Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 32
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Ályktunir: Þrátt fyrir einsleitan erfðafræðilegan bakgrunn reyndist mikill breytileiki í sjúklingahópnum hvað varðar mótefnavaka sem AMA beinist að. Engin mótefnasvörun meðal nákominna ættingja bendir til þess að þótt erfðir geti verið þáttur sé hann ekki ráðandi í tilurð AMA eða meingerð PBC. V 25 Notagildi hælbeinsómunar til útilokunar á beinþynningu Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Díana Óskarsdóttir, Gunnar Sigurðsson Beinþéttnimælistofa innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeildar Landspítala gunnars@landspitali. is Inngungur: Hugsanlegt er að nota ómskoðun (quantitative ultra- sound, QUS) til skimunar fyrir lágri beinþéttni en almennt viður- kenndar klínískar leiðbeiningar um notkun þessarar mæliaðferðar hafa ekki verið gerðar. Markmið þessarar þversniðsrannsóknar var að bera saman aldursbundnar breytingar á beinþéttni mældri með QUS af hælbeini og tvíorkudofnunarmælingu (dual energy X-ray absorptiometry, DXA) í mjöðm til að reyna að finna bestu viðmiðunarmörk milli QUS og DXA til útilokunar eða greiningar á beinþynningu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af slembi- úrtaki 1630 einstaklinga (1041 konu, 589 körlum) á aldrinum 30-85 ára. Fundnir voru þeir einstaklingar sem höfðu DXA T-skor s-2,5 í lendhrygg eða mjöðm (með beinþynningu samkvæmt WHO) og þá einstaklinga sem höfðu DXA T-skor <-l (osteopenia samkvæmt WHO) og receiver operating curves notaðar til að finna viðmið fyrir QUS mælingar. Næmi, sértæki og kappatölfræði var reiknað út. Beinumsetningarvísar (osteocalcin og crosslaps) í blóði voru mældir og samanburður gerður milli mæliaðferða. Niðurstöður: Aldursbundið beintap var marktækt meira með QUS en með DXA á öllum mælistöðum hjá konum. Hjá körlum var beintap í mjöðm svipað með QUS og DXA. Fylgni milli QUS og DXA var svipað í öllum aldurshópum og báðum kynjum (r=0,45- 0,53). Fylgni beinumsetningarvísa var álíka mikil við QUS og DXA. Til þess að finna konur með eðlilega beinþéttni með DXA (T-gildi ofan við -1) á aldursbilinu 50-65 ára var QUS T-skor >0,5 ákjósan- legast. Á aldursbilinu 70-85 ára var QUS T-skor >-2,0 hjá konum og >-1,0 hjá körlum ákjósanlegt viðmið til þess að ákvarða eðlilega beinþéttni (næmi 85-98%, sértæki 27-43%, misræmi (discordance) 47-55%). Ályktanir: Ekki er unnt að nota ómskoðun á hælbeini til greiningar á beinþynningu samkvæmt skilgreiningu WHO en slík mæling getur nýst til þess að útiloka beinþynningu, í okkar úrtaki hjá 30- 40% þátttakenda. Aðrir þyrftu að fara í DXA mælingu til útilok- unar eða greiningar. V 26 Mannósa-bindilektín bindur lágþéttni lípóprótein Katrín Þórarinsdóttir', Sædís Sævarsdóttir1'2, Þóra Víkingsdóttir2, Helgi Valdimarsson1-2 'Læknadeild HI, 2ónæmisfræðideild Landspítala saedis@landspitali. is Inngangur: Niðurstöður úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar benda til að sermispróteinið mannósa-bindilektín (MBL) verndi sjúklinga með sykursýki eða hátt kólesteról fyrir kransæðastíflu. Lágþéttni lípóprótein (low-density lipoprotein, LDL) þessara sjúk- linga er gjarnan umbreytt, þannig að sykrur sem MBL bindur vel verða aðgengilegri. MBL er sermisprótein og stuðlar að útrýmingu sumra sýkla og óeðlilegra sjálfsagna. Tilgátan er sú að MBL hjálpi við hreinsun umbreytts LDL úr blóði og við höfum þegar sýnt að MBL getur bundið LDL in vitro. Rannsóknin var gerð til að athuga hvort MBL bindi LDL úr sykursjúkum betur en LDL úr kransæða- sjúklingum án sykursýki. Efniviður og aðferðir: Átján sjúklingar með slæma sykursýki (HbAlc>8,5) eldri en 35 ára voru paraðir fyrir kólesterólmagni, aldri og kyni við 18 einstaklinga af hjartaþræðingadeild. Upplýsingar um sykursýki og fylgikvilla hennar, hjartasjúkdóma og áhættuþætti þeirra, þyngd og kólesteról voru fengnar með spurningalista og úr sjúkra- skrám auk þess sem teknir voru 40 mL af bláæðablóði. ELIS A plötur voru húðaðar með LDL einangruðu úr sermi. MBL var sett ofan á og binding þess við LDL athuguð. Einnig var binding MBL við oxað LDL athuguð með sértækum mótefnum gegn oxuðu LDL. Niðurstöður: MBL í lífeðlisfræðilegum styrk bindur LDL í öllum þátttakendum við pH 7,4 og er bindingin í réttu hlutfalli við MBL styrk. Hins vegar bast MBL jafnvel við LDL sykursjúkra og við- miða. Frumniðurstöður með sértækum mótefnum benda til að MBL bindi oxað LDL. Ályktun: MBL bindur LDL og gæti því hjálpað til við hreinsun þess úr blóði. V 27 Meðgöngusykursýki á íslandi 1998-2003 ína K. Ögmundsdóttir', Ama Guðmundsdóttir', Ástráður B. Hreiðarsson1, Hildur Harðardóttir2, ReynirTómas Geirsson2 ‘Göngudeild sykursjúkra og 2kvennadeild Landspítala arnag@intemet. is Inngangur: Meðgöngusykursýki er skert sykurþol eða sykursýki sem kemur fram eða greinist á meðgöngu. Greiningin er gerð með 75 gr sykurþolprófi hjá konum í sérstakri áhættu. Stuðst er við greiningarskilmerki WHO en að auki er fylgt eftir þeim konum sem að mati lækna eru líklegar vegna aukinnar áhættu til að þarfnast frekari meðferðar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt algengi á bilinu 4- 7%. Aukin hætta er á sykurföllum, gulu og axlarklemmu hjá nýbur- anum og þungburafæðingar eru algengari. Líkur á að fá sykursýki síðar eru einnig auknar bæði hjá móðurinni og afkvæminu. Algengi meðgöngusykursýki hér á landi er óþekkt. Ekki er ljóst hvort aukin vandamál eru tengd fæðingum hjá þessum hópi kvenna né heldur hversu stór hluti þeirra fær tegund 2 sykursýki síðar á ævinni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk. Stuðst var við sjúkraskrár göngudeildar sykursjúkra og kvennadeildar LSH. Á tímabilinu 1998-2003 voru gerð 288 til 397 sykurþol árlega á LSH. Að auki er fjöldi sykurþolprófa gerður á öðrum spítölum og aðeins þær konur sem hafa óeðlilegt próf eru sendar til meðferðar á göngu- deildina. Niðurstöður: Árið 1998 voru 17 konur í eftirliti á LSH vegna með- göngusykursýki. Árið 1999 48 konur, árið 2000 64,2001 63,2002 100 og 2003 147 konur. Þær konur sem uppfylltu WHO skilmerki árin 2002 og 2003 voru skoðaðar nánar. Algengið er 2,4% af fæðingum árið 2002 og 3,1% árið 2003. Mæðurnar voru 31 árs að meðaltali en meðalaldur kvenna við barnsburð hérlendis er 29 ár. Rúmlega helmingur kvennanna voru fjölbyrjur og var greiningin oftast gerð við 29. viku (±6 vikur). Við greiningu var líkamsþyngdarstuðull þeirra (BMI) 33 (±6). Fjörutíu og fimm prósent kvennanna voru með- 32 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.