Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 39
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA samsætur eru kallaðar M. Einstaklingar sem eru arfhreinir ZZ hafa aðeins um 15% af eðlilegum styrk AAT. Algengi ZZ hjá hvíta kyn- stofninum er talið milli 0,006-0,024. Arfhreinir SS einstaklingar hafa um 60% af styrk AAT miðað við heilbrigða (1). í rannsókn á 511 manna íslensku úrtaki reyndist samsætutíðni S vera 0,037 og 0,011 fyrir Z. Samkvæmt lögmáli Hardy-Weinberg ættu 0,08% íslendinga að hafa arfgerðina SZ og 0,012% arfgerðina ZZ (2). Nýlega greindist hér á landi fyrsti einstaklingurinn með alvar- legasta form AAT skorts. Um er að ræða 44 ára gamlan mann með 20 pakkaár að baki, sem leitaði til heimilislæknis síns síðastliðið haust vegna hósta og úthaldsleysis. Biásturspróf bentu til alvarlegs teppusjúkdóms í lungum og háskerputölvusneiðmynd af lungum sýndi útbreiddar lungnaþembubreytingar. Magn AAT í blóði þessa einstaklings var 0,30 g/1, en eðlileg gildi liggja á milli 0,97 og 1,68 g/1. Arfgerðargreining með tilliti til arfgerðanna M, S og Z var gerð á þessum einstaklingi og öllum núlifandi 1° og 2° ættingjum, alls 21 einstaklingi. Hann reyndist vera eini fjölskyldumeðlimurinn sem var arfhreinn ZZ, en níu þeirra voru MM og 11 arfblendnir MZ. Heimildir 1. Joos L, Pare PD, Sandford AJ. Genetic risk factors of chronic obstructive pulmonary disease. Swiss Med Wkly 2002; 132(3-4); 27-37. 2. Ólafsson í, Hjaltadóttir S. Tíðni svipgerða a-l-andtrýpsíns meðal fslendinga. Lækna- blaðið 1996; 82: 293-6. V 46 Sjúklingar með langvinna lungnateppu eru oft með kvíða, þunglyndi og skert heilsutengd lífsgæði við útskrift af sjúkrahúsi Gunnar Guðmundsson1, Stella Hrafnkelsdóttir1, Christer Janson2, Þórarinn Gíslason' lLungnadeild LSH, 21ungnadeild Háskólasjúkrahússins Uppsölum, Svíþjóð ggudmund@landspitali.is Inngangur: Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) lýsa oft kvíða og þunglyndi samfara skertum lífsgæðum. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna samband milli kvíða, þunglyndis, lífsgæða og líkamlegs ástands hjá sjúklingum með LLT við útskrift af sjúkra- húsi. --------- Efniviður og aðferðir: Um var að ræða framskyggna samnorræna rannsókn sem fram fór samtímis á fimm háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum. Sjúklingar sem innlagðir höfðu verið vegna versnunar á LLT svöruðu spurningum um heilsutengd lífsgæði (St. George Respiratory Questionnaire). Kvíði og þunglyndi voru metin með Hospital Anxiety and Depression Scale. Niðurstöður: Alls voru 416 sjúklingar í rannsókninni sem uppfylltu skilmerki um LLT. Punglyndi og kvíði voru algeng meðal sjúk- linga með LLT sem legið höfðu á sjúkrahúsi vegna versnunar á LLT. Kvíði var algengari hjá konum en körlum (47% á móti 34%, p=0,009) og þeir sjúklingar með LLT sem enn reyktu voru kvíðnari (54% á móti 37%) og þunglyndari en þeir sem ekki reyktu (p<0,01). Það var ekki marktækt samband milli skerðingar á lungnastarfsemi og geðrænna kvilla. Heilsutengd lífsgæði voru verri hjá þeim sem voru kvíðnir, þunglyndir eða hvoru tveggja. Geðkvillar tengdust öllum þátttum heilsutengdra lífsgæða. Alyktanir: Kvíði og þunglyndi eru algeng hjá sjúklingum með LLT og þeir hafa skert heilsutengd lífsgæði. Einföld skimun fyrir kvíða og þunglyndi getur hjálpað til að greina LLT sjúklinga með léleg lífsgæði. Þannig má stuðla að sértækari meðferð og bættu heilsufari þeim til handa. V 47 Hvað er rykmauraofnæmi í rykmaurafríu samfélagi? Berglind Aðalsteinsdóttir1, Davíð Gíslason2, Þórarinn Gíslason2, Bjame Kristensen3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir4 'Læknadeild HÍ, 2göngudeild astma, ofnæmis og svefns LSH, 3Pharmacia Diagnostics Kaupmannahöfn, 4ónæmisfræðideild, Rannsóknarstofnun LSH davidg@landspiíali.is Bakgrunnur: I Evrópurannsókninni Lungu og heilsa (ECRHS) 1990-1991 höfðu 9,2% þátttakenda jákvæð RAST próf (>0,35 kU/1) fyrir rykmaurnum D. pteronyssinus. Útbreiðsla rykmaura í heimahúsum 200 þátttakenda var könnuð en engir rykmaurar fundust. Tilgáta: Er hægt að skýra jákvæð RAST próf fyrir rykmaurum með búsetu/dvöl erlendis, dvöl í sveit eða krosssvörun vegna ofnæmis fyrir öðrum ofnæmisvökum? Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru valdir úr Evrópurannsókn- inni 1990 og 2000. Annars vegar fólk með jákv. RAST próf fyrir rykmaurum en hins vegar viðmiðunarhópur jákvæður fyrir grasi. Rykmaurhópnum var skipt upp í þrjá undirhópa: 1. jákvæður 1990 og jákvæður 2000 (+/+), 2. jákvæður 1990 en neikvæður 2000 (+/-), 3. neikvæður 1990 en jákvæður 2000 (-/+). Spurt var símleiðis út í búsetu/dvöl erlendis eða í sveit, hesta- mennsku, fisk-/skelfisksóþol, viðbrögð við mýbitum/moskító og snertingu við fiskabúr. Gagnasafn ECRHS var einnig notað. Mæld voru sértæk IgE mótefni í blóði fyrir heymaur (Lep. destructor), rækju, kakkalökkum, moskító, blóðormum (chironomids), hrossa- flugu og tropomyosini. Niðurstöður: Þátttakendur voru 49 í rykmaurahópnum og 35 í við- miðunarhópnum. I +/+ hópnum (24) voru 75% karlar en 31% í viðmiðunarhópi (p<0,01). Ekki var marktækur munur á hópunum varðandi búsetu/dvöl erlendis en fleiri höfðu verið í sveit á sumrin í +/+ hópnum (p<0,05). Öll sértæk IgE próf voru neikvæð í viðmiðun- arhópnum en í +/+ hóp voru 67% jákvæðir fyrir heymaur (p<0,0001), 58% fyrir rækju (p<0,0001), 33% fyrir kakkalökkum (p<0,01), 17% fyrir moskító og trópómýósíni (p<0,05). Ályktanir: Ekki er hægt að tengja jákvæð RAST próf fyrir ryk- —maurum við búsetu/dvöl erlendis. Jákvætt RAST fyrir rykmaurum tengjast sumardvöl í sveit og þau geta verið tilkomin vegna kross- svörunar við aðra ofnæmisvaka, sérstaklega heymaura. V 48 Notkun eigin lyfja á sjúkrahúsum, sjálfsskömmtun og þátttaka lyfjafræðinga í þverfaglegum teymum. Viðhorfskönnun Ingibjörg Gunnþórsdóttir'. Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Halldóra Æsa Aradóttiri, Ingunn Bjömsdóttir3 'Lyljafræðideild HÍ, 2þjónustudeild lyíjasviðs LSH, 3Lyíjafræðingafélag íslands annaig@landspitali. is Inngangur: Útgjöld Landspítala hafa farið hækkandi undanfarin ár og á aukinn lyfjakostnaður sinn þátt í því þrátt fyrir að mikil áhersla sé lögð á hagkvæm innkaup. Sumstaðar erlendis eru þeir starfshætt- ir tíðkaðir að sjúklingar noti sín eigin lyf í sjúkrahúsinnlögn og að lyfjafræðingar séu hluti af þverfaglegum teymum sjúkrahúsa meðal annars til að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun. í ljósi þess er vel hugsanlegt að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp í framtíðinni hér á landi. Viðhorfskönnum til þeirrar hugmyndar að eigin lyf sjúklinga séu notuð í innlögn, að þeir sem færir eru um annist sína lyfjagöf sjálfir og að lyfjafræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi á deildum Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.