Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 26
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA sem ekki sóttu slíka endurhæfingu. Yngstu sjúklingarnir voru verst haldnir af kvíða og áhyggjum. Líklegt er að þeir sem verst eru á sig komnir andlega og líkamlega hafi valist til hjartaendurhæfingar. Athyglisvert er að kvíði er meiri og tilfinningaleg lífsgæði verri hjá íslenskum hjartasjúklingum en fram kemur í erlendum rann- sóknum. Ályktanir: Atvinnuþátttaka eftir kransæðastíflu er mjög mikil á íslandi. Vellíðan eftir hjartaáfall tengist greinilega ýmsum þáttum í vinnuumhverfinu. Hjartaendurhæfing með sálrænni stuðningsþjón- ustu er líkleg til að auka vellíðan sjúklinga eftir kransæðastíflu, ekki síst þeirra yngstu, og gera þeim léttara að snúa aftur til vinnu. V 06 Atorvastatín fækkaði hjarta- og heilaslögum hjá fólki með háþrýsting - ASCOT-LLA rannsóknin Peter S. Sever', Björn Dahlöf2, Neil R. Poulter1, Hans WedeP, Árni Kristinsson45 og fleiri 'Imperial College, London, 2Sahlgrenska sjúkrahúsið, Gautaborg, 3Norræni heilsuháskólinn, Gautaborg, 4Landspítali, Mæknadeild HÍ aniikr@landspitali. is Inngangur: Áhrif lækkunar kólesteróls hafa ekki verið könnuð hjá fólki með háþrýsting og eðlileg kólesterólgildi. Efniviður og aðferðir: í Anglo-Scandinavian Cardiac Outcomes Trial, ASCOT rannsókninni, fengu 10.305 manns með 6,5 mmól/1 kólesteróls eða minna í blóði af handahófi annaðhvort 10 mg af lyf- inu atorvastatín eða lyfleysu. Af þessu þýði höfðu 2.532 sykursýki. Niðurstöður: Rannsókninni var hætt eftir 3,3 ár að meðaltali að ósk öryggisnefndar rannsóknarinnar. Þá höfðu þeir sem notuðu atorvastatín fengið marktækt færri heilaslög samanborið við lyf- leysu (89 og 121, áhættuhlutfall 0,73; p=0,02), hjartaáföll (100 og 154, áhættuhlutfall 0,64; p=0,0005) og af þeim fyrrnefndu dóu 185 samanborið við 212 í lyfleysuhópnum (ómarktækt). Sykursýki höfðu 2532. Af þeim tóku 1258 atorvastatín og fengu 116 þeirra áfall vegna hjarta- og æðasjúkdóms en 151 af 1274 sem tóku lyfleysu (áhættuhlutfall 0,77; p=0,04). Ályktanir: Veruleg fækkun varð á hjarta- og heilaslögum eftir stutt- varandi meðferð með atorvastatíni hjá háþrýstingsfólki sem hvorki hafði hækkað kólesteról né sögu um kransæðasjúkdóm. V 07 Viðbrögð við brjóstverk og þekking á einkennum kransæðastíflu meðal sjúklinga sem leita á bráðamóttöku Gyða Baldursdóttir, Hörn Guðjónsdóttir, Davíð O. Arnar Bráðamóttaka Landspítala Hringbraut da vidar@landspitali. is Inngangur: Brjóstverkur er með algengari komuástæðum á bráða- móttökur (BMT). Hluti þeirra sem eru með brjóstverk mun greinast með kransæðastíflu en vitað er að meðal þeirra sem látast af hennar völdum, deyr um helmingur á fyrstu klukkustundum eftir upphaf einkenna. Algengustu dánarorsakirnar snemma eftir upphaf krans- æðastíflu eru sleglatakttruflanir sem leiða til hjartastopps. Oft er mögulegt er að meðhöndla slíkt ef sjúklingur er kominn á sjúkrahús eða í umsjá áhafna sjúkrabifreiða. Það er því mikilvægt að þekkja einkenni kransæðastíflu og rétt viðbrögð við þeim. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna viðbrögð og viðbragðsflýti þeirra sem komu á BMT með brjóstverk og jafnframt þekkingu sjúklinga á helstu einkennum kransæðastíflu. Efniviður og aðferðir: Hjúkrunarfræðingar öfluðu upplýsinga frá sjúklingum við komu á BMT. Niðurstöður: Aflað var upplýsinga frá 150 sjúklingum (100 körlum) og höfðu 73 (49%) fyrri sögu um kransæðasjúkdóm. Alls 32 (21 %) komu á BMT innan tveggja klukkustundna frá upphafi einkenna en 48 (31%) létu yfir 12 klukkustundir líða þar til þeir leituðu aðstoðar. Algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingar leituðu ekki aðstoðar fyrr en þeir gerðu var sú að þeir vonuðust til að einkenni myndu líða hjá (71%) eða að þeir töldu einkenni ekki alvarleg (55%). Einungis 67 (45%) komu á BMTí sjúkrabifreið en 30 (20%) óku sjálfir. Þeir sem leituðu á BMT með brjóstverk þekktu flestir algengustu einkenni kransæðastíflu, svo sem brjóstverk, mæði og dofa í vinstri handlegg. Sama má segja um samanburðarhóp þeirra sem komu á BMT vegna annarra vandamála en frá hjarta. Ályktanir: Þekking sjúklinga á helstu einkennum kransæðasjúk- dóms virðist vera góð. Hins vegar bíða margir með að leita sér aðstoðar vegna brjóstverks og innan við helmingur kemur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið. Þörf er á fræðslu um mikilvægi þess að leita aðstoðar snemma og flutningsmáta á sjúkrahús. V 08 Algengi lyfjanotkunar aldraðra í hóprannsókn Hjartaverndar Aðalstcinn Guðmundsson1 w, Bjöm Einarsson1-2, Pálmi V. Jónsson1-2, Thor Aspelund', Vilmundur Guðnason' 'Hjartavemd, 2Landspítali, 3Hrafnista agudnumd@hrafnista.is Inngangur: Aldraðir eru stækkandi hópur notenda lylja. í lyfjafaralds- fræðirannsóknum hafa komið fram áður óþekktar upplýsingar um ýmist jákvæð, neikvæð eða takmörkuð áhrif lyfja á aldraða einstaklinga. Takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi um lyfjanotkun aldraðra á Islandi en opinberir lyfjagagnagrunnar hafa ekki verið aðgengOegir eða nýttir með þetta í huga. í Hóprannsókn Hjartavemdar em auk framskyggnar ferilrannsóknar, möguleikar á gagnlegri þverskurðar- rannsókn á lyljanotkun aldraðra á skilgreindu tímaskeiði. Tilgangur: Að afla vitneskju um lyfjanotkun aldraðra og bera saman notkun eftir kyni og aldri. Efniviður og aðferðir: Þýðið er einstaklingar sem tóku þátt í sjötta áfanga Hóprannsóknar Hjartaverndar sem hófst árið 1991 og lauk 1997. Þessi áfangi var öldrunarrannsókn og náði til karla og kvenna á aldursbilinu 70-88 ára. Af 2043 þátttakendum voru 833 karlar og 1210 konur, meðalaldur 75,8 og 76,9 ár. Auk hefðbundinnar upp- lýsingaöflunar úr fyrri áföngum var aflað upplýsinga um sjúkdóma, félagslegar aðstæður og færni sem einkum snerta eldra fólk. Þeir sem gátu ekki mætt á Rannsóknarstöð Hjartaverndar af heilsufars- ástæðum var vitjað á stofnanir eða í heimahús. Upplýsinga um lyfja- notkun var aflað hjá öllum einstaklingum þar sem spyrill flokkaði og skráði lyfin samkvæmt ATC kóða. Niðurstöður: Af heildarhópi tóku 15% engin lyf og 9,7% tóku sjö lyf eða fleiri. Algengustu lyfjaflokkarnir voru hjarta- og æðasjúk- dómalyf og tauga- og geðlyf. Lyfjanotkun var skoðuð fyrir bæði kyn í þremur aldurshópum: 73 ára og yngri, 74-77 ára og 78 ára og eldri. I þessum aldurshópum var meðalfjöldi lyfja hjá körlum 2,1; 2,6 og 3,2 og hjá konum 2,6; 3,2 og 3,8. Ályktanir: I helstu atriðum er lyfjanotkun aldraðra á íslandi sam- bærileg við niðurstöður rannsókna erlendis á sama tímabili. Lyfja- notkun er meiri með hækkandi aldri og hjá konum. 26 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.