Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 21
ÁGRIP ERINDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA í maga en minna er vitað um áhrif þeirra á mjógirni. Ný tækni gerir nú mögulegt að skoða hvað NSAID lyf gera í mjógirni. Lítið mynd- hylki sem sjúklingar kyngja berst með þarmahreyfingum eftir mjó- girninu og sendir þráðlaust myndir í móttökubúnað sem festur er á kvið viðkomandi. Hlgangur: Að kanna áhrif diclofenac á mjógirnið metið myndrænt með holsjárhylki og með mælingum á kalprotectini í hægðum. Efniviður og aðferðir: Tuttugu heilbrigðir sjálfboðaliðar 21-61 árs tóku diclofenac 75 mg x 2 á dag í 14 daga. Skoðun með holsjárhylki var gerð fyrir og eftir lyfjatöku og einnig mæling á kalprotectini í hægðum en það er góður mælikvarði á slímhúðaráverka. Til að hindra áverka á maga var gefið losec 20 mg x 2 á dag en það hefur engin verndandi áhrif á mjógirni. Niðurstöður: Allir sjálfboðaliðar höfðu eðlilegt smágirni fyrir lyfja- töku. Eftir lyfjatöku komu fram áverkar eins og sýnt er í töflu. Hjá þeim sem höfðu áverka var fjöldi þeirra á bilinu tveir til 30. Tegund áverkanna var frá litlu rofi eða punktblæðingu í slímhúð í stór sár með blæðingu. Averkarnir dreifðust jafnt um allt mjógirnið en einn sjálfboðaliði hafði stórt sár efst í ristli og annar var með frítt blóð í ristli (ekki talið í töflu). Sex sjálfboðaliðar höfðu enga áverka eftir diclofenac. Tafla I. Fjöldi sjálfboöaliða meö áverka í mjógirni. Punkt- Rof á Rof meö Frítt blæðingar slímhúö blæöingu blóö Fyrir diclofenac 0 0 0 0 Eftir diclofenac 9 10 2 2 Meðalgildi kalprotectin (normalgildi<60) fyrir lyfjagjöf var 29 mg/L (±28) en 148 mg/L (±108) eftir lyfjagjöf (p< 0,001). Tólf sjálfboða- liðar höfðu óþægindi í efri hluta meltingarvegar meðan á lyfjagjöf stóð. Alyktanir: Rannsóknin sýnir að gigtarlyfið diclofenac veldur slím- húðaráverkum í mjógirni eins og lýst hefur verið í maga. Óþægindi í kviðarholi sem er vel þekktur fylgikvilli NSAID lyfja getur fullt eins orsakast af mjógirnisáverka. I þessari rannsókn voru fylgikvillar í maga hindraður með losec. E 16 Faraldsfræði nýrnasteina á íslandi Ólafur Skúli Indriöason', Sigurjón Birgisson2, Helgi Sigvaldason’, Nikulás Sigfússon3, Runólfur Pálsson1-2 ’Nýrnalækningadeild LSH, 2Læknadeild HÍ, 3Hjartavernd osi@tv.is Inngangur: Tíðni nýmasteina er breytileg eftir landsvæðum, kyni og kynþætti. Á Vesturlöndum er hún víðast á bilinu 8-19% meðal karla og 3-5% meðal kvenna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði nýrnasteina á Islandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á gögnum úr Hóprann- sókn Hjartaverndar sem fór fram milli 1967 og 1991. Allir þálttak- endur svöruðu ítarlegum spurningalista um heilsufar við hverja heimsókn. Við reiknuðum aldursstaðlað algengi nýrnasteina út frá svari við spurningunni „Hafið þér einhvern tíma leitað læknis vegna nýrnasteina?" í fyrstu heimsókn hvers einstaklings. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað út frá svari þátttakenda sem boðaðir voru oftar en einu sinni til rannsóknarinnar. Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 9039 karlar á aldrinum 33 til 80 ára og 9619 konur á aldrinum 33 til 81 árs. Eitt hundrað karlar og 154 konur sem svöruðu spurningunni með „veit ekki“ voru útilokuð. Sögu um nýrnastein höfðu 423 karlar og 307 konur höfðu (P=0,001). Algengi jókst marktækt með aldri hjá báðum kynjum, sérstaklega hjá körlum. Karlar á aldrinum 30-40 ára höfðu heildaralgengi 2,4% miðað við 7,8% hjá körlum yfir 65 ára aldri. Samsvarandi tölur meðal kvenna voru 2,4% og 4,1% fyrir þessa aldursflokka. Aldursstaðlað algengi fyrir aldursbilið 30-79 ára var 4,3% fyrir karla og 3,0% fyrir konur. Meðal þeirra sem komu endurtekið til skoðunar voru 187 karlar og 55 konur sem fengu nýrnastein. Nýgengi var 562/100.000/ár meðal karla og óx marktækt með hækkandi aldri en 197/100.000/ár meðal kvenna og breyttist ekki með aldri. Af einstaklingum sem fengið höfðu nýrnastein voru 25% með jákvæða ættarsögu um nýrnastein en einungis 4% hinna sem ekki höfðu sögu um nýrnastein. Alyktanir: Algengi nýrnasteina meðal íslenskra kvenna er svipað og sést meðal grannþjóða. Meðal karla er það ívið lægra en víðast annars staðar, sérstaklega meðal ungra karla. Sterk fjölskyldusaga bendir til að orsaka sé að leita í arfgengum þáttum. E 17 Langtímameðferð bakflæðiseinkenna með esómeprazól. Samanburður á árangri og kostnaði við tvær mismunandi aðferðir Kjartan B. Örvar1, Stefán Björnsson2, Ásgeir Böðvarsson3, Davíð Ingason4 'St. Jósefsspítali Hafnarfirði, 2Heilsugæslustöðin Smárahvammi Kópavogi, 3Heilbrigðisstofnun Norður Þingeyinga, 4AstraZeneca íslandi alma@stjo.is Inngangur: Vélindabakflæði er algengur langvinnur sjúkdómur með vélindabólgu hjá helmingi sjúklinga. Þessum sjúkdómi fylgir lífsgæðaskerðing óháð því hvort vélindabólga finnst við speglun. Áhersla í meðferð beinist nú meira að stjórn á einkennum fremur en að uppræta bólgu í vélinda. Prótonpumpuhemjarar eru áhrifarík lyfjameðferð. Stöðug dagleg meðferð hefur verið nauðsynleg en með tilkomu hraðvirkari lyfja eins og esómeprazól hefur opnast möguleiki á meðferð eftir þörf sem sjúklingur stjórnar. Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman tvær mismunandi viðhalds- meðferðir við vélindabakflæði með tilliti til virkni og kostnaðar, annars vegar var esómeprazól gefið daglega og hins vegar eftir þörf. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn með slembivali og opin með samhliða hópum. Sjúklingar þurftu að hafa haft bijóst- sviða í þrjá daga síðustu sjö daga fyrir inntöku. Fyrstu fjórar vikurn- ar tóku allir 40 mg af esómeprazóli og ef þeir voru án brjóstsviða síðustu sjö daga fýrir slembival héldu þeir áfram í langtímameðferð og fengu esómeprazól annars vegar 20 mg daglega eða 20 mg eftir þörf. Sjúklingar mátu virkni meðferðar sjálfir. Fylgst var með öllum kostnaði við meðferðina. Niðurstöður: Eitt hundrað og fjörutíu sjúklingar voru teknir í rann- sóknina. Upphafsmeðferð svöruðu 129 (94%) og fóru í slembival fyrir langtímameðferð. í báðum hópum luku 97% sjúklinga þeirri sex mánaða meðferð sem valin var fyrir þá. 98% í báðum hópum voru ánægð með þá meðferð sem þeir fengu. Hópurinn sem tók lyfin eftir þörf notaði 0,62 töflur á dag að meðaltali borið saman við 0,95 töflur. Beinn læknisfræðilegur kostnaður á meðferð eftir þörf var 19.080 kr. á móti 29.705 kr. við stöðuga notkun (p<0,001) Enginn munur var á beinum og óbeinum ekki læknisfræðilegum kostnaði. Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.