Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 29
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA tveggja bólgusjúkdóma í ristli, það er collagenous colitis og lymp- hocytic colitis. Sjúkdómsgreiningin fæst eingöngu með smásjár- skoðun á sýnum sem tekin eru úr ristilslímhúð. Eitt helsta einkenni þeirra er vatnsþunnur niðurgangur. Engar langtímarannsóknir á sjúkdómnum eru fyrirliggjandi og því lítið vitað um afdrif sjúk- linga og náttúrulegan gang sjúkdómsins. í rannsókn sem gerð var á öllum sjúklingum á íslandi, sem greindust með smásæjar ristil- bólgur á tímabilinu 1995-1999, var sýnt fram á hátt nýgengi þessa sjúkdóms hérlendis samanborið við aðrar þjóðir (Agnarsdóttir M, et al. Collagenous and Lymphocytic Colitis in Iceland. Dig Dis Sci 47; 2002: 1122). Meðalnýgengi fyrir collagenous colitis var 5,2/105 á tímabilinu og fyrir lymphocytic colitis 4,0/105. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna afdrif, meðferð og ástand þeirra sjúklinga sem greindust með smásæja ristilbólgu 1995-1999. Efniviður og aðferðir: Haft var samband með kynningarbréfi og síðan símleiðis við alla eftirlifandi sjúklinga og upplýsinga aflað varðandi núverandi sjúkdómseinkenni, lyfjameðferð og notkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum. Jafnframt voru sjúkraskrár kannaðar til að fá upplýsingar um sjúkrasögu og meðferð. Niðurstöður: Af þeim 125 sjúklingum sem greindust með smásæja ristilbólgu á tímabilinu 1995-1999 voru 99 á lífi. Meðalaldur eftirlif- andi sjúklinga var 71,1 ár. Konur voru 84 talsins og karlar 15. V 16 Faraldsfræði einkenna vélindabakflæðis á íslandi Borgþór Björnsson'-2, Ásgeir Theodórs1-2 'Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, 2Landspítali bergthb@mmedia.is Inngaugur: Brjóstsviði og nábítur eru megineinkenni vélindabak- flæðis meðal fullorðinna. Mikil einkenni skerða lífsgæði og vélinda- bakflæði er tengt við öndunarfærasjúkdóma, háls-, nef- og eyrna- sjúkdóma, bijóstverki, glerjungseyðingu og krabbamein í neðri hluta vélinda. Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja þennan sjúkdóm meðal Islendinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var 2000 íslendingar á aldrinum 18-75 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Upp- lýsingar um rannsóknina voru sendar með bréfi. í kjölfar þess var hringt í þátttakendur og þeir spurðir um einkenni bakflæðis, tengd heilbrigðisvandamál og lífsgæði. Niðurstöður: Af 1774 einstaklingum tóku 1515 (85,4%) þátt í rannsókninni. Tæplega 40% (603) höfðu fundið fyrir brjóstsviða undangengið ár. Af þeim höfðu 26% fengið brjóstsviða mánaðar- lega, 14% vikulega, 11% tvisvar í viku eða oftar og 4% daglega. Rúmlega 31% þátttakenda höfðu fundið fyrir nábít undangeng- ið ár. Einkenni vélindabakflæðis tengjast háum þyngdarstuðli, þungun, feitum og bragðsterkum mat. Öndunarfæraeinkenni, glerjungseyðing, kyngingarvandamál, hæsi, mikil munnvatnsmynd- un og svefntruflanir eru algengari meðal þeirra sem hafa tíðan brjóstsviða. Tæplega 38% þeirra sem hafa tíðan brjóstsviða hafa leitað læknis vegna þess en einungis 14,5% þeirra eru undir eftirliti læknis, 63% hjá meltingarsérfræðingum og 37% hjá heimilislækn- um. Innan við helmingur þeirra sem hafa brjóstsviða hafa notað lyf vegna þess, 75,6% þeirra sem hafa tíðan brjóstsviða og 42% þeirra sem hafa minni einkenni. Alyktanir: 1) Einkenni vélindabakflæðis eru algeng á íslandi. 2) Einkenni vélindabakflæðis tengjast öndunarfæraeinkennum, ein- kennum frá hálsi og munnholi og svefntruflunum. 3) Innan við helmingur þeirra sem hafa einkenni vélindabakflæðis hafa tekið lyf vegna þess. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af AstraZeneca. V 17 Ætisár í vélinda. Sjúkratilfelli Nick Cariglia1, Valur Guðmundsson2 'Speglunardeild, 2lyflækningadeild FSA svcilur@fsa.is Þriggja ára drengur drengur sem er færður á slysadeild um það bil 20 mínútum eftir að hafa drukkið mjög basískan hreinsilög (pH 14). Drengurinn kastaði strax upp og vildi ekki drekka eða kyngja eftir það. Stöðugur (stable) í lífsmörkum. Neitaði að kyngja og slefaði stöðugt. Lungnahlustun var hrein. Gerð var bráðasvæfing og magaspeglun sem sýndi ætisár af gráðu II-III. Flagnandi slímhúð og skánir. Slímhúðarskánirnar voru skolaðar burtu með vatni og einnig skrældar burt með bíopsíutöngum (þessari meðferð hefur ekki verið lýst áður). Drengurinn náði sér að fullu án varanlegs skaða. Bakgrunnur: Ætisár geta verið hvort heldur af völdum sýru eða basa. Basar valda oftar alvarlegum ætisárum en sýrur. Dánartíðni vegna ætisára í vélinda hafa minnkað mjög á síðustu 20 árum, úr um 20% niður í um 1%. Tveir þriðju hlutar þolenda eru börn undir sex ára aldri. Ætisár eru flokkuð eftir útliti við speglun í fjögur stig. Meðferð: Markmið meðferðar er að koma í veg fyrir rof, herslis- myndanir og vélindaþrengsli og fer meðferðin eftir stigunargráðu. Auk okkar meðferðar eru aðrir meðferðarþættir; sterar, sýklalyf, heparín, hlutleysing efna, víkkun vélinda og stoðnet. Seinkomnir fylgikvillar eru maga- og vélindaþrengsli. Hjá þeim sem greinast með krabbamein í vélinda er fyrri saga um ætisár hjá í 1-7% sjúk- linga. V 18 Magabolsbólgur og H. pylori Fjölnir Elvarsson1, Ingi Þór Hauksson2, Nick Cariglia1, Þorgeir Þorgeirsson1 'Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri, 2Sykehuset Buskerud HF, Drammen, Noregi fjolnir@fsa.is Tilgangur: Magabolsbólga er algeng greining og rannsóknir hafa sýnt að um 25% sjúklinga sem fara í magaspeglun fá þá greiningu. Markmið rannsóknar var að skoða sjúklinga með greininguna magabolsbólga og gera nákvæmari greiningu á orsakaþáttum. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar eru valdir úr tölvuskrá á vefja- sýnum sem koma á árunum 1994-1998 á meinafræðideild FSA. Um er að ræða magasýni frá magabolshluta sem hafa vefjagreininguna langvinn bólga. Eitt hundrað sjötíu og tveir sjúklingar uppfylltu Sidney-vefjaskilmerki. Sjúklingar skiluðu sýni í blóðrannsókn til ýmissa mælinga auk öndunarsýnis til mælingar á Helicobakter. Niðurstöður: Meðalaldur 71 ár (24-99 ára), karlar voru 57%. Algengasta orsökin var H. pylorí, eða 39%. Nokkur fylgni er á milli virkrar/bráðrar bólgu og að vera H. pylorí jákvæður, einkum ef einungis er til staðar langvinn magabólga án atophria eða vefjaum- myndunar (metaplasia). Atrophia er marktækt meiri ef til staðar eru anti parietal mótefni. Engin tengsl eru á milli anti parietal mót- efna og anti míkrósómal mótefna. Einstaklingar með atrophia eða metaplasia hafa hærra meðaltalsgastríngildi samanborið við þá sem Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.