Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 19
ÁGRIP ERINDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Tilgangur verkefnisins var að ákvarða samnorræn viðmiðunar- mörk fyrir 25 algengustu rannsóknimar í klínískri lífefnafræði í sermi og plasma sem eru rekjanlegar til viðurkenndra alþjóðlegra staðla. Efniviður og aðferðir: Alls tóku 102 norrænar rannsóknarstofur þátt í rannsókninni og voru mæld efni frá 3036 heilbrigðum ein- staklingum á aldrinum 18-80 ára. Allir þátttakendur svöruðu spurn- ingum um uppruna, heilbrigði, líkamlega þætti, lyfjanotkun og neysluvenjur, en sýnataka var skráð niður ásamt tíma frá inntöku fæðu. Hver rannsóknarstofa mældi þau sýni sem hún hafði safnað með þeirri aðferð sem hún notar ásamt rekjanlegum stöðlum og stýrisýnum til þess að gera niðurstöðurnar sambærilegar. Öllum niðurstöðum var safnað í sameiginlegan gagnabanka og viðmið- unarmörk reiknuð út fyrir hina ýmsu hópa samkvæmt stöðluðum non-parametrískum aðferðum frá alþjóðasamtökum klínískra líf- efnafræðinga (IFCC). Niðurstöður: Enginn marktækur munur kom fram á milli þjóða og því unnt að nota samnorræn viðmiðunarmörk. Marktækur munur fannst á sermis- og plasmagildum fyrir nokkrar rannsóknir, en fyrir kalíum reynist munurinn hafa klínískt marktæka þýðingu. I sermi kom fram munur á mörkum bilirúbíns, kalsíums, kreatíníns, kal- íums og fosfats miðað við „hefðbundin“ mörk. Breytingar verða á viðmiðunarmörkum ensíma vegna samræmingar aðferða. Allar niðurstöður má sjá á slóðinni www.fiirst.no/norip Alyktanir: Mikilvægt er að samræma viðmiðunarmörk rannsókna á Islandi í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar og er undir- búningur þegar hafinn. E 10 Áhrif milliverkunar D-vítamíns og kalsíumneyslu á styrk PTH í sermi fullorðinna íslendinga Örvar Gunnursson', Ólafur Skúli Indriðason2, Leifur Franzson’, Laufey Steingrímsdóttir4, Gunnar Sigurðsson1*5 'Læknadeild HÍ, 2nýrnadeild og 3erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH, 4Lýðheilsustöð, Barónsstíg 47, Reykjavík, ^innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild LSH gunnars@landspitali.is Inngangun I dýrum getur kalsíumgjöf upphafið áhrif D-vítamínskorts á kalkkirtla og bein. Tílgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl kals- íumneyslu og D-vítamínbúskapar við kalkkirtlastarfsemi hjá mönnum. Aðferðin Þátttakendur voru á aldrinum 30-85 ára, slembiúrtak af höfuðborgarsvæðinu. 25(OH)D vítamín og PTH var mælt í sermi og kalsíumneysla metin með spurningakveri. Einstakhngum var skipt í þijá hópa eftir kalsíumneyslu (<800, 800-1200 og >1200 mg/dag) og sermis- 25(OH)D styrk (<25 [skortur], 2545 [vægur skortur] og >45 nmól/1 [gnótt]). Fylgni milli styrks PTH og 25(OH)D var könnuð með línulegri aðhvarfsgreiningu og mismunur milh hópa með ANCOVA. Niðurstöður: Alls komu 1630 einstaklingar til rannsóknar (70,6%) en 622 voru útilokaðir vegna sjúkdóma eða lyfja með áhrif á beina- búskap. Hjá þeim sem voru með D-vítamínskort var meðalstyrkur PTH 54,6 + 30,4 pg/ml hjá þeim sem neyttu lítils kalsíums, 46,0 + 22,5 hjá þeim sem neyttu meðalmikils kalsíums og 42,5 + 16,3 hjá þeim sem neyttu mests kalsíums. Meðal þeirra sem voru með vægan D- vítamínskort voru samsvarandi PTH gildi 40,0+18,9, 41,1+17,6 og 38,6 + 17,9 og meðal þeirra með gnægð D-vítamíns 33,6 + 12,1, 35,6 + 15,1 og 37,1 +14,7. Þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni, nýrna- starfsemi, magnesíum, reykingum og líkamsþyngdarstuðli var PTH marktækt hærra meðal þeirra sem voru með algeran D-vítamín- skort hver sem kalkneyslan var en þó hæst meðal þeirra sem höfðu minnstu kalsíumneysluna. Fylgni milli PTH og 25(OH)D var mest meðal þeirra með minnsta kalsíumneyslu (r=-0,325, p<0,001). Alyktanir: Meðal þeirra sem hafa eðlilegan D-vítamínbúskap virð- ist mikil kalsíumneysla ekki nauðsynleg fyrir kalkkirtlastarfsemi en hins vegar upphefur aukin kalsíumneysla áhrif D-vítamínskorts eingöngu að hluta til. Nægileg D-vítamínneysla er því mikilvæg til að viðhalda eðlilegri starfsemi kalkkirtla. E 11 Eru rafstuð hjá sjúklingum með bjargráð vegna sleglatakttruflana árangursrík til að rafvenda gáttatifi? Margrét Leósdóttir, Gizur Gottskálksson, Bjarni Torfason, Davíð O. Arnar Lyflækningadeild og skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut da vidar@landspitali. is Inngangur: Bjargráður (implantable cardioverter defibrillator) er notaður í vaxandi mæli hjá sjúklingum til að meðhöndla lífshættu- legar sleglatakttruflanir. Hjartsláttarhraði er megingreiningarskil- merki bjargráðs. Það er fylgifiskur bjargráðsmeðferðar að sjúk- lingar geta fengið óréttmæt stuð meðal annars vegna gáttatifs sem tækið misgreinir sem sleglatakttruflun. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna algengi og útkomu vegna óréttmætra rafstuða sem sjúklingar fengu sökum gáttatifs. Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað á afturskyggnan hátt úr fyrirliggjandi gögnum um alla sjúklinga sem höfðu bjargráð. Gáttatif var skilgreint sem óreglulegt R-R bil hjá þeim sem höfðu ekki sögu um fjölleitan sleglahraðtakt. Rafvending úr gáttatifi yfir í sínustakt var skUgreind þannig að R-R bil varð reglulegt eftir rafstuð og hjart- sláttarhraði hægði á sér um >35% eftir rafstuð. Niðurstöður: I árslok 2002 höfðu 28 af 62 sjúklingum með bjargráð fengið að minnsta kosti eitt rafstuð og voru til gögn um slíkt hjá 25. Hjá flestum var um að ræða réttmæt stuð vegna sleglahraðtakts en alls höfðu fimm sjúklingar (8%) fengið óréttmæt stuð vegna gáttatifs í köstum. Alls var um að ræða 55 rafstuð, þar af hafði einn sjúklingur fengið 31 rafstuð vegna gáttatifs á þriggja ára tímabili og annar 17 rafstuð á tveimur mánuðum. Rafvending yfir í sínustakt tókst í 11 tilfellum af 55 (20%), gáttatif var áfram til staðar í 36 til- fellum (65%) en ekki var hægt að meta árangur eftir átta rafstuð (15%). í eitt skipti olli rafstuð vegna gáttatifs tilkomu sleglatifs (ventricular fibrillation). Ályktanir: Rafstuð vegna gáttatifs eru ekki sjaldgæfur fyllgikvilli þeirra sem hafa bjargráð. Þessi rafstuð eru auk þess ekki sérlega árangursrík til að rafvenda gáttatifi, líklega vegna þess að vigri raf- stuðsins stefnir ekki nægilega gegnum gáttavefinn. E 12 Trefjavefjalungnabólga með lokandi berkjungabólgu. Yfirlit 20 ára á íslandi Ólafur Svcinsson1, Helgi J. ísaksson2, Steinn Jónsson', Friðrik Yngvason’, Gunnar Guðmundsson1 lLungnadeild LSH, 2Rannsóknastofnun Háskólans í meinafræði, 3Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri ggiidmund@landspitali.is Inngangur: Trefjavefjalungnabólga með lokandi berkjungabólgu. (Bronchiolitis Obliterans Organizing Pneumonia-BOOP) er sjúk- dómsgreining byggð á sérkennandi vefjabreytingum og getur verið af mörgum orsökum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna far- aldsfræði á íslandi. Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 19

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.