Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 42
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA innlagnar og það kallar á öðruvísi og einstaklingshæfða uppvinnslu ef meðferð á að verða fullnægjandi. Skráning breytinga á ástandi getur skipt sköpum við rétta greiningu á tíl dæmis bráðarugli. MDS AC er afbrigði MDS tækisins hannað fyrir bráðaþjónustu og þróað til að markmiða þj ónustuna og auðvelda upplýsingastreymi milli þjónustuaðila. Markmið: Að prófa MDS AC tækið á bráðalyflækningadeildum, rannsóknin fór samtímis fram á öllum Norðurlöndunum. Tækið var notað til að afla upplýsinga urn atriði sem varða aldraða sjúklinga og finna spágildi fyrir útkomu. Einn hluti rannsóknarinnar var að bera saman MDS AC og hefðbundna sjúkraskrá. Niðurstöður sýndar hér eru íslenskar niðurstöður er varða skráningu vitrænnar getu. Meðalniðurstaða allra þátttökulanda er sýnd til samanburðar. Efniviður og aðferðir: Gögnum var safnað eftir upplýst samþykki. Eitt hundrað og sextíu sjúklingar 75 ára og eldri voru valdir með slembiúrtaki. Þátttakendur voru metnir með MDS AC á ákveðn- um tímapunktum samkvæmt rannsóknaráætlun. í 80 tilfellum var skráning í hefðbundinni sjúkraskrá fyrstu 48 klukkustundir borin saman við MDS AC skráningu fyrsta sólarhringinn. Niðurstöður: Sjúkraskrá getur um skammtímaminni í um 80% til- fella og var sammála MDS AC um skerðingu í 95% tilfella. Geta til ákvarðanatöku var skráð í 33% tilfella og 73% þeirra var í samræmi við MDS AC skráningu. Sex mismunandi einkenni bráðarugls voru metin með MDS AC tækinu: athyglisbrestur, breytileg skynjun, tjáningartruflun, óróleiki, sljóleiki og breytileg meðvitund. Skráning þessara einkenna í sjúkraskrá var nær eingöngu ef skerðing var til staðar og var sammála MDS AC í 60- 90% þessara tilfella. Umræða: MDS AC skráir mikilvæg atriði tengd vitrænni getu eða breytingu á henni betur en hefðbundin sjúkraskrá. Þessara atriða er getið í sjúkraskrá nær eingöngu ef skerðing er til staðar en allgott samræmi er milli sjúkraskrár og MDS AC í þeim tilfellum. I sam- anburði við þátttökulöndin í heild virðist íslenska sjúkraskráin oft heldur lakari með tilliti til þessara þátta. V 55 Algengi lyfjasamsetninga er geta valdið milliverkunum María Heimisdóttir1, Þórhildur Sch. Thorsteinsson2 ‘Landspítali, 2lyfjafræðideild HÍ mariahei@landspitali.is Inngangur: Um er að ræða faraldsfræðilega rannsókn þar sem mark- miðið var að kanna algengi lyfjasamsetninga er geta valdið lyfjamilli- verkunum (LSMV) meðal sjúklinga er leggjast inn á Landspítala. Algengi LSMV hefur ekki verið kannað hérlendis en erlendar rann- sókna benda til að um það bil 37-60% sjúklinga sem lagðir eru inn á spítala séu á lyfjasamsetningum er geta valdið einni eða fleiri milli- verkunum. Slíkar milliverkanir geta leitt til misalvarlegra einkenna og jafnvel sjúkrahúsvistar. Einnig tengjast þær ómarkvissri og þar með óhagkvæmri lyfjameðferð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið var 1111 sjúklingur er útskrifaðist af lyflækningasviði I og öldrunarsviði LSH 2003. Gögn um lyf við innlögn voru tekin úr sjúkraskrám. Sérstakur hugbúnað- ur var notaður til að greina LSMV. Metið var algengi slíkra lyfja- samsetninga meðal mismunandi sjúklingahópa og kannað samband slíkra lyfjasamsetninga við fjölda lyfja, sjúkdómsástand, tegund innlagnar, afdrif sjúklings, legulengd og kostnað við sjúkrahúsvist. Niðurstöður: Af 1111 sjúklingum voru lyfjagögn aðgengileg fyrir 832. Meðalaldur þeirra var 71 ár og miðtala legulengdar átta dagar. Karlar voru 49%. Á öldrunarsviði voru 307 sjúklingar (40,4% karl- ar), meðalaldur 83 ár og miðtala legulengdar 30 dagar. Á lyflækn- ingarsviði I voru 525 sjúklingar (% karlar), meðalaldur 65 ár og miðtala legulengdar fjórir dagar. Alls voru 93% sjúklinga á lyfjum við innlögn, hlutfallið var 99% á öldrunarsviði en 89% á lyflækn- ingasviði 1. Skráður fjöldi lyfja var á bilinu 0-21 lyf og meðalfjöldi 6,3 lyf á sjúkling. Alls voru 43% sjúklinga á LSMV við innlögn (49,9% á öldrun- arsviði, 39,2% á lyflækningasviði 1), meðalalvarlegar LSMV voru algengastar (31,6%). Alls voru 9% sjúklinga á LSMV er geta valdið alvarlegum milliverkunum. Konur voru oftar (46,6%) á LSMV við innlögn en karlar (39,6%) enda var lyfjanotkun þeirra meiri við innlögn. Dánartíðni var 11,7% meðal sjúklinga á LSMV en 4,0% meðal þeirra sem ekki voru á LSMV. Ályktanir: Meðal sjúklinga á öldrunarsviði og lyflækningasviði I á LSH virðist algengi LSMV við innlögn vera svipað og gerist erlend- is, eða allt að 50%. Rannsóknin sýnir ennfremur að algengi LSMV eykst með aldri og fjölda lyfja. Jafnframt kemur fram að dánartíðni sjúklinga er marktækt hærri hjá þeim sem eru á LSMV en þeirra sem ekki eru á slíkum lyfjasamsetningum. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að LSMV séu algengar og mögulega skaðlegar og að hugbúnaður til greiningar LSMV geti gagnast í klínísku starfi. Nauðsynlegt er að greina hugsanleg áhrif LSMV frá sjúkdómsbyrði og öðrum þáttum er áhrif hafa á dánarlíkur. 42 Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.