Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 18
ÁGRIP ERINDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA 2003. PTH var mælt með ECLIA aðferð (Roche, elecsys, viðmið- unarmörk 10-65 ng/1). Líkamssamsetning var mæld með DEXA. Greiningarskilmerki fyrir SHFT voru PTH >65 ng/1 og jónað kals- íum <1,25 mmól/1. Onógt D-vítamín var skilgreint sem S-25(OH)D <45 nmól/1, ónóg kalkinntaka <800 mg/dag (samkvæmt spurninga- lista) og skert nýrnastarfsemi sem S-cystatín-C >1,55 mg/1. Við athugun á fylgni PTH við aðrar breytur voru útilokaðir þeir sem höfðu sjúkdóma eða tóku lyf sem höfðu áhrif á beinabúskap. Notuð var lýsandi tölfræði, fylgnistuðull Spearmans og aðhvarfsgreining. Niðurstöðun Alls var 2310 manns á aldrinum 30-85 ára boðin þátttaka, 1630 (70%) mættu, 586 karlar og 1023 konur, en af þessum var 21 úti- lokaður vegna frumkalkvakaóhófs (primary hyperparathyroidism). Alls fundust 106 (6,6%) einstaklingar með SHPT, 79 (7,7%) konur og 27 (4,6%) karlar. Algengasta orsök SHPT var ónógt D-vítamín hjá 77 einstaklingum (73%). Aðrar mikilvægar orsakir voru hár líkams- þyngdarstuðull (BMI, 25%), ónóg kalkinntaka (21%), skert nýma- starfsemi (16%) og fúrósemíð taka (14%). Margir höfðu fleiri en eina orsök. Aldursleiðrétt meðalgildi PTH var hærra hjá konum en körlum (40,3±0,5 vs. 36,0±0,5 ng/1; p<0,001). Fjölþáttalínuleg aðhvarfsgreining sýndi að fitumassi (en ekki fitulaus massi), 25(OH)D, reykingar, aldur og cystatín-C höfðu sjálfstæð tengsl við PTH (R2=0,18; p<0,001). Alyktanir: Unnt var að skýra flest tilfelli afleidds kalkvakaóhófs út frá þekktum orsökum. Ónógt D-vítamín var algengasta orsökin og því mikilvægt að herða áróður fyrir aukinni D-vítamínneyslu. Tengsl PTH við líkamssamsetningu og reykingar, sem ekki hefur verið lýst áður, þarf að kanna nánar. E 07 Hlutverk sléttvöðvafrumna við miðlun endótoxíntengdra bólguviðbragða í æðavegg Skúli Gunnlaugsson, Wei Gen Li, Lynn Stall, Neal Weintraub University of Iowa Medical School, Iowa City, Iowa skuli-gunnlaugsson@uiowa.edu Inngangur: Pað verður sífellt ljósar að bólguviðbrögð gegni lykil- hlutverki í æðakölkun (atherosclerosis). Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að endoxínemía í lágu magni (=lng/ml) finnist við lang- vinnar, einkennalausar sýkingar (subclinical infections) og sé veru- legur áhættuþáttur æðkölkunar. Efniviður og aðferðir: Við hönnuðum rannsóknaraðferð með frumuræktun til að endurspegla áhrif endótoxíns í kransæðafrum- um manna jafnframt því að kanna stjórn þessara viðbragða. Niðurstöður; Endótoxín (1 ng/ml) leiddi til myndunar kemótakt- ískra cýtókína, súperoxíðs og einkirningabindingar (monocyte binding) í kransæðaþelsfrumum. Endótoxín komst greiðlega í gegnum æðaþel og leiddi til ræsingar kransæðasléttvöðvafrumna og meira en tífaldaði myndun þeirra á cýtókínum við tífalt lægra þröskuldargildi samanborið við æðaþelsfrumur. Tjáning TLR4 viðtaka var afhjúpuð hjá báðum frumuhópum sem og í heilum kransæðum fengnum frá sjúklingum. Endótoxíntengd cýtokín- myndun var mest við LBP;sCD14 hlutfall <1 sem venjulega sést við einkennalausa sýkingu. Hærra hlutfall þessa olli hemlun viðbragða. Sléttvöðvafrumur tjáðu mCD14 og ræktun þeirra með endótoxíni án sCD14 leiddi til cýtókínmyndunar sem var upphafin með mót- efni gegn mCD14. Viðbrögð við endótoxíni (en ekki TNFcc) voru hindruð með lovastatíni eða geranýlgeranýltransferasa hemlara sem gefur til kynna tengsl geranýlgeranýl-próteina við áhrifamátt og boðleið endótoxíns. Ályktanir: Lág þéttni endótoxíns við einkennalausar sýkingar leggur skerf til byrjunar og/eða framgangs æðakölkunar með því að stuðla að bólguviðbrögðum. Með tjáningu mCD14 virðast sléttvöðvafrumur gegna mikilvægu hlutverki við endótoxín-tengd bólguviðbrögð í slag- æðum. Hemlun þessara viðbragða með statínum gæti skýrt hluta áhrifa þeirra við meðferð og vemdun æðakölkunar. E 08 Ættlægi ífarandi sýkinga af völdum hjúpaðra baktería meðal íslendinga Magnús Gottfreðsson1’2, Helga Erlendsdóttir1, Sverrir Porvaldsson3, Kristleifur Kristjánsson3, Hjördís Harðardóttir1, Kári Stefánsson3, Karl G. Kristinsson1*2 'Landspítali, 2læknadeild HÍ, 3íslensk erfðagreining magnusgo@lanclspituli. is Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum hjúpaðra baktería, svo sem Streptococcus pneumoniae (pneumókokka), Haemophilus sp. og Neisseria meningitidis (meningókokka), er meiriháttar heilsufars- legt vandamál um heim allan og dánartíðni sjúklinga með slíkar sýkingar hefur ekki lækkað síðastliðna áratugi, þrátt fyrir ný og öflug sýklalyf og framfarir í gjörgæslumeðferð. Því hafa verið settar fram kenningar um að hætta á slíkum sýkingum og jafnframt horfur sjúklinga ráðist af arfbundnum þáttum. Efniviður og aðferðir: Skrásett voru öll tilvik ífarandi sýkinga (blóð-, lið- og miðtaugakerfissýkinga) af völdum S. pneumoniae, Haemophilus sp. og N. meningitidis meðal Islendinga árin 1975- 2003. Upplýsingarnar voru dulkóðaðar og ættlægi sýkinganna kann- að með samkeyrslu við Islendingabók Islenskrar erfðagreiningar. Reiknað var áhæltuhlutfail (risk ratio, RR) og skyldleikastuðlar (kinship coefficient, KC) fyrir sjúklinga og þeir bornir saman við 1000 samanburðarhópa á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöður: Á þessu tæplega 29 ára tímabili voru 906 íslendingar greindir með ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka, 298 fengu sýkingar með Haemophilus sp. og 543 fengu ífarandi sýk- ingar með meningókokkum. Áhættuhlutfall (risk ratio, RR) fyrir fyrsta stigs ættingja sjúklinga með ífarandi meningókokkasýkingu var 3,9 (95% öryggismörk; 2,4-5,7), en 1,4 (0,8-2,2) fyrir ífarandi pneumókokkasýkingu. Skyldleikastuðull (KC) sjúklinga sem fengu ífarandi meningókokkasýkingar var marktækt hærri en saman- burðareinstaklinga og munurinn marktækur upp í 4 meiósur. Pá var skyldleikastuðull sjúklinga sem létust af völdum ífarandi pneumó- kokkasýkinga marktækt hærri en samanburðareinstaklinga og var munurinn marktækur upp í 8 meiósur. Umræða: ífarandi meningókokkasýkingar virðast liggja í ættum, en orsakir þess geta verið tengdar bæði nálægð einstaklinganna og arfbundnum þáttum. Hins vegar vekur sérstaka athygli að slæmar horfur í kjölfar ífarandi pneumókokkasýkinga virðast vera ættlæg- ar. Þörf er á frekari rannsóknum til að kanna ástæður þess. E 09 Samnorræn viðmiðunarmörk í klínískri lífefnafræði Leifur Franzson', Elín Ólafsdóttir2, Ingunn Þorsteinsdóttir2, Vigfús Þorsteinsson3 'Rannsóknardeildir SHR, 2LSH og 'FSA leifmfr@landspitali. is Inngangur: Rannsóknastofur í klínískri lífefnafræði mæla efni í líf- sýnum til greiningar sjúkdóma og fylgjast með þeim. Niðurstöðurnar eru túlkaðar með samanburði við viðmiðunarmörk sem oft eru ekki fundin á vísindalegan og kerfisbundinn hátt og jafnvel byggð á eldri aðferðum. 18 Læknablaðid/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.