Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 20
ÁGRIP ERINDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Efniviður og aðferðir: Öll tilfelli sem greindust af BOOP á íslandi á árunum 1983 til 2003. Alls voru það 95 einstaklingar. Öll vefjasýni voru endurskoðuð. Auk þessa var kyn, aldur, einkenni, reykingar, skoðun og rannsóknir og meðferð skráð. Aðferð við sýnatöku var könnuð. Reynt var að finna orsakavald eða sjúkdóma (þátt) með tengsl við sjúkdóminn. Niðurstöður: Nýgengi BOOP jókst frá tæplega fjórum tilfellum á 100.000 íbúa frá 1984-1988 í 11 tilfelli á 100.000 íbúa milli 1998 og 2003. Hlutfall karla og kvenna var svipað og meðalaldur var rúm- lega 60 ár. Sextán prósent sjúklinga höfðu aldrei reykt en 23% voru reykingamenn en 52% höfðu reykt áður. I flestum tilfellum fékkst vefjasýni með berkjuspeglun. I tveimur þriðju tilfella fannst orsök eða meðvirkandi sjúkdómur og þar var sýking algengust en einnig greindust sjúklingar með gigtarsjúkdóm, krabbamein, fyrrum geisla- meðferð eða aðrar orsakir. Aðeins einn þriðji tilfella var talinn vera af óþekktri orsök. Prír fjórðu sjúklinga voru meðhöndlaðir með sterum en einn fjórði hluti sjúklinga var ekki meðhöndlaður með sterum eða annarri ónæmisbælandi meðferð. Meirihluti sjúklinga svöruðu meðferð vel en einstaka endurkomur voru. Um þriðjungur sjúklinganna lést á rannsóknartímabilinu og létust fæstir vegna sjúkdómsins. Ályktanir: BOOP er greint oftar en áður og orsök finnst í meiri- hluta tilfella. Algengast er að styðjast við sýnatöku með berkju- speglun. Flestum sjúklinga batnar með sterameðferð en sumum án meðferðar. BOOP var sjaldgæf dánarorsök og flestir létust vegna annarra orsaka. E 13 Skert öndunargildi og lífsgæði eru samverkandi áhættuþættir fyrir endurinnlögnum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu Gunnar Guðmundsson', Stella Hrafnkelsdóttir1, Christer Janson2, Þórarinn Gíslason1 lLungnadeild LSH, 21ungnadeild Háskólasjúkrahússins Uppsölum, Svíþjóö ggudniund@lanclspitali.is Inngangur: Langvinn lungnateppa (LLT) er sjúkdómur af vax- andi tíðni. Versnanir á LLT eru algengar og leiða til endurtekinna sjúkrahúsinnlagna sem eru kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið og til óþæginda fyrir sjúklinga. Misvísandi rannsóknir hafa verið gerðar á áhættuþáttum fyrir endurinnlögnum og einnig hvernig hægt væri að fækka þeim. Ekki eru til upplýsingar um þessa áhættuþætti á Norðurlöndunum. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða samnorræna rannsókn sem fram fór samtímis á fimm háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum. Safnað var upplýsingum um sjúklinga með LLT við útskrift um lyfjagjafir, öndunarmælingar, aðra sjúkdóma og lögð voru fyrir þá próf um lífsgæði (St. George Respiratory Questionnaire, SGRQ) og merki um kvíða og þunglyndi (Hospital Anxiety and Depression Scale). Öllum var fylgt eftir í eitt ár frá útskrift og kannað hversu margir höfðu verið endurinnlagðir. Niðurstöður: Af 406 sjúklingum sem fylgt var eftir í eitt ár eftir útskrift af sjúkrahúsi höfðu 60,6% verið endurinnlagðir. Meðal marktækra áhættuþátta voru skert öndunargildi, langtíma súrefnis- gjöf, notkun lyfja í loftúða og gjöf teófýllíns um munn. Skert lífsgæði og öndunargildi voru samverkandi áhættuþættir. Kvíði og þung- lyndi voru ekki marktækir áhættuþættir. Fjölþáttagreining sýndi að lágt FEVl og skert lífsgæði voru einu óháðu áhættuþættirnir eftir að tillit hafði verið tekið til meðferðar og fleiri þátta. „Áhrif“ og „virkni“ á SGRQ voru mikilvægustu breytur lífsgæða. Ályktanir: Endurinnlagnir eru tíðar hjá sjúklingum með LLT á Norðurlöndunum. Skert öndunargildi og lífsgæði eru samverkandi áhættuþættir fyrir endurinnlögnum. Þessar upplýsingar má nota til að velja markhópa fyrir sértæka meðferð til að fækka endurinnlögnum. E 14 Glerjungseyðing og reflux Kristján Guðmundssonu, Ásgeir Theodórs2,3, W. Peter Holbrook4, Inga B. Árnadóttir4, Þorbjörg Jensdóttir4 'HNE-deild og 2lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 3meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, 4tannlæknadeild HÍ kristjang@centrum. is Inngangur: Glerjungseyðing er algengur sjúkdómur sem greinist að einhverju marki í vel yfir 10% ungra einstaklinga en um 1% eru með mikla eyðingu. Talið er víst að sýra valdi eyðingunni og álitið að annaðhvort komi hún úr fæðu (gosdrykkir, ávaxtasafar) ellegar úr maga (bakflæði). Efniviður og aðferðir: Tengsl þessara sjúkdóma voru skoðuð með tvennum hætti: 1. Fimmtíu og tveir sjúklingar fæddir 1955-1991 voru skoðaðir með tilliti til glerjungseyðingar (gráða 1,2 og 3) og gengust síðan undir 24 klukkustunda pH-mælingu í vélinda. Metið var hvort samhengi væri milli eyðingar og bakflæðis. 2. Tuttugu og þrír tenntir sjúklingar yngri en 50 ára með sjúklegt bakflæði samkvæmt 24 klukku- stunda pH-mælingu, en án áður greindrar glerjungseyðingar, voru skoðaðir með tilliti til glerjungseyðingar og eyðingin borin saman við eyðingu hjá 57 manna slembiúrtaki ungs fólks (21±2 ár). Niðurstöður: Þrjátíu og þrír (sjö konur, 26 karlar) voru með gráðu 3 eyðingu. Á pH-mælingu var meðaltals % af tíma með pH<4: 4,4% (median 3,2%). Nítján (fimm konur, 14 karlar) voru með gráðu 1 eða 2 eyðingu. Samsvarandi niðurstaða meðaltals % af tíma með pH<4 var 5,1% (median 3,0%). Enginn marktækur munur er á þessum tveimur hópum. Af slembiúrtakinu reyndust 40,4% vera með einhverja gráðu eyðingar en 34,8% bakflæðissjúklinga. Enginn munur var á glerjungseyðingu bakflæðissjúklinga og slembiúrtaks ungs fólks, hvorki á gráðu eyðingar né staðsetningu. Ályktanir: Ekki virðist vera beint samband milli glerjungseyðingar og bakflæðis, þannig að meiri eyðing vísi á meira bakflæði. Reyndar kemur á óvart hversu margir sjúklingar með mikla eyðingu eru með pH-mælingu innan eðlilegra marka. Sömuleiðis er ekki neinn munur á glerjungseyðingu fólks undir 50 ára með sjúklegt bakflæði og slembiúrtaks ungs fólks um tvítugt. Glerjungseyðing er greini- lega töluvert algeng. í breskri tannheilsukönnun frá 1993 var þessi sjúkdómur í fyrsta skipti skoðaður og reyndust um 30% 5-15 ára barna hafa einhverja eyðingu og um 2% meira en gráðu 2. I hér- lendri rannsókn á 278 15 ára unglingum reyndust 15,6% hafa ein- hverja gráðu eyðingar, 5,0% með gráðu 2 og 1,0% með gráðu 3. E 15 Áhrif diclofenac á mjógirni. Rannsókn með holsjárhylki Bjarni Þjóðleifsson1, Ásgeir Theodórs2, Kristín Ólafsdóttir2, Margrét Hinriksdóttir2, Ingvar Bjarnason3 lLyflækningasviðl LSH, 2meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, 3Kings College Hospital, London bjarnit@landspitali. is Inngangur: Það er vel þekkt að NSAID lyf valda áverka á slímhúð 20 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.