Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 28
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 12 Rafleysa og krampi Hjalti Már Björnsson, Guðmundur M. Jóhannesson, Gestur Þorgeirsson Lyflækningasvið LSH hmb@centrum. is Sextíu og sex ára kona með 15 ára sögu um háþrýsting, beinþynningu og í meðferð vegna AML á síðasta ári. Hafði hún lokið síðasta kúr um tveimur vikum fyrir innlögn og talin í remission. Sjúklingur hafði sögu til margra ára um yfirliðaköst. Var sjúkling- ur rannsakaður vegna þessa árið 2003 með TS af höfði og hjarta- ómun sem voru eðlileg og Holter sólarhringsriti sem leiddi í Ijós einstaka atrial- og ventricular aukaslög. A komudegi hafði sjúklingur fundið fyrir slappleika og fengið fjarrænuköst heima. Skömmu eftir komu á bráðamóttöku fær sjúk- lingur alflog sem stöðvast eftir gjöf díazepam 5 mg í æð. Nokkrum klukkustundum síðar fær sjúklingur aftur alflog, en þá tengd í hjarta- rafsjá. Stöðvast sá krampi án lyfjagjafar. Reynist sjúklingur hafa misst meðvitund og fengið krampa í kjölfar 40 sekúndna rafleysu. Hjartalínurit sýndi eðlilegan sínustakt og PR-bil var 149 msek. Tölvusneiðmynd af höfði var eðlileg. Eftir lyfjameðferð vegna hvítblæðis var ijöldi hvítra blóðkoma sjúk- lings við komu verulega lækkaður, eða 0,2 xl0E9/L og búist var við því að fjöldi þeirra félli enn frekar. Því var ákveðið að leggja inn tvíhólfa gangráð samdægurs. Um tveimur mánuðum síðar fær sjúklingur síðan aftur alflog þrátt fyrir að gangráður hafi starfað sem skyldi. Síðan þá hefur sjúklingur verið meðhöndlaður með flogaveikilyfjum. Hér er lýst tilfelli þar sem rafleysa vegna sjúks sínusheilkennis virtist hafa framkallað alflog hjá flogaveikum einstaklingi. Er hér um að ræða gott dæmi um hve vandasöm greining á yfirliðaköstum og orsökum floga getur verið. V 13 Vefjameinafræði vöðvasýna frá sjúklingum með vélindalokakrampa Si}>urbjörn Birgisson', Jón Gunnlaugur Jónasson2, Margrét Oddsdóttir3 ‘Lyflækningadeild og 3handlækningadeild LSH, 2Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafræöi sigurbjb@landspiuili.is Inngangur: Vélindalokakrampi (esophageal achalasia) er fátíður hreyfisjúkdómur í vélinda af óþekktri orsök. Sjúkdómurinn stafar af taugaskemmdum í taugaflækju vélindavöðva (myenteric plexus). Einkenni hans eru einkum kyngingarerfiðleikar. Þrýstingsmæling í vélinda sýnir ófullkomna slökun á neðri lokuhringvöðva vélinda og samdráttartruflun í vélindabol. Takmarkaðar upplýsingar eru til varðandi vefjameinafræði sjúkdómsins, en sýnataka er ekki mögu- leg nema í skurðaðgerð eða við krufningu. Meðferð við vélinda- lokakrampa er meðal annars vélindavöðvaskurður. Með því að taka sýni úr meginvöðvalagi vélindans í holsjárskurðaðgerð er mögulegt að kanna vefjameinafræði sjúkdómsins. Efniviður og aöferðir: Vefjameinafræði níu sjúklinga með vélinda- lokakrampa sem gengust undir holsjárskurðaðgerð með vélinda- vöðvaskurði á fimm ára tímabili (1998-2002) var könnuð. Vöðvasýni af fullri þykkt voru tekin frá meginvöðvalagi vélinda í aðgerð, sett í formalín, lituð með H&E lit og skoðuð með tilliti til eftirfarandi atriða: fjölda taugafrumuhnoða (ganglion cells), merki um bólgu í taugafrumuhnoðum (ganglionitis), taugabólgu (neuritis) og örvefs- myndun. Niðurstöður vefjameinafræði voru skoðuð í tengslum við klínískar upplýsingar. Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 37,6 ár (bil 13,2-62,2), sex konur. Meðaltímalengd einkenna var eitt ár (bil 0,25-2,5). Meðalþrýstingur í neðri lokuhringvöðva vélinda var 46 mmHg (bil 20-75) og meðalsamdráttarkraftur vélindabols var 21,5 mmHg (bil 0-80,4). Taugafrumuhnoð voru fækkuð hjá fimm sjúklingum en engin sáust hjá fjórum. Bólga í taugafrumuhnoðum sást hjá tveimur og taugabólga og örvefsmyndun hjá einum. Alyktanir: I vöðvasýnum sjúklinga með vélindalokakrampa sést skemmd í taugaflækju vélindavöðva í tengslum við bólgufrumusvör- un, ásamt fækkun eða eyðingu taugafrumuhnoða. Taugaskemmdin leiðir til truflunar á taugastjórnun vélindahreyfinga. Sýnataka sem hér er lýst gæti gagnast til frekari rannsókna á tilurð vélindaloka- krampa. V 14 Faraldsfræði sjúklinga með vélindalokakrampa á íslandi 1952-2002 Sigurbjörn Birgisson Lyflækningasviö LSH sigurbjb @landspitali. is Inngangur: Vélindalokakrampi (esophageal achalasia) er fátíður hreyfisjúkdómur í vélinda af óþekktri orsök. Einkenni hans eru einkum kyngingarerfiðleikar. Greining byggist á einkennasögu ásamt þrýstingsmælingu og/eða röntgenmyndatöku af vélinda. Engar faralds- eða lýðfræðilegar upplýsingar eru til um sjúkdóminn hérlendis og litlar upplýsingar um faraldsfræði hans hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Leitað var að öllum sjúklingum á Islandi með greininguna vélindalokakrampi, samkvæmt ICD kóðum 530.0 og K22.0 á árunum 1952-2002. Sjúkraskrár þeirra skoðaðar og greiningin staðfest með fyrirfram ákveðnum skilmerkjum. Lýðfræðilegum upplýsingum var safnað og nýgengi og algengi sjúk- dómsins reiknað út. Niðurstöður: Sextíu og tveir sjúklingar greindust með vélinda- lokakrampa en 89 voru útilokaðir vegna rangrar ICD kóðunar. Þijátíu og þrír karlar og 29 konur, meðalaldur 45,2 ár (bil 13,2-85,4). Miðgildistími einkenna var tvö ár (bil 0,7 mánuður til 30 ár). Allir höfðu kyngingarerfiðleika og 38% höfðu þyngdartap. Víkkun á vélinda var gerð hjá 63% og 66% fóru í skurðaðgerð. Meðalnýgengi sjúkdómsins var 0,54 tilfelli/lOYári á 51 árs tímabili. Nýgengið var sveiflukennt milli ára en svipað á fyrsta og lokaáratug rannsóknar- innar. Meðalalgengi var 9,92 tilfelli/105 og eru 39 sjúklinganna á lífi. Alyktanir: Aldur, kynjasamsetning og einkennasaga íslenskra sjúk- linga er álík því sem lýst er hjá öðrum þjóðum. Nýgengi sjúkdóms- ins er svipað og í rannsóknum frá Bandaríkjunum og Bretlandi og hefur lítið breyst. Rannsóknin bendir til að ICD skráning sé ófull- komin hérlendis. V 15 Sjúkdómsgangur sjúklinga sem greindust með smásæja ristilbólgu á íslandi 1995-1999 Olafur Árni Sveinsson1, Kjartan B. Örvar1, Sigurbjörn Birgisson2, Ólafur Gunnlaugsson2, Sigurður Björnsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Nick Cariglia4. 'St. Jósefsspítali Hafnarfirði, 2lyflækningadeild LSH, 'Rannsóknastofa Háskóla Islands í meinafræði, 4Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri olafursv@lwtmail.com Inngangur: Smásæ ristilbólga (microscopic colitis) er samnefni 28 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.