Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 33
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA höndlaðar með insúh'ni árið 2002 en 27% árið 2003. Nýburamir vógu að meðaltali 3523 gr árið 2002 og 3703 gr árið 2003. Flest voru sykur- þolin gerð vegna þyngdar móður eða ættarsögu um sykursýki. Alyktanir: Aukning á jákvæðum sykurþolprófum hefur orðið gríð- arleg á stuttum tíma. Ekki er hægt að segja til um hver aukningin er á gerðum sykurþolprófum þar sem mörg þeirra fara fram utan LSH. Rannsóknin er enn í gangi hvað varðar útkomu fæðinga og auk þess bjóða gögnin upp á möguleika á að meta nýgengi sykur- sýki af tegund 2 hjá þessum hópi síðar. V 28 Congenital Adrenal Hyperplasia. Nýgengi, algengi og faraldsfræði erfðaþátta á íslandi í 35 ár, 1967-2002 Einar Þór Hafberg1, Siguröur Þ. Guðmundsson3, Árni Valdimar Þórsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins og 3lyflækningadeild LSH arniv@landspitali. is Inngangur: Congenital adrenal hyperplasia (CAH) er sjúkdómur orsakaður af galla í tjáningu ensíma sem taka þátt í myndun bark- stera. Af sjúkdómstilfellum má skýra í meira en 90% tilfella með galla í geninu sem tjáir 21 hydroxylasa. CAH erfist víkjandi og hefur ýmsar birtingarmyndir allt frá því að geta valdið dauða á fyrstu dögum lífs barns í það að greinast sem aukinn líkamshár- vöxtur hjá konum. Nýgengi sjúkdómsins í flestum löndum Evrópu er 1:10.000-1:15.000 af lifandi fæðingum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna algengi/útbreiðslu sjúkdómsins á Islandi og erfðafræði- legar orsakir hans. Ennfremur að kanna meðferðarform, afdrif sjúklinga og fylgikvilla sjúkdómsins eða meðferðar. Efniviður og aðferðir: Að fengnum leyfum voru sjúkraskrár kann- aðar á lyfjadeildum og barnadeildum Landspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Upplýsing- ar voru fengnar frá öllum sérfræðingum í innkirtlafræðum og með viðtölum við sjúklinga eða foreldra. Areiðanleiki var kannaður með útskrift af 17 -OH Progesteron mælingum síðustu þriggja ára. Þátttakendum var sent bréf til kynningar. Þátttöku samþykktu 95% sjúklinga. Blóðsýnum til erfðarannsóknar var safnað frá þátttak- endum. Niðurstöður: Greining var staðfest hjá 39 einstaklingum, 23 konum og 16 körlum. Á tímabilinu 1967-2002 fæddust 27 einstaklingar með CAH (13 stúlkur, 14 drengir). Einn drengur greindist með 3-þ hydroxysteroid dehydrogenasa skort. Aðrir sjúklingar höfðu skort á 21-OH-asa. Algengi 1. desember 2002 var 12,8:100.000. Nýgengi sjúkdómsins er því 1:6102 lifandi fæddum. Salttapandi formið (ST) greindist hjá 13 (nýgengi 1:12673). Tvö börn hafa látist, tveggja ára drengur og níu mánaða stúlka. Alls hafa 26 lokið hæðarvexti. Meðalhæð fullorðinna kvenna með CAH er 159±9,3 cm. Meðalhæð íslenskra kvenna er 167±5,9 cm (p<0,001). Meðal BMI (líkams- þyngdarstuðull) kvenna með CAH er 30,7±9,4. Meðal BMI íslensk- ra kvenna er 24,8 0±4,8 (p<0,03). Meðalhæð fullorðinna karla með CAH er 168±6,5 cm. Meðalhæð íslenskra karla er 180,6±6,2 cm (p< 0,01). Meðal BMI karla með CAH er 27,4±4,5. Meðal BMI íslensk- ra karla er 25,3±3,9 (p=0,6). Ályktun: CAH virðist mun algengara á íslandi en í nágrannalönd- um. Dreifing kynja er jöfn ólíkt því sem hefur komið fram í finn- skum rannsóknum en þar er talið að allt að helmingi drengja hafi látist. Veruleg vaxtarskerðing og ofþyngd fannst hjá fullvöxnum sjúklingum, einkum konum sem trúlega er bæði afleiðing sjúk- dómsins og meðferðar. Rannsókn á erfðaþáttum stendur nú yfir. V 29 Stuðlar skortur á mannósa bindilektíni að sjálfsofnæmi í skjaldkirtli? Sædís Sævarsdóttir1, Ari Jóhannesson2, Ástráður B. Hreiðarsson2, Gerður Gröndal2-3, Kristján Steinsson2,3, Helgi Valdimarsson1 ‘Ónæmisfræðideild og 2lyflækningadeild LSH, 3Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum saedis@landspitali. is Inngangur: Mannósa bindilektín (MBL) er sermisprótein sem virkjar komplímentkerfið og er hluti ósértækra ónæmisvama. MBL skortur er algengur, eykur líkur á sýkingum og hefur verið tengdur sjálfsofnæmissjúkdómum, svo sem rauðum úlfum (systemic lupus erythematosus, SLE) og iktsýki (rheumatoid arthritis, RA). Of- og vanstarfsemi skjaldkirtils (thyrotoxicosis, hypothyroidism) er í flestum tilvikum talin stafa af myndun sjálfsofnæmis (Graves, Hashimotos). Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort skortur á MBL stuðli að sjálfsofnæmi í skjaldkirtli (autoimmune thyroid disease). Efniviður og aðferðir: MBL styrkur var mældur í átta sjúklingum (án iktsýki og rauðra úlfa) með of- eða vanstarfsemi í skjaldkirtli í sex ættum með >1 tilfelli af rauðum úlfum og 55 ættingjum þeirra. Einnig var MBL mælt hjá 27 sjúklingum í 17 ættum með iktsýki og 198 ætt- ingjum þeirra. Loks voru 47 Graves sjúklingar án þekktrar ættarsögu um gigt bornir saman við viðmiðunarhóp þýðis. Upplýsinga var aflað með spurningalistum, viðtölum og/eða úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Sjúklingar með skjaldkirtilssjúkdóm höfðu lægra MBL magn en ættingjar þeirra bæði í ættum með rauða úlfa (629 á móti 1679 pg/L, p=0,03) og iktsýki (511 á nióti 1140 pg/L, p=0,04). Graves sjúklingar höfðu hins vegar ómarktækt hærra MBL magn en viðmið, en MBL var lægra hjá þeim sem voru með ættarsögu um iktsýki (755 á móti 1760 pg/L, p=0.028). Meirihluti Graves sjúklinga (68%) hafði ættarsögu um sjálfsofnæmi í skjaldkirtli en MBL magn þeirra var svipað og í hinum. Ályktanir: MBL magn einstaklinga með sjálfsofnæmi í skjaldkirtli er almennt svipað og í viðmiðum, en virðist vera lægra ef þeir hafa ættarsögu um RA eða SLE. MBL gæti haft hlutverk í meinmyndun sjálfsofnæmis í skjaldkirtli innan ætta með gigtsjúkdóma. V 30 Boðkerfi í æðaþeli, lykill að skilningi á æðasjúkdómum Brynhildur Thors1, Haraldur Halldórsson1'2, Guðmundur I'orgeirsson1-2 'Rannsóknastofa í lyfja-og eiturefnafræði HÍ, 2Landspítali brynhit@hi.is Inngangur: Allar frumur bregðast við breytingum í orkuástandi sem leiða til breytinga á AMP: ATP hlutfalli. Nýlega hefur orðið ljóst að flestum þessara viðbragða er miðlað með AMP-dependent prótein kínasa (AMPK) sem nefndur hefur verið aðalrofi efnaskipta (meta- bolic master switch). AMPK örvast þegar AMP hækkar eða þegar ATP fellur, það er við fallandi orkustig frumna. Þá ræsir kínasinn efnaferlin sem framleiða ATP en slekkur á eyðsluferlum, bæði með því að fosfóra beint stýriprótein og eins óbeint með því að hafa áhrif á gentjáningu. Listinn yfir þau efnaferli sem AMPK hefur áhrif á er gríðarlangur. Við fosfórun slekkur AMPK á lykilenzýmum í lípíð- samtengingu, svo sem acetýl-CoA carboxylasa (ACCl), glycerol- phosphatacyl transferasa og HMG coenzym reductasa. Á sama hátt slekkur hann á glycogen synthasa og elongation factor 2 með því að örva EF2 kínasa. Hins vegar örvar hann upptöku glúkósu með Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.