Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 37
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 39 Faraldsfræðileg rannsókn á höfuðverk og iðraólgu hjá íslendingum. Eru tengsl þar á milli? Linda Björk Ólafsdóttir', Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir2, Finnbogi Jakobsson2 ‘GlaxoSmithKline Reykjavík, 2Landspítali lbo83566@glaxowellcome. co. uk Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir á höfuðverk hjá stóru úrtaki meðal almennings hafa ekki verið gerðar á íslandi. Með þessari rannsókn fæst góð yfirsýn yfir höfuðverk og tengsl við iðraólgu (IBS). Markmið rannsóknarinnar eru að kanna algengi og gerð höfuðverkja, með sérstöku tilliti til tengsla við iðraólgu. Efniviður og aðferðir: Spumingalisti, staðlaður fyrir Island, var sendur út til 2000 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára. Spurningalistinn samanstendur af 75 spurningum ásamt einkennalista til útfyllingar. Þar af voru 35 spurningar sem tengdust höfuðverk og 15 spurningar sem tengdust meltingafærakvillum. Greiningaraðferð Mannings var notuð til að greina iðraólgu. Urtakið var fengið úr þjóðskrá hjá Hagstofu íslands með heimild Tölvunefndar. Framkvæmd rannsókn- arinnar byggði á hinni svokölluðu heildaraðferð (Dillman, 1978). Niðurstöður: Alls bárust svör frá 65% (49% karla, 51% kvenna). Höfuðverkur var tilgreindur hjá 77% (66% karla, 87% kvenna). Með því að nota greiningaraðferð IHS staðfærða í spurninga- listanum fyrir ísland var mígreni greint hjá 13% (7% karla, 19% kvenna). Mígreni með áru var 6% og án áru 9,5%. Algengi spennu- höfuðverkjar var 18% án marktæks munar á milli kynja. Iðraólga var greind hjá 38% (30% karla, 47% kvenna). Algengi iðraólgu hjá ungu fólki var tvöfalt hærri en hjá eldri einstaklingum. Einstaklingar með mígreni voru greindir oftar með iðraólgu en aðrir. Konur voru með marktæk tengsl á milli mígrenis og iðraólgu. Enginn munur var á milli einstaklinga með eða án áru. Ekki reyndist marktækur munur á einstaklingum með spennuhöfuðverk sem greindir voru með iðraólgu og öðrum. Umræða: Höfuðverkur er algengur á Islandi. Mígreni er ekki algengt á Islandi. Iðraólga er mjög algeng á Islandi, algengari en annars staðar. Mígreni og iðraólga eru algeng meðal yngri ein- staklinga, en spennuhöfuðverkur er algengastur hjá einstaklingum á aldrinum 26-55 ára. Mígreni er oft tengt konum með iðraólgu. Spennuhöfuðverkur er ekki tengdur iðraólgu. V 40 Svefnleysi er algengara meðal þeirra sem eiga heima í húsakynnum þar sem eru rakaskemmdir og/eða mygla Þórarinn Gíslason', Christer Janson2 lLungna- og ofnæmisdeild, lyflækningasvið I LSH, 21ungna- og ofnæmisdeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum thorarig@landspitali.is Inngangur: Svefnleysi er algeng kvörtun og skerðir svefnleysi veru- lega lífsgæði. Kvartanir um svefnleysi eru algengari meðal þeirra sem haldnir eru líkamlegum og geðrænum kvillum, en lítill gaumur hefur verið gefinn að nánasta umhverfi þegar faraldsfræði svefn- leysis hefur verið skoðuð. í þessari rannsókn var svefnleysi skoðað með tilliti til raka og myglu á heimilum. -- Efniviður og aðferðir: Alþjóðleg þverskurðarrannsókn sem tekur til 16.190 einstaklinga í Reykjavík, Bergen, Umeá, Uppsölum, Gautaborg, Árósum og Tartu í Eistlandi (meðalaldur 40 ár, 53% konur). Um er að ræða hluta af samnorrænni könnun (Respiratory Health in Northern Europe). www.rhine.nu Niðurstöður: Einstaklingar sem bjuggu á heimilum þar sem voru merki um rakaskemmdir eða myglu (n=2873) kvörtuðu oftar um svefnleysi (29,4 á móti 23,6%; OR (95% CI) 1,35 (1,23-1,48)). Tengslin milli svefnleysis og mismunandi merkja um rakaskemmdir í heimilum voru sterkust þegar kom að einkennum um gólfraka á dúk eða trégólfum (crude odds ratio 1,96 (1,66-2,32). Tengslin milli raka og myglu á heimilum reyndust áfram vera tölfræðilega marktæk þótt tekið væri tillit til annarra breytna, svo sem aldurs, kynferðis, reyk- inga, húsgerðar, líkamsþyngdar og öndunarfærasjúkdóma. Enginn marktækur munur var á milli rannsóknarstaða hvað varðar tengsl rakaskemmda/myglu og svefnleysis (p heterogeneity =0,40). Ályktanir: Svefnleysi er algengara meðal þeirra sem búa á heim- ilum þar sem eru rakaskemmdir eða mygla. Hinar líffræðilegu skýringar þess eru óljósar, en ef til vill leiða betri byggingaraðferðir og bætt loftræsting til minna svefnleysis. V 41 Háværar hrotur að staðaldri eru algengari meðal þeirra sem reykja, bæði beint og óbeint Þórarinn Gíslason1, Davíð Gíslason', Eyþór Björnsson', Christer Janson2, Karl Franklin3 ‘Lungna- og ofnæmisdeild, lyflækningasvið I LSH, 2lungna- og ofnæmisdeild Há- skólasjúkrahúsinu Uppsölum, 3lungna- og ofnæmisdeild Háskólasjúkrahúsinu Umeá thorarig@landspitali. is Inngangur: Háværar hrotur að staðaldri eru eitt af megineinkenn- um kæfisvefns og benda þær til þrengsla í efri loftvegum. Aukin líkamsþyngd er aðaláhættuþáttur þess að hrjóta, en vitað er að fleiri þættir geta skipt máli. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl hrota við beinar eða óbeinar reykingar. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 21.802 karla og kvenna á Islandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Þátttakendur voru á aldrinum 24-54 ára. Um er að ræða hluta af samnorrænni könnun (Respiratory Health in Northern Europe). www.rhine.nu Alls svöruðu 15.555 einstaklingar spurningu um hrot- ur. Einstaklingur var talinn hrjóta að staðaldri ef hann kvaðst hrjóta hátt og truflandi að minnsta kosti þrjár nætur í viku hverri. Niðurstöður: Háværar hrotur að staðaldri voru marktækt algengari meðal þeirra sem reyktu (24,0%) og meðal fyrrverandi reykinga- manna (20,3%) en hjá þeim sem aldrei höfðu reykt (13,7%) (p<0,0001). Meðal þeirra sem ekki reyktu voru hrotur algengari hjá þeim sem voru útsettir daglega fyrir tóbaksreyk annarra samanbor- ið við þá sem ekki voru útsettir fyrir óbeinar reykingar (19,8% á móti 13,3%) (p<0,0001). Því meiri sem reykingar voru þeim mun algengari voru hrotur. Bæði beinar og óbeinar reykingar voru tengdar hrotum, óháð aldri, kynferði eða rannsóknarstað. Líkur á hrotum jukust um 20% við reykingar, um 5,5% við offitu (BMI >30 kg/m2) og 3,1% við óbeinar reykingar. Ályktanir: í okkar rannsóknarhópi, sem endurspeglar slembiúrtak, er saga um reykingar nú eða áður verulegur áhættuþáttur þess að hrjóta að staðaldri. Mikilvægt er að kanna reykingasögu þess sem hrýtur og leggja áherslu á víðtæka reykleysismeðferð. V 42 Andnauð við áreynslu Dóra Lúövíksdótfir1’2, Kristín Bára Jörundsdóttir2, Anna Björk Magnúsdóttir3, Sigurður Júlíusson3 'Lungnarannsóknarstofa, 2lungnadeild og 3háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Fossvogi doralud@landspitali.is Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.