Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 40
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA sjúkrahúsa hefur aldrei áður verið gerð. Reynsla og viðhorf heil- brigðisstarfsfólks og sjúklinga geta gefið mikilvægar upplýsingar er nýtast myndu við frekari fyrirætlanir í þá átt. Efniviður og aðferðir: Fimm rýnihópaviðtöl (focus group discussion) voru framkvæmd í mars 2004. Þátttakendur hópanna voru læknar, hjúkrunarfræðingar og áður inniliggjandi sjúklingar á skurðsviði LSH við Hringbraut ásamt lyfjafræðingum og stjórnendum LSH. Hver hópur samanstóð af fjórum til sjö þátttakendum. Hclstu niðurstöður: Flestir þátttakendurnir töldu að hægt væri að nota eigin lyf sjúklinga í sjúkrahúsinnlögn. Sjálfsskömmtun sjúk- linga í innlögn þótti almennt ekki góð hugmynd og einungis talin henta í völdum tilvikum. Allir þátttakendurnir töldu hlutverk lyfja- fræðinga í teymisvinnu á deildum LSH nauðsynlegt. Alyktanir: Notkun eigin lyfja sjúklinga í innlögn gæti aukið öryggi fyrir sjúklinga og dregið úr kostnaði með bættri nýtingu lyfja. Sjálfsskömmlun sjúklinga á eigin lyfjum gæti nýst til að fræða sjúk- linga um lyfjameðferð sína að því tilskyldu að öryggissjónarmið væru í heiðri höfð og ljóst hver bæri ábyrgð á sjúklingum í sjálfsskömmtun. Auka mætti hlutverk lyfjafræðinga í teymisvinnu á deildum LSH. V 49 Viðhorf íslendinga til geðdeyfðarlyfja og greining þátta sem hafa áhrif þar á Þórdís Ólaisdóttir'. Magnús Gottfreðsson1-2-3, Engilbert Sigurðsson1-3 'Lyfjafræði- og 2læknadeild HÍ, 3Landspítali magnusgo@landspitali.is Inngangur: I ljósi algengis og alvarleika þunglyndis og ekki síður vegna vaxandi notkunar geðdeyfðarlyfja er mikilvægt að kanna þekkingu og viðhorf fólks til lyfjanna og hvaða þættir virðast helst móta viðhorfin. Efniviður og aðferðir: Könnun á þekkingu og viðhorfum íslendinga til geðdeyfðarlyfja var framkvæmd með því að velja af handahófi 2000 Islendinga úr þjóðskrá á aldrinum 18-80 ára. Saminn var spurningalisti sem þátttakendum var sendur í pósti þar sem spurt var um viðhorf til geðdeyfðarlyfja (12 spurningar), bakgrunn þátt- takenda og reynslu þeirra af notkun lyfjanna (7) og þekkingu á þeim (12 spurningar). Niðurstöður: Svarhlutfall var 47,3%. Fram kom að flestir gátu hugs- að sér að taka inn geðdeyfðarlyf við þunglyndi (71,5%) sem og að hvetja nána vini eða ætlingja til hins sama (61,5%). Að auki nefndi stór hluti (69,8%) geðdeyfðarlyf sem virka meðferð við þunglyndi. Fordómar gagnvart notkun þeirra reyndust litlir, en þrátt fyrir að hátt hlutfall svarenda teldi að hvorki dagleg geðdeyfðarlyfja- (49,5%) né gigtarlyfjanotkun (70,0%) einstaklinga sem þeir eru að kynnasl drægi úr áhuga á nánari kynnum, voru þeir marktækt fleiri sem töldu að dagleg geðdeyfðarlyfjanotkun hefði slík áhrif (20,7% á móti 8,8%). Konur voru mun líklegri en karlar til að telja óhefðbunda meðferð eins og heilun, nudd og grasalækningar virka meðferð við þunglyndi (p<0,05). Tæplega helmingur (41,4%) taldi einnig ávísanir á þunglyndislyf of algengar. Nær helmingur þátttak- enda vissi ekki að vikuleg eða tíðari áfengisnotkun dregur úr virkni lyfjanna og minnkar líkur á bata í þunglyndi. Umræða: Pekking almennings á notagildi lyfjanna reyndist nokk- uð góð og höfðu þeir einstaklingar sem betur voru upplýstir oftar jákvætt viðhorf til notkunar þeirra. Viðhorf íslendinga til notkunar geðdeyfðarlyfja er tiltölulega jákvætt í samanburði við aðrar þjóðir og kann það að skýra meiri notkun þeirra hér á landi en erlendis. V 50 Könnun á þekkingu almennings á algengum orðum úr læknisfræði Birgir Briem', Þorlákur Karlsson2, Geir Tryggvason1, Ólafur Baldursson' 'Lyflækningadeild LSH, :IMG Gallup birgirbr@hotnmil.com / olafbald@landspitali.is Inngangur: Samskipti lækna og sjúklinga eru afar mikilvæg. Rannsóknir sýna að fræðsla bætir líðan sjúklinga. Einnig er talið að mörg kærumál á hendur heilbrigðisstarfsmönnum byggi á misskiln- ingi. Útskýringar þurfa að vera vandaðar og skilningur góður til að unnt sé að efla fræðslu og forðast misskilning. Til þess að byrja að kanna þetta flókna samspil rannsökuðum við skilning almennings á 11 orðum úr læknisfræði. Efniviður og aðferðir: Við notuðum símakönnun og lögðum fjöl- valsspurningar fyrir 1.167 íslendinga á aldrinum 16-75 ára. Niðurstöður: Eftirfarandi niðurstöður fengust, hlutfall þátttakenda með rétt svar: Bakflæði (72), lungnaþemba (25), sterar (40), ein tafla tvisvar á dag (79), aukaverkanir (67), berkjubólga (68), hvít blóðkorn (56), sökk (33), sykursýki (87), langvinn lungnateppa (42). Þættir sem bættu árangur í könnuninni voru: kyn (konur betri í sjö af 10 spurningum), háskólamenntun (10/10), háar tekjur (9/10). Fjölbreytugreining sýndi að menntun vó þyngst af þessum þáttum. Yngstu þátttakendurnir (16-24 ára) stóðu sig verst í sjö spurningum af 10. Alyktanir: Nýta má niðurstöðurnar til þess að útskýra sérstaklega vel þau orð sem illa skiljast og verja meiri tíma til fræðslu ungs fólks, tekjulágra og þeirra sem litla skólagöngu hafa. Huga þarf sérstaklega vel að lyfjafyrirmælum þar sem 21% fólks skilur ekki einföldustu fyrirmæli af þessu tagi. Niðurstöðurnar geta einnig nýst til þess að bæta upplýst samþykki. Gera þarf viðameiri rannsókn á því hvernig fólki gengur að skilja algeng orð úr læknisfræði. Þakkir: Rannsóknin var styrkt til jafns af Vísindasjóði Landspítala og GlaxoSmithKline. V 51 Afstaða unglækna og læknanema til framhaldsnáms á íslandi Inga Sif Ólafsdóttir'2, Sædís Sævarsdóttir12-4, Kolbrún Pálsdóttir5, Hannes Petersen1-3, Ólafur Baldursson1,2 'Framhaldsmenntunarráði læknadeildar HÍ, 2lyflækningadeild, 3háls-, nef- og eymadeild og 4ónæmisfræðideild LSH, 5læknadeild HÍ ingasif@landspitali. is Inngangur: Flestir íslenskir læknar fara til útlanda í sérfræðinám eftir að hafa starfað hérlendis í nokkur ár. Þessi hópur er mikil- vægur hlekkur í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þótt unglæknar fái þennan tíma í vissum tilvikum metinn inn í framhaldsnám erlendis er slíkt ekki algilt. Ætla má að skipulagt framhaldsnám í grunnsér- greinum hérlendis myndi nýta tíma unglækna betur, undirbúa þá undir framhaldsnám erlendis auk þess að efla kennslu og vísinda- störf við þær stofnanir er námið veita. Með skipulegu framhalds- námi aukast líkur á að meta megi þennan tíma til framhaldsnáms erlendis. Sérgreinafélög, Framhaldsmenntunarráð læknadeildar og ekki síst unglæknar sjálfir hafa lýst yfir áhuga á skipulegu fram- haldsnámi í ýmsum grunnsérgreinum og er slikt þegar komið á legg. Framhaldsmenntunarráði er falið eftirlit með uppbyggingu og framkvæmd framhaldsnáms á Islandi og er markmið þessa verk- efnis að kanna viðhorf og áhuga þess hóps unglækna er ráðgerir framhaldsnám á næstu árum. 40 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.