Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 41
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Efniviður og aðferðir: í ársbyrjun 2004 var sendur spurningalisti til 150 unglækna sem voru á lista Félags ungra lækna og 84 læknanema á fimmta og sjötta ári í læknisfræði. Spurt var annars vegar um kyn og stöðu (læknanemi, kandídat eða deildarlæknir) og hins vegar um afstöðu til framhaldsnáms á íslandi, áhuga á að taka þátt í því, hve lengi og í hvaða sérgrein viðkomandi stefndi. Einnig voru svar- endur beðnir um að raða eftir mikilvægi þáttum sem líklegt væri að hefðu áhrif á ákvarðanatöku þeirra. Niðurstöður og ályktun: Þar sem svör eru enn að berast er úrvinnslu ólokið og verða niðurstöður kynntar á XVI. þingi Félags íslenskra lyflækna í júm 2004. V 52 Þættir sem hafa áhrif á lækna við vai og notkun á COX-2 hemlum samanborið við hin hefðbundnu bólgueyðandi gigtarlyf (NSAIDs) Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir', Moira Kinnear2 'Þjónustudeild lyQasviðs LSH, 2University of Strathclyde, Skotlandi annaig@landspitali. is Inngangur: NSAIDs lyfin eru meðal mest notuðu lyfja í heimi. I Skotlandi er fjöldi NSAID ávísana á ári 2,3 milljónir. Um 20% af ávísununum en 50% af kostnaðinum er vegna COX-2 hemla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að ákvarða þá þætti sem hafa áhrif á lækna við val og notkun á COX-2 hemlum samanborið við hin hefðbundnu NSAIDs lyf ásamt því að magngreina áhrif mest áberandi klínísku þáttanna og kanna tilhneigingu lækna til ávísunar magalyfja með þessum lyfjum. Efniviður og aðferðir: Tveir spurningalistar voru notaðir. Sá fyrri innihélt þætti sem talið er að hafi áhrif á val milli annars vegar COX-2 hemla og hins vegar hinna hefðbundnu NSAIDs lyfja. Nið- urstöður úr þeim spurningalista voru svo notaðar við gerð sjúkra- tilfellaspurningalista, til að magngreina (með conjoint analysis) áhrif klínískra þátta. Báðir spurningalistarnir voru sendir til allra 579 heimilslækna á stórsvæði Edinborgar. Helstu niðurstöður: Svarhlutfall úr fyrri spurningalistanum var 40%. Þeir þættir sem höfðu mest áhrif voru ávísanaleiðbeiningar frá yfirvöldum, saga um maga- og skeifugarnarsár, saga um auka- verkanir í meltingarfærum af völdum NSAIDs og hár aldur sjúk- lings. Svarhlutfall úr sjúkratilfellaspurningalistanum var 18%. Saga um maga- og skeifugamarsár olli 15% aukningu á ósk um að ávísa COX-2 hemli sem og saga um meltingarónot af völdum hefðbund- ins NSAID. Aukinn aldur sjúklings, eða 70 ár, olli 10% aukningu á ósk um að ávísa COX-2 og samtímis notkun aspiríns 3% aukn- ingu. Eins og við var að búast þá var meðaltal þeirra lækna sem kusu að ávísa magalyfi með hinum hefðbundnu NSAIDs mun hærra, eða 64%, en þeirra sem kusu að gera svo með COX-2 heml- um, eða 22%. Ályktanir: Ávísanaleiðbeiningar frá yfirvöldum hafa mikil áhrif á val og notkun þessara lyfja sem undirstrikar mikilvægi á gerð klínískra leiðbeininga. Meltingarónot tengd hinum hefðbundnu NSAIDs lyfjum voru álitin hafa jafn mikil áhrif og saga um maga- og skeifugarnarsár við þá ósk að ávísa COX-2 hemli. V 53 Afturvirk rannsókn á heilsufarsbreytum heimilismanna á Droplaugarstöðum árin 1983-2002 Ársæll Jónsson, Ingibjörg Bernhöft, Karin Bernhardsson, Pálmi V. Jónsson Öldrunarsvið LSH arsaellj@landspitali. is Inngangur: Á síðustu árum hafa miklar breytingar átt sér stað á sjúkrastofnunum fyrir aldraða í Reykjavík. Hér er lýst afturvirkri könnun á heilsufarsbreytum heimilismanna á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Efniviður og aðferöir: Kannaðar voru sjúkraskrár allra vistmanna sem látist höfðu á árunum 1983-2002. Þessum 20 árum var skipt niður í fimm fjögurra ára tímabil. Skráð var aldur, kyn, hvaðan fólkið kom og stig á Vistunarmati aldraðra. Metin var hreyfifærni og skilvitund með fjögurra stiga kvarða, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar við komu. Skráðar voru algengustu heilsufarsbreytur á dvalartíma, bylt- ur og brot, vitjanir lækna og samráðskvaðningar. Stigun meðferðar, dánarstaður og dánarmein, meðalaldur og lifun voru skráð. Niðurstöður: Könnunin náði til 382 heimilismanna, 276 kvenna og 106 karla. Fyrstu fjögur árin komu flestir heimilismanna úr heima- húsum en á síðasta tímabilinu komu um 60% beint frá sjúkrahús- um. Fyrstu árin var dánartíðni lægri og flest andlátin áttu sér stað á bráðasjúkrahúsi. Þetta hlutfall snerist fljótt við, dánartíðnin óx og á síðasta fjórðungi urðu aðeins 2% andlátanna utan heimilisins. Hreyfihömlun og heilabilun við komu fóru vaxandi með árunum. Algengustu sjúkdómsgreiningar við komu voru heilabilun (56%), kransæðasjúkdómar (46%), beinbrot (35%) og heilaáföll (27%). Parkinsonssjúkdómur og fullorðinssykursýki komu mun sjaldnar fyrir eða í um 6% tilvika. Heildarstigun á Vistunarmati aldraðra (eftir 1991) var um 55 stig, fjöldi lyfja við komu þrjú til sjö og þar af tæpur þriðjungur geð- og róandi lyf. Algengustu heilsufarsáföll á dvalartíma voru sýkingar í þvagfærum og lungum, kviðverkir, hjarta- bilun, hjarta- og heilaáföll og lungnateppa. Mjaðmabrot urðu 45 og önnur beinbrot 47. Skráðar vitjanir lækna fóru vaxandi með árun- um. Líknarmeðferð var algengasta meðferðarstig heimilismanna. Algengasta skráða dánarmeinið var lungnabólga. Meðalaldur við komu var að jafnaði um 86 ár og dvalartími (lifun) styttist með árunum og var 2,7 ár síðasta tímabilið. Ályktanir: Þessi afturvirka rannsókn sýnir vaxandi hrumleika aldraðs fólks sem vistast á hjúkrunarheimili undanfarin 20 ár. Með árunum koma heimilismenn oftast beint frá legudeild á sjúkra- húsi. Flestir látast á heimilinu eftir fyrirfram skráðu líknarferli. Niðurstöður benda til aukinnar skilvirkni í öldrunarmati og heild- rænni umönnunar á hjúkrunarheimilinu. Þessi þróun samræmist þeirri hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda að aldraðir búi sem lengst á eigin heimilum en hafi aðgang að hjúkrunarrýmum. V 54 Hefðbundin skráning lækna og hjúkrunarfræðinga á bráðadeild, á einkennum tengdum vitrænni getu, borin saman við MDS AC matstækið Ólafur Samúelsson. Sigrún Bjartmarz, Anna Bima Jensdóttir, Pálmi V. Jónsson Öldrunardeild LSH og Rannsóknarstofa HÍ í öldrunarfræðum olafs@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt gildi heildræns öldrunarmats. MDS (minimal data set) er tæki til slíks mals sem notað hefur verið á hjúkr- unarheimilum til að gera þjónustu skilvirkari. Aldraðir eru vaxandi hluti þeirra sem þurfa bráðaþjónustu. Fjölvandi er oftar en ekki ástæða Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 41

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.