Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 15
AGRIP ERINDA / XVI. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA ÁGRIP ERINDA E 01 Hönnun á dýralíkani fyrir rannsóknir á tækifæris- sýkingum. Áhrif flúdarabíns á B- og T-eitilfrumur í músum Valgerður S\ cinsdóttir , Helga Erlendsdóttir3, Þórunn Ásta Ólafsdóttir’, Hulda Harðardóttir’, Magnús Karl Magnússon’, Ingileif Jónsdóttir2-’, Magnús Gottfreðsson1-2-3 'Lyfjafræöideild og 2læknadcild HI, -’Landspítali magnusgo@landspitali.is Inngangur; Krabbameinslyfið flúdarabín er púrín-hliðstæða sem meðal annars hindrar umritun DNA og veldur stýrðum frumu- dauða. Flestar rannsóknir á lyfinu hafa verið gerðar á sjúklingum með eitilfrumukrabbamein og þar hefur verið lýst langvinnri fækk- un T-hjálparfrumna. Tækifærissýkingar af völdum veira og sveppa í kjölfar meðferðar með lyfinu eru algengar. Ahugavert er að kanna hvort unnt sé að nota flúdarabín til ónæmisbælingar í músum svo unnt sé að rannsaka meingerð tækifærissýkinga, svo sem ífarandi sveppasýkinga. Efniviður og aðferðir: Notast var við NMRI mýs. Dýrin fengu flúdarabín í lífhimnu í mismunandi skömmtun í þrjá sólarhringa. Blóð var tekið reglulega og hvítkornatalning, eitilfrumutalning og greining á undirflokkum eitilfrumna var framkvæmd eftir litun með einstofna mótefnum og frumuflæðisjá. Ein forathugun var gerð þar sem dýrin voru sýkt í blóðrás með Candida albicans og í lungu með Streptococcus pneumoniae. Fylgst var með lifun og fjöldi sýkla í vefjum ákvarðaður í lok tilraunar. Niðurstöður: I ljós kom að mikil fækkun varð á B-eitilfrumum. Fækkunin var skammtaháð og nam allt að 80% eftir skammtinn 3mg/dýr/dag. Lyfjaáhrif náðu hámarki fimm sólarhringum eftir upphaf lyfjagjafar, en fjöldi B-eitilfrumna varð því sem næst eðlileg- ur innan mánaðar frá meðferðarlokum. Lyfið olli óverulegri fækk- un T-eitilfrumna (32%) og þau áhrif gengu til baka á innan við sjö sólarhringum. Fjölgunarpróf með mítósuörvandi efnum sýndu enga bælingu á T-frumum eftir lyfjagjöf. f einni sýkingartilraun sem gerð var í músum varð ekki vart við merkjanleg áhrif lyfsins á lifun eða þéttni sýkla ívefjum. Umræða: í músum er næmi B-frumna fyrir áhrifum flúdarabíns mun meira en næmi T-frumna. Niðurstöður benda til að í þeim skömmtum sem notaðir voru sé ekki unnt að framkalla marktæka bælingu á frumubundnu ónæmissvari í músum. Þetta kemur nokk- uð á óvart í ljósi þeirra fjölmörgu greina þar sem slíkri bælingu er lýst í mönnum. Frekari rannsókna er þörf þar sem gefnir eru hærri og tíðari skammtar. E 02 High sensitivity C-reactive protein (Hs-CRP) er hækkað við lungnasjúkdóma, reykingar og aukna líkamsþyngd Inga Sif Ólafsdóttir', Þórarinn Gíslason1, Bjami Þjóðleifsson1, ísleifur Ólafsson2, Davíð Gíslason', Christer Janson3 'Lyflækningasvið I og 2rannsóknasvið LSH, 3lungna- og ofnæmisdeild Háskólasjúkrahúsinu Uppsölum ingasif@landspitali. is Inngangur: CRP er vel þekkt akút fasa prótein og tengist hækkun þess bólguferlum og sýkingum. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að FIs- CRP er áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Minna er vitað um tengsl Hs- CRP við lungnaeinkenni, reykingar eða offitu. Áhugavert var því að kanna þýðingu Hs-CRP í öðrum hluta Evrópurannsóknarinnar Lungu og heilsa (www.ecrhs.org) og tengsl Hs-CRP við lungnaein- kenni, reykingar, líkamsþyngdarstuðul (BMI) og berkjuauðreitni. Efniviður og aðferðir: Við rannsóknarstofu LSH var Hs-CRP mælt úr sýnum 1289 einstaklinga í ECRHS II (1998-2002) frá Reykjavik, Uppsölum og Tartu (Eistlandi). Gildin voru á bilinu <0,1 til 70,0 mg/1 og var þeim skipt í fjóra jafnfjölmenna flokka (<0,45; 0,45- 0,96; 0,96-2,21 og >2,21). Könnuð voru tengsl Hs-CRP við kynferði, reykingasögu, BMI, FEV, mælingar, lungnaeinkenni og bráðaof- næmishneigð (atopy). Niðurstöður: Ekki var kynbundinn munur á Hs-CRP gildum en marktæk tengsl voru við hækkandi aldur (p=0,0003) og hækkandi BMI (r=0,41; p<0,0001). Einnig voru sterk tengsl við reykingasögu, OR (95% CI) =1,17 (1,02-1,33) hjá þeim sem reykja. Marktæk tengsl (p <0.0001) voru milli hækkaðs Hs-CRP og eftirtalinna lungnaeinkenna (p<0,0001): ýls, surgs og píps, áreynslumæði og næturhósta. Hs-CRP var marktækt hækkað við viðvarandi astma (p=0,002), astma án ofnæmis (p<0,0001) og langvinna lungnateppu (p=0,01). Engin marktæk tengsl voru milli Hs-CRP og berkjuauð- reitni (p=0,51) eða ofnæmisastma. Marktæk tengsl voru milli Hs- CRP og IgE-gilda (p=0,01). Ályktanir: Hs-CRP er merki um bólgusvörun í líkamanum og sterk tengsl þess við BMI, reykingar og lungnaeinkenni getur hugsanlega aukið skilning á meingerð lungnasjúkdóma og ofnæmis. Hs-CRP má ef til vill nota við mælingar á áhættuþáttum. E 03 Samanburður á skráningu færniskerðingar og sam- virkra veikinda hjá 75 ára sjúklingum og eldri á bráðalyf- lækningadeildum með MDS AC og hefðbundinni sjúkra- skrá. íslenskar niðurstöður samnorrænnar rannsóknar Ólafur Samúelsson, Sigrún Bjartmarz, Anna Birna Jensdóttir, Pálmi V. Jónsson Öldrunarsviö LSH, Rannsóknarstofa HI í öldrunarfræðum olafs@tandspitali.is Inngangur: Aldraðir eru vaxandi hlutfall þeirra sem sækja bráða- þjónustu. Sýnt hefur verið fram á að færni og samvirkir sjúkdómar eru mikilvægir spáþættir fyrir horfum. Með kröfu um sífellt styttri legutíma er æ mikilvægara að markmiða þjónustuna sem fyrst og þekkja úr þá sem líklegt er að þurfi ítarlegra öldrunarmat eða þjón- ustu. Hér eru kynntar niðurstöður úr samnorrænni rannsókn þar sem MDS AC matstækið er prófað og skráning með tækinu borin saman við hefðbundna skráningu lækna og hjúkrunarfræðinga. Efniviður og aöferðir: Með slembiúrtaki voru valdir 160 sjúklingar 75 ára og eldri sem lögðust inn brátt á lyflækningadeildir LSH í Fossvogi. Skráning með MDS AC matstækinu var beitt á völdum tímabilum í innlögninni og eftir útskrift. Hjá 80 sjúklingum var skráning í sjúkraskrá á fyrstu 48 klukkustundum innlagnar borin saman við MDS AC skárningu á fyrsta sólarhring innlagnar. Niðurstöður eru sýndar sem S (sammála), Ó (ósammála) og E (ekki skráð í sjúkraskrá). Meðaltal frá hinum Norðurlöndunum er sýnt með þeim íslensku til samanburðar. Niðursföður: Fyrir ADL skerðingu er best skráning fyrir hreyfigetu og hreyfingu í rúmi þar sem 25-27% vantar að getið sé í sjúkraskrá. Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 15

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.