vefjasýni úr lung- navef hjá um helmingi tilfella. Algengustu einkenni við greiningu voru hósti (25%), slappleiki (25%), hiti (21%) og liðverkir/Iiðbólg- ur (20%). Um 9% höfðu augneinkenni, en aðeins hjá einum ein- staklingi var litubólga (uveitis) greind. Þrimlaroði (erythema nod- osum) kom fyrir hjá um 7% tilfella. Flestir sem fengu lyfjameðferð voru meðhöndlaðir með sterum. Af þeim 105 einstaklingum þar sem atvinna var tilgreind voru 17 þar sem grunur var um mengun í vinnuumhverfi. Mengunin var m.a. vegna bílamálunar, prentryks, framleiðslu svamps, grafíkvinnu, málmsteypu, múrverks og vinnu í kerskála álvers. Bændur voru sex og heilbrigðisstarfsmenn átta. Ályktanir: Nýgengi sarklíkis er fremur lágt á íslandi miðað við þjóðir Norður-Evrópu. Sjúklingahópurinn er eldri við greiningu en meðal annarra þjóða. Klínísk einkenni eru væg og algengast er að um öndunarfæraeinkenni sé að ræða. Ekki hafa á þessu stigi komið fram óyggjandi merki um ákveðna umhverfisþætti sem tengst gæti tilurð sarklíkis hjá ofangreindum hópi. V 45 Fyrsti einstaklingurinn með alvarlegasta form Alfa-1- andtrýpsín skorts á íslandi Sigríður Ólína Haraldsdóttir', Elizabeth Cook2, Hrafn V. Friðriksson3, ísleifur Ólafsson2 'Lungnadeild og 2klínísk lífefnafræðideild LSH, 3Heilsugæslustöðin Ólafsvík sigrohar@landspitali. is Alfa-l-andtrýpsín (AAT) er plasmaprótín sem hamlar virkni ens- ímsins elastasa. Elastasi brýtur niður elastín í bandvef og missir vef- urinn þanhæfni sína við það. Einstaklingum með arfgengan AAT skort er mun hættara við lungnaþembu en öðrum. Algengustu gena- samsæturnar sem valda AAT-skorti eru kallaðar Z og S. Eðlilegar 38 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.