Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 23
ÁGRIP ERINDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Niðurstöður: Eitt hundrað sextíu og níu sjúklingar reyndust bera VÓE á rannsóknartímabilinu. Rannsóknartími styttist að meðaltali úr 74 klukkustundum í 26 stundir. PCR-prófið var næmara og VÓE greindust oftar á seinni helmingi rannsóknartímabilsins. Tíðnin óx úr 7,4 tilfelli/1000 sjúklingadaga í 9,9 tilfelli/1000 sjúklingadaga. Sýkladeildin fékk fleiri sýni til meðhöndlunar og greining spítalabera- ástands (nosocomial aquisition) jókst eftir að PCR kom til sögunnar. Sjúklingar á deildum sem þurftu áður að bíða eftir rannsóknarniður- stöðum VÓE fyrir útskrift á langlegudeild voru fluttir 1,8 degi fyrr, vegna skjótra niðurstaðna, á seinni hluta rannsóknartímabilsins. Alyktanir: PCR er næm og fljótvirk leið til að greina beraástand VÓE. Ætla má að verulegur sparnaður hljótist af sé litið til lengri tíma. Með tilkomu MÓSA-sýkinga á Islandi má ætla að VÓE sé ekki langt undan. E 21 Hvaða breytingar á hjartaritum auka líkur á hjartastoppi? Hjalti Már Bjömsson', Gestur Þorgeirsson1, Guðmundur Þorgeirsson2, Helgi Valdimarsson2, Jacqueline Witteman3 'Landspítali, 2Hjartavemd, 3Erasmus Medical Centre, Rotterdam gestu rth @lcindspitali. is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort breyt- ingar á hjartaritum einstaklinga í Hóprannsókn Hjartaverndar gætu gefið vísbendingar um líkur á hjartastoppi. Efniviður og aðferðir: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd veittu leyfi til þess að kanna hvaða einstaklingar í Hóprannsókn Hjarta- verndar hefðu farið í hjartastopp utan spítala og hvaða þættir í fari þeirra hefðu aukið líkur á því. I rannsókninni tóku þátt 8007 karlar og 9435 konur. Hjartarit voru tekin af öllum þátttakendum og þau flokkuð samkvæmt Minnesota staðli. Meðal annars var metinn hjartsláttarhraði, raföxull og rafspenna auk þess Q-takkar, ST-lækk- anir, T-breytingar, AV-rof, greinrof og forhólfatakttruflanir. Unnið er að mælingum á RR breytileika og QT-bili. Niðurstöður: Á árunum 1987-1996 fóru 137 karlar og 44 konur sem voru þátttakendur í Hóprannsókn Hjartaverndar í hjartastopp utan spítala vegna hjartasjúkdóms. Algengasta takttruflun á fyrsta riti var sleglatif í 91 tilfelli, rafleysa í 62 tilfellum og samdráttarleysa í 23 tilfellum en í fimm tilvikum voru ófullnægjandi upplýsingar um fyrsta rit. Hjá körlum juku Q-takkar til merkis um hjartadrep líkur á hjartastoppi allt að þrefalt (RR 2,79; 95% CI 1,54-5,06; p<0,001), einnig sýndu ST-lækkanir (RR 1,86; 95%CI 1,01-3,40) og T-breyt- ingar (RR 1,88; 95% CI 1,20-2,95) marktæka fylgni við hjartastopp, aldursstaðlað. Hjá konum voru ST-lækkanir (RR 2,98; 95%CI 1,05- 8,42) og T-breytingar (RR 2,39; 95% CI 1,10-5,23). Aukin spenna á hjartariti var marktæk hjá konum (RR 16,1; 95% CI 6,3-41,4) ekki Q-takkar, en kransæðastíflutilfelli voru fá. Ályktanir: Helstu breytingar á hjartaritum sem auka líkur á hjartastoppi eru Q-takkar til merkis um hjartadrep og ST- og T- breytingar. Einnig spennubreytingar á hjartaritum kvenna með víðum öryggismörkum. E 22 Ghrelin hindrar endótoxíntengd bólguviðbrögð í æðaþelsfrumum Skúli Gunnlaugsson. Wei Gen Li, Dan Gavrila, Neal Weintraub University of Iowa Medical School, Iowa City, Iowa skuli-gimnlaugsson@uiowa.edu Inngangur: Ghrelín er tiltölulega nýgreint vaxtarvakalosunar peptíð (growth hormone-releasing peptide) sem hefur reynst auka lifun tilraunadýra í sýkingarlosti. Endótoxín ræsa fjölþátta umritunarþátt (transcription factor) nuclear factor kappa B (NFkB) sem leiðir til bólguviðbragða til dæmis við æðakölkun (atherosclerosis). Við könnuðum hvort ghrelín gæti minnkað endótoxíntengda cýtókínmyndun og ræsingu NFkB í æðaþelsfrumum. Efniviður og aðferðir: Naflastrengs bláæðaþelsfrumur manna voru meðhöndlaðar í frumuræktun með endótoxíni. Losun bólgutengds cýtókíns, interleukín 8 (IL-8) var mæld með ELISA tækni og NFkB ræsing var nákvæmuð með Western blott prófi. Niðurstöður: Endótoxín (0-10 ng/ml) leiddi til stigvaxandi losunar á IL-8 sem var hemluð með lífeðlisfræðilegu skömmtum af ghrelíní (1-1000 ng/ml). Ghrelín bældi jafnframt TNFa tengda losun á IL-8. Ennfremur var endótoxíntengd ræsing á NFkB verulega minnkuð með Ghrelíni (100 ng/ml). Ályktanir: Ghrelín hindrar endótoxíntengda IL-8 myndun sem og ræsingu NFkB í æðaþelsfrumum. Þessi nýfundna hindrun bólguviðbragða með ghrelíni skýrir mögulega jákvæð áhrif þess við meðferð sýkingarlosts sem og gefur til kynna að ghrelín gæti jafnframt reynst nytsamlegt við meðferð og vemdun æðakölkunar. E 23 Hlutverk kínasans Akt í heilbrigði æðaþels Brynhildur Thors', Haraldur Halldórsson1-2, Guðmundur Þorgeirsson12 'Rannsóknastofa í lyfja-og eiturefnafræði, Háskóla íslands, 2Landspítali brynhit@hi.is Inngangur: Rannsóknir okkar á boðkerfum í æðaþeli hafa það grundvallarmarkmið áð efla skilning á þessari mikilvægu klæðningu allra æða og þar með lífeðlisfræði blóðrásar og æðakerfis. Hin hag- ræna hlið málsins snýr að starfrænum truflunum í æðaþelinu sem virðast skipta miklu máli í mörgum algengustu sjúkdómum sem herja á mannkyn, svo sem æðakölkun, æðastíflum, háþrýstingi, æðasjúkdómum í sykursýki og ýmsum bólgusjúkdómum. Athygli manna hefur undanfarið beinst mjög að Akt kínasanum en þekkt áhrif hans eru hindrun á stýrðum frumudauða, fjölgun og færsla æðaþelsfrumna, örvun á eNOS og stýring á metabólískum áhrifum insúlíns. Minnkuð virki NO-syntasa æðaþelsins er oft tengd van- starfsemi æðaþelsins og oft talin ein helsta orsök flestra langvinnra hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta hefur verið ljóst í nokkur ár og hefur leitt til mikils áhuga á því gangvirki sem stjórnar virkni eNOS og örvun þeirra ferla sem miðla eNOS fosfórun og virkjun. Efniviður og aðferðir: Við höfum athugað áhrif lysophosphatidylc- holins (LPC) sem og G-prótein örvaranna thrombíns og histamíns á Akt fosfórun (Ser473) í æðaþelsfrumum (HUVEC) eftir örvun með vaxtarþáttum. Niðurstöður: Epidermal growth factor (EGF) veldur fosfórun á Akt en sú fosfórun er hinduð af histamíni, thrombíni og LPC. Hindrun eða downregulation á prótein kínasa C (PKC) kom í veg fyrir þessa hindrun af völdum histamíns og thrombíns en ekki LPC. Eins hafði örvun á PKC með langtíma TPA-gjöf hindrandi áhrif á Akt fosfórun af völdum EGF. Sértæki PKC8 hindrinn Rottlerín kom í veg fyrir þessi áhrif histamíns ólíkt GÖ6976 sem er sértækur hindri fyrir PKCa, (3 og 7. Hins vegar hafði stjórnun á PKC engin áhrif á hindrun Akt af völdum LPC. Akt fosfórun varð einnig af völdum sphingosine 1-fosfats (SIP) og varð sú fosfórun fyrir sambærilegum áhrifum áðurnefndra áverkunarefna og fosfórun af völdum EGF. Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.