Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 30
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA hafa einungis langvinna bólgu, (p=0,02) og einnig þeir sem hafa langvinna bólgu borið saman við þá sem hafa virka bólgu (p=0,003). Ekki var marktækur munur á gastríngildum milli H. pylori jákvæðra og neikvæðra. Það er marktækt hærra gastríngildi hjá þeim sem eru með mótefni fyrir parietal frumum (p=0,0003). Ekki er munur á gastríngildum hjá þeim sem eru með eða án skjaldkirtilsmótefna- vaka (p=0,8). Alyktanir: Sterkar líkur eru á því að H. pylori eigi einhvern þátt í myndun á magabolsbólgu og tengdum fylgikvillum í stórum hluta sjúklinga okkar. Hugsanlegt er að gastríngildi segi til um vefjafræði- lega stigun magabolsbólgu. V 19 Hönnun á meðferðarferli og tilvísunarkerfi í apóteki fyrir sjúklinga með meltingarónot Halldóra Æsa Aradóttir1, Moira Kinnear2 'Þjónustudeild lyfjasviðs LSH, 2University of Strathclyde, Skotlandi annaig@landspitali. is Inngangur: Meltingarónot (dyspepsia) eru algeng og hrjá allt að 40% fullorðinna á ári hverju. Um helmingur þeirra tekur lyf til að minnka einkennin (bæði lausasölulyf og lyfseðilsskyld lyf) en hins vegar fer einungis fjórðungur af þolendum til heimilislæknis á ári. Til eru heimildir fyrir því að ráðleggingar lyfjafræðinga við sölu á lausasölulyfjum auki heilsutengd lífsgæði og séu að auki vel metnar af sjúklingum. í Skotlandi hafa komið út gagnrýndar leiðbeiningar um meðhöndlun á meltingarónotum og einnig hefur verið gefin út áætlun um lyfjafræðilega umsjá sem byggir á góðu samstarfi milli lækna og lyfjafræðinga. Af þessum ástæðum var ákveðið hanna eyðublöð fyrir lyfjafræðinga í apótekum til að nota við meðhöndlun meltingarónota. Efniviður og aðferðir: Hannað var meðferðarferli sem samanstóð af flæðiriti og matsformi fyrir lyfjafræðinga til notkunar í apóteki fyrir sjúklinga með meltingarónot. Gert var ráð fyrir að lyfjafræð- ingurinn myndi ávísa histamínviðtækjablokkum, sýrupumpuhemj- urum og sýklalyfjameðferð ef þörf væri á, ásamt því að framkvæma blásturspróf (urea breath test) til að athuga hvort viðkomandi væri með H. pylori sýkingu. Einnig var hannað eyðublað til að nota ann- ars vegar sem tilkynningu til lækna um meðferðarlok og hins vegar sem tilvísun ef meðferðin í apótekinu tókst ekki. Viðhorf og hugs- anlegar takmarkanir voru könnuð meðal lyfjafræðinga og heimilis- lækna með rýnihópaumræðum og viðtölum. Helstu niðurstöður: Meðferðarferlinu og tilvísunarkerfinu var breytt samkvæmt athugasemdum frá þátttakendum. Allir þátttak- endurnir voru sammála því að lyfj afræðingar gætu ávísað áðurnefnd- um lyfjum og prófað fyrir H. pylori sýkingu. Þeir annmarkar sem þátttakendurnir fundu á hugmyndinni voru meðal annars að lyfja- fræðingar mega ekki ávísa lyfjum og þeir hafa takmarkaðan aðgang að gögnum sjúklings, einkenni sjúkdómsins oft óljós, skortur er á næði til að ræða við sjúklinga og sjúklingar eru ekki skráðir í apó- tek. Alyktanir: Þeir lyfjafræðingar og læknar sem tóku þátt í rannsókn- inni sýndu jákvæð viðhorf gagnvart meðhöndlun á meltingarónot- um í apótekum. Þátttakendur minntust á hugsanlegar takmarkanir sem vinna þarf bug á áður en líkan sem þetta verður sett af stað í apótekum. V 20 Ristilþrengsli af völdum bólgueyðandi lyfja Hjörtur Fr. Hjarturson'. Nick Cariglia', Jóhannes Björnsson2 'Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði hjortur@fsa.is Sjúklingur er 68 ára gamall karlmaður með slitgigt sem innlagður var á bæklunardeild FSA til gerviliðsaðgerðar á mjöðm. Fyrir aðgerðina fannst járnskortsblóðleysi. Aðgerð var frestað á meðan skýringa blóðleysis var leitað. Frekari rannsóknir leiddu í ljós sára- myndanir í ristli með himnulíkum þrengingum. Vöru hlutar ristilsins og dausgarnar fjarlægðir með skurðaðgerð. Meinafræðirannsókn leiddi í ljós ristilþrengsli af því tagi sem lýst hefur verið eftir töku bólgueyðandi lyfja (NSAIDs). Sjúklingur hafði tekið díklófenak í um það bil eitt og hálft ár fyrir komu vegna verkja frá mjöðmum. Áður hefur verið lýst um það bil 30 tilfellum sárasjúkdóms í ristli með hringlaga þrengingum af völdum bólgueyðandi lyfja. í ljósi þess að notkun bólgueyðandi lyfja sem ná hámarksþéttni í sermi á löngum tíma eða frásogast í fjarhlutum meltingarvegs, eykst má búast við að tilfellum sem þessum fjölgi á næstu árum. V 21 Arfgerð Helicobacter pylori hjá íslendingum Hallgrímur Guðjónsson', Leen-Jan van Doom2, Bjami Þjóðleifsson' 'Lyflækningasvið 1 LSH, 2Delft Diagnostic Laboratory, Delft, Hollandi bjarnit@landspitali. is Inngangur: Samband H. pylori við sjúkdóma í maga og skeifugöm er vel þekkt (magasár, skeifugamarsár og magakrabbamein) en mein- gerð er ekki að fullu skihn. Einungis um 15% þeirra sem sýkjast fá sjúkdóm en um 85% em með einkennalausa væga slímhúðarbólgu í maga. Margir þættir valda þessum breytileika meðal annars arfgerðir H. pylori og mismunandi ónæmissvar þeiiTa sem sýkjast. Þrjár arfgerð- ir H. pylori hafa sterka fylgni við sjúkdóma, Cag-A, VacA-sl og iceAl. Algengi arfgerðanna er mismunandi milli þjóða og það er einnig að breytast vegna upprætingar á þeim stofnum sem valda sjúkdómum. Tilgangur: Að kanna algengi Cag-A, VacA-sl og iceAl í íslenskum H. pylori stofnum. Efniviður og aðferðir: H. pylori ræktum var gerð hjá 42 óvöldum sjúklingum sem fóru í magaspeglun á tímabilinu nóvember 1997 til mars 1998. Tilgangur ræktunar var að kanna lyfjanæmi H. pylori hjá íslendingum. Stofnarnir voru geymdir og síðan arfgreindir með PCR aðferð og raðgreiningu. Til viðbótar við ofannefnd þekkt meingen voru einnig mældir undirflokkar af VacA arfgerðinni og iceA2. Niðurstöður: Arfgeró Fjöldi % Cag-A 16 38 iceAl 17 40 iceA2 25 60 VacA-sla ml 6 14 VacA sla m2a 35 83 VacA s2 m2a 1 2 Ályktanir: Algengi meingenastofna /7. pylori á íslandi er fremur lágt en svipar til algengis í Norður-Evrópu. Algengi Cag-A stofna í þessari rannsókn er hærra en algengi mælt með mótefnum í sermi sem kynnt er í öðru erindi. 30 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.