Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 34
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA því að virkja bæði Glutl og Glut4 og örvar insúlínáhrif með því að auka bindingu á PI3K kínasa við IRSl. Mestu skiptir þó fyrir okkar rannsóknir að sýnt hefur verið fram á að AMPK örvar fosfórun á endothelial NO-syntasa (eNOS) en sameiginleg örvun á eNOS og AMP kínasa virðist hafa áhrif á upptöku glúkósa í vöðva vegna aukins blóðflæðis og örvunar á Glutl og Glut4. Efniviður og aðferðir: Við höfum nýlega sýnt fram á að histamín og thrombín valda fosfórun á eNOS á Serll79 á PI3K-Akt óháðan hátt. Við athuguðum því hlutverk hinna ýmsu kínasa í að miðla eNOS fosfórun af völdum histamíns og thrombíns. Niðurstöður: Ca+2/calmodulin-dependent prótein kínasa II (CaMKII) hindrinn KN-93 hafði engin áhrif á eNOS fosfórun af völdum histamíns eða thrombíns. Hins vegar kom H89 í veg fyrir þessa fosfórun en sýnt hefur verið að H89 hindrar ýmsa kínasa, þar á meðal prótein kínasa A (PKA) og AMPK. Áverkunarefni sem hækka cAMP í frumum höfðu engin áhrif á eNOS fosfórun. Eins sáum við að virkni PKA mældist ekki meiri eftir histamín- eða thrombíngjöf en í viðmiðunarsýnum. Histamín og thrombín valda hins vegar fosfórun á AMPK á Thrl72 sem og hvarfefni hans, acetyl-CoA carboxylasa (ACC). Meðhöndlun frumnanna með AMPkínasa örvurunum AICAR eða CCCP ollu einnig fosfórun á eNOS. Ályktanir: Petta gefur tilefni til að ætla að eNOS fosfórun á Serll79 í HUVEC af völdum thrombíns og histamíns sé miðlað með AMPK. V 31 Sykursterauppbót í sjúkdómi Addisons; hýdrókortisón eða dexametasón? Lóa G. Davíösdóttir1, Leifur Franzson2, Sigurður Þ. Guðmundsson1, Gunnar Sigurðsson1, Rafn Bcncdiktsson1 'Lyflækningadeild og 2rannsóknadeild LSH rafnbe@landspitali. is Inngangur: I sjúkdómi Addisons bilar salt- og sykursteraframleiðsla nýrnahettna. Með hefðbundinni uppbótarmeðferð er reynt að líkja eftir eðlilegri dægursveiflu kortisóls með kortisóli eða kortisón aset- ati p.o. tvisvar á dag. Erfitt er að ná adrenokortikótrópíni (ACTH) niður í eðlileg gildi og tímasetning skammta er önug. Þessir ein- staklingar hafa auk þess oft kvartanir um líðan. Því telja sumir skynsamlegra að nota langvirka sykurstera eins og dexametasón (DEX) einu sinni á dag. Þessi ráðlegging er hins vegar ekki studd neinum rannsóknum og lyfhrif þessara efna eru ekki endilega eins. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman líðan og sermisvísa um uppbót og ofskömmtun á hefðbundinni HCS meðferð við DEX meðferð. Efniviður og aðferðir: Af 18 einstaklingum með sjúkdóm Addisons féllust 12 á þátttöku (níu konur). Rannsóknin var tvíblind víxlrann- sókn með lyfleysu: allir tóku eins útlítandi hylki þrisvar á dag í 2x4 vikur (kl. 7,17 og 23). Hending réði hvort var á undan: HCS lOmg kl. 7 og 5 mg kl. 17 (lyfleysa kl. 23), eða 0,5 mg DEX kl. 23 (lyfleysa kl. 7 og 17). Ekki var hreyft við saltsterum eða annarri samhliða meðferð. Líðan var metin með SF-36 og sérstökum Addison spurn- ingalista í lok hvers tímabils og þá voru einnig gerðar sermismæl- ingar. Niðurstöður: Enginn munur reyndist á meðferðarformum hvað varðar líðan. Á DEX tímabilinu var ACTH marktækt lægra en á HCS tímabilinu: að morgni 181±107 mv 550±132 ng/1 (p=0,03) og að kvöldi 49±26 mv 95±28 ng/1 (p<0,03). Osteókalcíngildi í sermi voru marktækt lægri á DEX tímabilinu heldur en á HCS tímabilinu: Að morgni 30,6±6,4 mv 42,8±7,1 (p<0,01) og að kvöldi 31,4±6,5 mv 41,8±5,3 (p<0,01). Ályktanir: DEX kl. 23 í stað HCS tvisvar á dag er einfaldari með- ferð sem ekki hefur í för með sér verri líðan. Mun betri bæling næst á ACTH við DEX meðferð en á hefðbundinni meðferð. Minni starfsemi osteoblasta á DEX er hins vegar áhyggjuefni sem gæti haft áhrif á klíníska ákvarðanatöku hjá sumum einstaklingum. V 32 Kalsíum-kreatínínhlutfall í þvagi fullorðinna íslendinga Ólafur Skúli Indriða$on', Viðar Örn Eðvarðsson2, Runólfur Pálsson1-5, Leifur Franzson3, Gunnar Sigurðsson4-5 'Nýrnalækningadeild, :Barnaspítali Hringsins, ’erfða- og sameindalæknisfræðideild, 4innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild LSH, ’læknadeild HÍ osi@tv.is Inngangur: Of mikill útskilnaður kalsíum í þvagi er áhættuþáttur fyrir myndun nýrnasteina. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna kalsíumútskilnað í þvagi íslendinga og tengsl hans við matar- æði og aðra efnaskiptaþætti. Efniviður og aðferðir: Þetta var þversniðsrannsókn og voru þátttak- endur á aldrinum 30-85 ára, valdir með slembiúrtaki af höfuðborg- arsvæðinu. Fastandi þvag- og blóðsýni voru fengin og einstaklingar svöruðu spurningalistum um heilsufar og mataræði. Við útilokuðum þá sem voru með sjúkdóma eða tóku lyf með áhrif á kalsíumbúskap. Kalsíumútskilnaður var metinn með kalsíum-kreatínín hlutfalli í þvagi (Þ-Ca/Krea, eðlilegt <0,59 mmól/mmól). Einstaklingum var skipt í sex aldurshópa. Við notuðum fylgnistuðul Spearmans til að kanna tengsl Þ-Ca/Krea og annarra þátta. Niðurstöður: Alls tóku þátt 1630 einstaklingar (70,6%) en eftir útilokun voru 510 konur (54,9±6,6 ára) og 480 karlar (57,7±4,7 ára) eftir í rannsókninni. Marktækur munur reyndist á Þ-Ca/Krea milli aldurshópa. Hjá konum var Þ-Ca/Krea 0,17 (0,02-0,61), 0,17 (0,02-0,74), 0,26 (0,06-1,01), 0,22 (0,03-0,96), 0,26 (0,03-1,27) og 0,25 (0,03-0,77) í yngsta til elsta aldurshópnum. Hjá körlum var Þ-Ca/ Krea 0,25 (0,04-0,41), 0,19 (0,02-0,76), 0,21 (0,01-0,74), 0,21 (0,02- 0,69), 0,22 (0,03-0,78) and 0,24 (0,01-1,20) í þessum aldurshópum. Meðal kvenna var jákvæð fylgni milli Þ-Ca/Krea og D-vítamín- neyslu, bikarbónats, jónaðs kalsíum og 25(OH)D í sermi, og allra beinumsetningarvísa. Hjá körlum var jákvæð fylgni milli Þ-Ca/Krea og kalsíum- og fosfatneyslu, jónaðs kalsíum og 25(OH)D í sermi og sumra beinumsetningarvísa. Hjá báðum var neikvæð fylgni við F’TH. Þ-Ca/Krea var marktækt hærra yfir sumarmánuðina. Ályktanir: Kalsíumútskilnaður er breytilegur eftir aldri, kyni og árstíma. Þennan breytileika má að hluta til rekja til mataræðis og beinumsetningar. D-vítamínframleiðsla í húð á líklega þátt í aukn- um kalsíumútskilnaði á sumrin. V 33 Lifrarbólga af völdum lifrarbólguveira B og C meðal innflytjenda á íslandi Guðrún Jónsdóttir1, Haraldur Briem2, Þorsteinn Blöndal3, Gestur Pálsson4, Þórólfur Guðnason4, Sigurður Ólafsson5 'Læknadeild HÍ, 2sóttvamarlæknir, 3lungna-og berklavarnardeild Heilsuverndarstöð Reykjavfkur, 4bamadeild og Smeltingarsjúkdómadeild LSH sigurdol@landspitali. is Inngangur: Lifrarbólga B og C eru vaxandi heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi þessara sjúkdóma er mjög mismunandi eftir 34 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.