Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 24
ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Ályktanir: Við höfum því sýnt fram á histamín- og thrombínmiðl- aða hindrun á Akt fosfórun í kjölfar vaxtarþátta sem og fosfórun á eNOS af völdum þessara sömu efna. E 24 Slæmar horfur þátttakenda með hjartabilun ásamt sykursýki eða sykuróþoli. Hjartaverndarrannsóknin Inga S. Þráinsdóttir1, Thor Aspelund2, Gunnar Sigurðsson2-3, Guðmundur Þorgeirs- son2-3, Vilmundur Guðnason2, Þórður Harðarson3, Klas Malmberg1, Lars Rydén1 'Karolínska sjúkrahúsið, 2Hjartavernd, 3Landspítali Inga. Thrainsdottir@ks.se Inngangur: Sykursýki (DM) eykur áhættu á hjarta- og æðasjúk- dómum. Galli við margar fyrri rannsóknir á hjartabilun og hækkun á blóðsykri eru að þær eru lyfjarannsóknir eða gerðar á völdu þýði. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta algengi og sam- band hjartabilunar og hækkunar á blóðsykri í almennu þýði. Áhættuþættir og dánartíðni eru metin á tímabilinu 1967-2001. Efniviöur og aðferðir: Hjartavemdarrannsóknin er rannsókn á almennu þýði 19.381 íbúa á Reykjavíkursvæðinu, gerð 1967-1997 og náði til karla og kvenna, 33-84 ára. Sykurþolspróf voru gerð og röntgenmyndir teknar af hjarta- og lungum auk annarra rann- sókna og einnig var lagður fyrir þátttakendur spurningalisti. Skil- greiningar á DM/sykuróþoli(IGT) voru samkvæmt skilmerkjum WHO og hjartabilun samkvæmt ráðleggingum Sambands evrópskra hjartalækna. Niðurstöður: Algengi sykursýki og hjartabilunar var 0,4% hjá báðum kynjum, sykuróþol og hjartabilun var greint í 0,9% karla og 0,6% kvenna. Algengi hjartabilunar og DM/IGT jókst með aldri. Þyngdarstuðull var hærri, háþrýstingur og blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta (IHD) var algengari í þátttakendum með hjartabilun með/án DM/IGT (p<0,0001) borið saman við þátttakendur án þessara sjúkdóma. Tengsl DM og hjartabilunar voru sterk, OR: 2,7 (2,1- 3,6) eftir leiðréttingu fyrir aldri og kyni. Hjartabilun og DM/IGT voru tengd hækkaðri dánartíðni úr hjarta- og æðasjúkdómum (p<0,0001). Áhættuhlutfall varðandi heildardánartíðni var mark- tækt hækkað meðal þátttakenda með bæði hjartabilun og DM (HR: 1,9 (1,5-2,6)), hjartabilun og IGT (1,6 (1,3-2,0)) en einnig meðal þeirra sem eingöngu höfðu DM, IGT eða hjartabilun, leiðrétt fyrir IHD, aldri, kyni, háþrýstingi og þyngdarstuðli. Ályktanir: Algengi hjartabilunar og DM/IGT hækkar með aldri. Tilvist þessara sjúkdóma samtímis virðist tengd hækkandi dánar- tíðni, jafnvel eftir að leiðrétt er fyrir helstu áhættuþáttum hjarta- sjúkdóma og fyrir blóðþurrðarsjúkdómi í hjarta. Þessar niðurstöður styðja því kenningar um tilvist sérstaks hjartavöðvasjúkdóms sem tengist sykursýki (diabetic cardiomyopathy) sem einn og sér veldur verri horfum einstaklinga með þessa sjúkdóma. ÁGRIP VEGGSPJALDA V 01 Tengsl mannósa bindilektíns við áhættu á kransæða- stíflu Sædís Sævarsdóttir', Óskar Öm Óskarsson', Thor Aspelund2, Þóra Víkingsdóttir', Guðný Eiriksdóttir2, Vilmundur Guðnason2, Helgi Valdimarsson1 ‘Ónæmisfræðideild LSH, 2Hjartavemd saedis@landspitali. is Inngangur: Mannósa bindilektín (MBL) er sermisprótein sem getur hjálpað við hreinsun bólguvaldandi agna úr lfkamanum. Lágur styrkur MBL er algengur, erfðafræðilega vel skilgreindur og virðist geta stuðlað að sýkingum, langvinnum bólgusjúkdómum og æða- kölkun. Þar sem bólguvirkni er talin auka áhættu á kransæðasjúk- dómi spurðum við hvort MBL gæti verndað gegn kransæðastíflu, sjálfstætt eða innan einstakra áhættuhópa. Efniviður og aðferðir: Tveir tilfella-viðmiða hópar, annars vegar þversniðshópur eldri einstaklinga (504 með sögu um kransæðastíflu og 530 viðmið) og hins vegar framvirkur hópur (867 sem síðar fengu kransæðastíflu og 442 viðmið), voru valdir af handahófi úr hópi 20.955 þátttakenda í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, þýði sem fylgt hefur verið eftir frá árinu 1967. MBL styrkur þeirra var mældur í sýnum sem tekin voru við inngöngu í rannsóknina og athugaður bæði sem samfelld og tvíþátta breyta með og án fjölþátta aðhvarfsgreiningar, þar sem MBL styrk var skipt við gildið 1000 pg/L sem svarar til miðgildis íslensks þýðis. Niðurstöður: Hátt MBL (yfir 1000 pg/L) tengdist lægri tíðni kransæðastíflu í þversniðshópnum (OR 0.64 [0,50-0,82]) og áhættu- minnkunin var mest hjá sykursjúkum (OR 0,40 [0,18-0,89]). Hátt MBL dró hins vegar ekki úr líkum á kransæðastíflu í framvirka hópnum sem heild, en áhættan á kransæðastíflu var verulega minnkuð hjá einstaklingum með sykursýki (OR 0,15 [0,027-0,78]), kólesterólhækkun (OR 0,26 [0,10-0,64]) eða sökkhækkun (0,27 [0,11-0,70]) sem höfðu hátt MBL. Samanburður á dreifingu MBL styrks gaf svipaðar niðurstöður. Ályktanir: MBL virðist vernda sjúklinga með sykursýki gegn kransæðastíflu og þetta gæti einnig átt við um þá sem hafa hækkað kólesteról eða sökk. Mæling á MBL gæti hugsanlega hjálpað við að meta þörf á fyrirbyggjandi meðferð. V 02 Afdrif heilablóðfallssjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið 1996 Hilmar Kjartansson, Guörún Karlsdóttir, Einar Már Valdimarsson, Finnbogi Jakobsson, Felix Valsson Landspítali hilmarkj@landspitali.is Inngangur: Langtímaafdrif sjúklinga með skammvinna heilablóð- þurrð eða heilablóðfall hvað varðar dánartíðni, endurtekin heila- áföll og fötlun hafa verið kannaðar í erlendum rannsóknum. Afdrif þessa hóps eru ekki þekkt hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra einstaklinga sem fengu greininguna heilablóðfall eða skammvinn heilablóðþurrð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árinu 1996. Til að afla upplýsinga um afdrif var hringt í alla þá sem enn eru á lífi, en fyrir látna einstaklinga var upplýsinga aflað með samkeyrslu kennitalna við Dánarmeinaskrá Hagstofunnar og einnig voru fengnar upplýsingar úr sjúkraskrám. 24 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.