Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 35
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA landssvæðum. Hér á landi hefur nýgengi lifrarbólgu B og C aukist á undanförnum árum. Jafnframt hefur aukist verulega fjöldi inn- flytjenda frá löndum þar sem veirulifrarbólga er landlæg. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði lifrarbólgu B og C meðal innflytjenda á fslandi. Efhiviður og aðferðir: Kannaðar voru móttökuskrár lungna- og berklavarnadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur og göngu- deildar barnadeildar Landspítala fyrir tímabilið 2000-2002 en á þessar deildir er vísað til skoðunar innflytjendum frá löndum utan EES. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám göngudeildar smitsjúkdóma LSH. Athugað var upprunaland og niðurstöður veirurannsókna og lifrarprófa. Einnig var aflað upplýsinga úr lifrar- bólguskrá sóttvarnarlæknis og hjá Utlendingaeftirliti um fjölda útgefinna dvalarleyfa. Helstu niðurstöðun Rannsóknin tók til um 70% innflytjenda frá löndum utan EES sem fengu dvalarleyfi á tímabilinu. Blóðsýni var tekið úr 2946 einstaklingum. Greindust 83 (2,8%) með lifrarbólgu B og 24 (0,8%) með lifrarbólgu C. Algengi lifrarbólgu B var hæst meðal innflytjenda frá Afríku 11/191 (5,8%; 95% CI: 2,9-10,1%) og lifrar- bólgu C meðal innflytjenda frá Austur-Evrópu 16/1502 (1,1%; 95% CI: 0,6-1,7%). Fjögur hundruð áttatíu og tveir (16,2%) höfðu merki um fyrri lifrarbólgu B sýkingu. Af öllum tilkynntum tilfellum af lifrar- bólgu B voru innflytjendur 57,2% og 10,6% af lifrarbólgu C. Alyktanir: 1. Meirihluti þeirra sem greinast með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur. 2. Lifrarbólga B er algengari meðal innflytj- enda en lifrarbólga C. V 34 Afturskyggn rannsókn á klínískri mynd og horfum sjúklinga með spítalasýkingar af völdum nóróveira á Landspítala Kristbjörg Heiður Olsen', Már Kristjánsson2, Ólafur Guðlaugsson2-3, Guðrún Ema Baldvinsdóttir4 'Læknadeild HI, 2smitsjúkdómadeild, 3sýkingavamadeild og 4veimrannsóknadeild LSH olafgudl@landspitali. is Inngangur: Mikillar aukningar á tíðni nóróveirusýkinga varð vart innan LSH á árunum 2002 til 2003. Stórir faraldrar geisuðu á ýmsum deildum LSH og sýktust bæði sjúklingar og starfsfólk. Vanalega er talið að veikindin gangi yfir á 24 til 48 klukkustundum. Á LSH bar hins vegar nokkuð á því að einkum eldri einstaklingar yrðu alvar- legar og lengur veikir en gert var ráð fyrir. Því var ákveðið að gera aftursæja rannsókn á klínískri mynd og horfunt sjúklinga með spítala- sýkingar af völdum veirunnar á LSH. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár þeirra sern lágu á LSH á tímab- ilinu 1. desember 2002 til 31. desember 2003 og voru með staðfest veirupróf og einkenni sýkingar sem hófust s48 klukkustundum eftir innlögn voru skoðaðar. Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar: afdrif (30 daga lifun), einkenni (hver, hvenær hófust og yfirstaðin), aðrir sjúkdómar og meðferð, lífsmörk og blóðrannsóknir ^48 klukkustundum áður en einkenni hófust. APACHE II var reiknað þegar mögulegt. Niðurstöður: Alls uppfylltu 98 bæði skilmerkin á rannsóknar- tímabilinu, þar af voru 76 sjúkraskrár aðgengilegar til skoðunar. Tíu af 76 (13,2%) létust meðan á einkennum stóð eða innan 30 daga. Nóróveirusýking er talin meðverkandi dánarorsök á tveimur dánarvottorðum af sjö sem voru aðgengileg. Hlutfallsleg tíðni til- fella á tímanum sveiflaðist frá 0,28 til 0,58/1000 legudaga. Aldurinn spannaði frá 0 til 98 ára (miðgildi 75). Þeir sem létust voru 60 til 98 ára en ekki var marktækur munur á aldri þeirra sem létust eða lifðu. Einkenni vöruðu í 1-148 daga (miðgildi fjórir dagar) og algengustu fyrstu einkenni voru niðurgangur (89,5%), uppköst (9,2%) og ógleði (1,3%). Álykanir: Spítalasýkingar af völdum nóróveira voru algengari og alvarlegri en búist var við. Niðurstöðurnar benda til að efla verður sóttvarnir á LSH. V 35 Sýklalyfjagjöf í æð í heimahúsum á vegum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu Landspítala. Reynsla áranna 2002 og 2003 Bergþóra Karlsdóttir1, Steinunn Ingvarsdóttir1, Már Kristjánsson2 ‘Sjúkrahústengd heimaþjónusta, 2smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi markrist@landspitali.is Inngangur: Á síðasta þingi Félags íslenskra lyflækna var greint frá reynslu sjúkrahústengdrar heimaþjónustu af gjöf sýklalyfja í æð hjá völdum sjúklingum á tímabilinu 1999-2001. Nú hefur deildin starfað sameinuð um hríð og komin frekari reynsla af starfseminni. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem hafa fengið sýklalyf í æð á tveggja ára tímabili (2002 og 2003). Skráður var fjöldi sjúklinga, skipting eftir kynjum, ástæður sýkla- lyfjagjafar, tímalengd, tegund sýklalyfs og kostnaður. Kostnaður var brotinn niður í fastan kostnað (laun starfsmanna og rekstrar- leiga bifreiðar) og breytilegan kostnað (hjúkrunarvörur, rekstrar- kostnað bifreiðar og lyfjakostnað) heimaþjónustu fyrir sjúklinga með sýkingar. Horfur sjúklinga voru metnar á grundvelli fjölda innlagna (endurinnlagna) á meðferðartíma, frávika í meðferð og lifunar >30 daga eftir að meðferð lauk. Að lokum var kostnaður við heimaþjónustu og á legudeild borinn saman. Niðurstöður: Árið 2002 voru 622 sjúklingar í heimaþjónustu, þar af 125 sem fengu sýklalyf (20%) en 663 árið 2003 þar af 148 (22%) sem fengu sýklalyf. Skipting milli kynja var 52% karlar árið 2002 en 50% 2003. Unnið er að gerð kostnaðargreiningar vegna þjónust- unnar á vegum heimaþjónustu til samanburðar við sjúkrahúskostn- að. Ályktanir: Heimaþjónusta sjúklinga virðist vera öruggur og ódýrari valkostur samanborið við innlögn á legudeildir LSH. V 36 ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki A, samantekt frá 1975-2002 Helga Erlendsdúttir', Magnús Gottfreðsson2, Karl G. Kristinsson1 'Sýklafræðideild og 2smitsjúkdómadeild LSH magnusgo@landspitali.is Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pyogenes (streptókokka af flokki A) geta verið mjög skæðar. Nýlegar rann- sóknir benda til að nýgengi þessara sýkinga hafi aukist síðastliðinn áratug. Faraldsfræði þessa sjúkdóms hefur aðallega verið rannsök- uð í völdum hópum eða í faröldrum, en hins vegar hefur skort rann- sóknir sem ná yfir heila þjóð yfir lengri tíma. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, liðvökva- og mænuvökvaræktana á sýklafræðideildum LSH og FSA yfir 28 ára tímabil, fyrir árin 1975-2002. Þeir sjúkingar voru skráðir sem greindust með ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki A. Einnig voru skráðar upplýsingar um dagsetningu sýkingar, aldur Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 35 L

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.