Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 31
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 22 Hópsýking utanbastsígerða árið 2003 Inga Sif Ólafsdóttir', Óiafur Guðlaugsson', Karl G. Kristinsson2 'Lyflækningasvið I og2sýklafræðideild Landspítala ingasif@landspitalL is olafgudl@landspitali. is Inngangur: Utanbastsígerð (epidural abscess) er sjaldæf en alvarleg sýking í miðtaugakerfinu. Árin 1981-1995 greindust aðeins níu til- felli á BSP, en á árinu 2003 greindust sex á LSH. Frá fimm sjúkling- anna ræktaðist S. aureus, en ekkert ræktaðist frá einum. Markmiðið var að kanna hvort sýkingarnar ættu sameiginlegan uppruna eða áhættuþátt og fara yfir einkenni, meðferð og afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár voru skoðaðar, áhættuþættir, fyrra heilsufar, einkenni, gangur, meðferð og afdrif skráð. DNA bakteríustofnanna voru borin saman eftir skerðibútun og rafdrátt (pulsed field gel electrophoresis, PFGE). Niðurstöður: Enginn sjúklinganna (25-77 ára) hafði farið í skurðað- gerð og hvorki fundust tengsl varðandi búsetu, atvinnu né umgengni. Tveir höfðu sögu um lyfjamisnotkun í æð, tveir fyrri sögu um lang- varandi bakverkjavandamál og einn hafði fengið áverka á olnboga mánuði áður með sýkingu í kjölfarið. Enginn var með þekkta sykursýki, offitu eða ónæmisbælingu. Fimm höfðu bráða sjúkdóms- mynd, með einkenni í 6-30 daga. Allir höfðu bakverk við innlögn, fjórir voru með hita og þrír með máttminnkun en engin lamanir. Allir höfðu hækkuð gildi neutrophila og CRP 185-585. ígerðin var á lendarsvæði (3), brjóstholsvæði (2) og á hálssvæði (1). Fimm fóru í liðbogaþynnunám og allir fengu sýklalyfjameðferð í æð (6-16 vikur). S. aureus stofnarnir voru vel næmir og höfðu sömu svipgerð. Þrír stofnanna voru auk þess með sömu arfgerð samkvæmt PFGE. Sá sem ekkert ræktaðist frá hafði fengið sýklalyf fyrir ræktun. Alyktanir: Óvenjuhá tíðni skýrist hvorki af áhættuþáttum né læknis- fræðilegum inngripum og engin tengsl fundust milli sjúklinganna. Annaðhvort hefur óvenju meinvirkur stofn skotið sér niður eða algengur klónn hefur valdið óvenjulega mörgum sýkingum. V 23 Ný mjógirnisrannsókn með holsjárhylki. Sjón er sögu ríkari Asgeir Theodórs Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarfiröi atheodor@islandia. is Um það bil 2-10% langvinnra blæðinga í meltingarvegi eru taldar koma frá mjógirni, þegar hefðbundnar holsjárrannsóknir á efri og neðri hluta meltingarvegar eru eðlilegar. Aðrar rannsóknir, til dæmis röntgenmynd af mjógirni (enteroclysis), æðarannsókn (angiography), blóð sindurritun (blood pool scintigraphy, tagged red cell scan) og Meckel skannmynd, bæta þó litlu við til að greina orsök og staðsetningu blæðingar hjá þeim sjúklingum sem hafa hægfara, langvinnar blæðingar frá meltingarvegi (CGB-chronic gastrointestinal bleeding). Holsjárrannsókn á mjógirni (push ent- eroscopy) er hægt að framkvæma, en aðeins takmarkaður hluti er rannsakaður (um 17%). Þessi nýja rannsóknaraðferð gerir kleift að skoða allt mjógirnið myndrænt. Hún er óþægindalaus og oftast framkvæmd hjá sjúk- lingum án innlagnar á sjúkrahús. Svokölluðu M2A® (M: mouth, 2: to, A: anus) holsjárhylki (2,5x1,1 sm), sem inniheldur örsmáa myndbandsvél (tvær myndir á sekúndu), er kyngt. Ur maga berst það niður allt mjógimið fyrir tilstilli hrynjandi hreyfinga (propulsive vawes). Nemar á kviðvegg sjúklingsins taka við myndunum, senda það til sérstaks upptökutækis sem sjúklingurinn ber. Að átta klukkustundum liðnum skilar sjúklingurinn upptökutækinu sem er tengt tölvubúnaði sem les myndefnið, auk þess að gefa upp staðsetningu á hylkinu í smágirninu á hverjum tíma. Hylkið er einnota og skilst út með hægðum. Holsjárhylki hefur komið að gagni við greiningu á: 1) Blóðleysi vegna járnskorts og blæðingar frá meltingarvegi, 2) Celiac sjúkdómi, 3) vefjaskemmdum (lesions) vegna salílyfja (NSAID drugs), 4) Crohns sjúkdómi (greining og mat eftir meðferð), 5) leyndum mjógirnissjúkdómum hjá börnum (eldri en 10 ára). Rannsókn með holsjárhylkinu getur hjálpað til við greiningu að meðaltali í 70% tilvika þar sem aðrar rannsóknir hjálpa ekki. Greiningu og meðferð er breytt hjá um 50% sjúklinga. Samræmi er gott á mati hjá mismunandi aðilum (interobserver consistency). Holsjárhylkinu og rannsóknaraðferðinni verður nánar lýst í fyrirlestrinum. V 24 Mótefni gegn hvatberum meðal sjúklinga með primary biliary cirrhosis og ættingja þeirra á íslandi Sigurður Ólafsson1, Hallgrímur Guðjónsson1, Carlo Selmi-1. Katsushi Amano2, Pietro Invernizzi3, Mauro Podda3, M. Eric Gershwin2 'Meltingarsjúkdómadeild LSH, 2Division of Rheumatology, Allergy and Clinical Immunology, University of California at Davis, School of Medicine, Davis, CA, 3Division of Internal Medicine, Dept. of Medicine, Surgery and Dentistry, San Paolo School of Medicine, University of Milano, Italia sigurdol@landspitali. is Inngangur: Primary biliary cirrhosis (PBS) er langvinnur gallstíflu- sjúkdómur af óþekktri orsök. Sérkennandi fyrir sjúkdóminn eru mótefni gegn mótefnavökum hvatbera (mitchondria) sem mælan- leg eru í sermi (anti-mitochondrial antibodies (AMA)) og beinast þau gegn fjölskyldu ensíma, svokölluðu 2-oxo-acid dehydrogen- ases. Hlutverk AMA í meingerð PBC er enn óljóst. Lítil tengsl eru milli mótefnavakamynsturs AMA og þróunar sjúkdómsins. Ekki eru til rannsóknir á mynstri AMA í hópi sjúklinga með einsleita arf- gerð. Erfðafræðileg saga íslendinga gerir þjóðina áhugaverða fyrir rannsóknir á hlutverki erfða í mismunandi birtingarformum fjöl- þátta sjúkdóma. Mótefni gegn pyruvate dehydrogenase E2 (PDC- E2) annars vegar og branched-chain -ketoacid dehydrogenase E2 (BCOADC-E2) og annarra mótefnavaka hvatbera hins vegar, gætu verið til komin til dæmis vegna erfða eða umhverfisþátta. Efniviður og aðferðir: Til að kanna þessa þætti var rannsakað sermi 14 íslenskra sjúklinga með PBC og 85 nákominna ættingja. Við athugun á AMA var beitt ELISA aðferð og notaðir nokkrir vel skilgreindir endurraðaðir mótefnavakar hvatbera (PDC-E2, BCOADC-E2 og oxoglutaric dehydrogenase E2, OGDC-E2). Sermi sem brást við einum eða fleirum þessara mótefnavaka var talið AMA jákvætt. Helstu niðurstöður: Þrettán af 14 íslenskum sjúklingum með PBC (93%) voru AMA jákvæðir þegar notuð var þessi röð mótefnavaka. Hins vegar var mynstur svörunar áberandi mismunandi milli sjúk- linga. Þannig voru 5/13 (38%) AMA jákvæðra með svörun gegn PDC-E2 eingöngu, 5/13 svörun gegn BCOADC-E2 og 2/13 (15%) með svörun gegn öllum þremur mótefnavökunum. Enginn var með svörun gegn OGDC-E2 eingöngu. Enginn ættingi reyndist vera með AMA. Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 31

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.