Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2004, Blaðsíða 25
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XVI. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Niðurstöður: Alls fengu 204 einstaklingar greininguna heilablóðfall eða skammvinn heilablóðþurrð. Hópurinn skiptist í eftirfarandi undir- flokka: POCS 26% (Posterior Circulation Syndrome), TIA 20% (Transient Ischemic Attack), LACS 18% (Lacunert Stroke), PACS 16% (Partial Anterior Circulation Syndrome), TACS 10% (Total Anterior Circulation Syndrome), ICH 9% (Intracranial Hemorrhage) og staðsetning óviss í 1 % tilvika. Eftirfylgd var tæp átta ár að meðaltali. Dánartíðni hópsins alls var 46,1%. Meðal þeirra sem fengu TACS var dánartíðni 100%, PACS 59%, ICH 47%, POCS 45%, LACS 35% og TIA17%. Umræða: Endanleg tölfræðiúrvinnsla liggur ekki fyrir. Dánartíðni hópsins verður borin saman við aldursstaðlaða dánartíðni íslendinga. Greint verður frá tíðni endurtekinna áfalla og fötlun þessara einstak- linga. V 03 Sérhæfð endurlífgun utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu 1997-2002 Hjalti Már Björnsson, Sigurður Marelsson, Gestur Þorgeirsson Lyflækningasvið LSH hmb@centrum. is Inngangur: Neyðarbíll hefur nú verið starfræktur samfellt á höfuð- borgarsvæðinu síðan 1982. Árið 1996 var fyrirkomulagi þjónustunnar breytt þegar þjónustusvæðið var stækkað þannig að það taki einnig til Hafnarfj arðar og Garðabæj ar. Sama ár var einnig tekið upp stefnumóta- kerfi, auk þess sem neyðarlínan tók til starfa. Á tímabilinu var einnig þjálfun neyðarbílslækna og sjúkraflutningamanna aukin verulega. Tilgangur: Rannsóknin var gerð til þess að meta árangur endur- lífgunartilrauna á höfuðborgarsvæðinu, bæði hvað varðar sérhæfða meðferð neyðarbflslækna og sjúkraflutningamanna og áhrif við- bragða nærstaddra. Markmiðið var að meta áhrif þeirra breytinga sem gerðar voru á þjónustu neyðarbflsins. Efniviður og aðferðir: Skýrslur um allar endurlífgunartilraunir voru fylltar út af neyðarbflslæknum samkvæmt Utsteinstaðli. Niðurstöðun Enn er verið að vinna að uppgjöri skráningarinnar. Á árinu 2002 reyndust vera 86 tilfelli, þar af 55 (64%) í VF/VT, 20 (23%) í rafleysu, þrjú í hægatakti og sex í rafvirkni án dæluvirkni. Af öllum sjúklingum þar sem endurlífgun var reynd náðist að koma 37 (43%) lifandi inn á legudeild, þar af 56% hjá þeim sem voru í VF/VT. Umræða: Á síðustu árum hefur orðið umfangsmikil breyting á endurlífgunarþjónustu höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem nýjar endurlífgunarleiðbeiningar tóku gildi árið 2000. í endanlegum nið- urstöðum þessarar rannsóknar verður unnt að leggja mat á árangur þessara breytinga. V 04 Áhrif hjartaendurhæfingar á hjartabilaða Karl Andersen1, Sólrún Jónsdóttir1, Axel F. Sigurðsson1, Hans J. Beck1, Marta Guðjónsdóttir, Stefán B. Sigurðsson3 'Hjartadeild LSH, 2endurhæfingadeild Reykjalundi, 3Læknadeild HI andersen@landspitali.is Inngangur: Hjartaendurhæfing er mikilvægur liður í meðferð sjúk- linga með kransæðasjúkdóm. Almennt hefur endurhæfing ekki verið í boði fyrir hjartabilaða sjúklinga og þeim jafnvel ráðlagt að forðast líkamlega áreynslu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif skipulagðrar hjartaendurhæfingar á starfþrek og líðan sjúklinga með hjartabilun. Aðferðir: Inntökuskilyrði í rannsóknina var sjúkdómsgreiningin hjartabilun (ICD-10: 150) samkvæmt mati meðhöndlandi hjarta- læknis og lyfjameðferð vegna hjartabilunar. Þátttakendur skyldu hafa verið klínískt stabflir síðastliðna þrjá mánuði. Að auki þurftu þeir annaðhvort að sýna hjartastækkun á lungnamynd, merki um stasa í lungnablóðrás, hafa legið inni á sjúkrahúsi vegna hjarta- bilunar eða fengið kransæðastíflu. Sjúklingahópnum (n=41) var slembiraðað annars vegar í viðmiðunarhóp (V) (n=20) sem hélt áfram með hefðbundna meðferð án íhlutunar og hins vegar í þjálf- unarhóp (Þ) (n=21) sem auk hefðbundinnar meðferðar tók þátt í 50 mínútna hjartaendurhæfingu tvisvar í viku um fimm mánaða skeið. Fyrir upphaf þjálfunar voru gerðar mælingar á áreynsluþoli með hámarkssúrefnisupptöku (V02 max), sex mínútna gönguþoli, öndunarprófi með spírómetríu, vöðvastyrk, ANP, BNP, hjartaóm- skoðun og heilsutengdum lífsgæðum samkvæmt stöðluðum spurn- ingalista. Við lok þjálfunartímabilsins voru mælingar endurteknar. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 69 ár (SD 6 ), 79% voru karlar, útfallsbrot vinstri slegils mældist 41% (SD 14). Engar hlið- arverkanir þjálfunar komu fram. Hámarksálag á þrekhjóli jóksl hjá Þ en ekki V milli upphafs og lokamælinga og var munur milli hópanna marktækur (p=0,03). Hámarkssúrefnisupptaka breyttist hvorki hjá Þ né V milli mælinga. Göngulengd á 6 mínútna prófi jókst um 13% hjá Þ en breyttist ekki hjá V (p=0,01). Vöðvastyrkur jókst um 25% hjá Þ en breyttist ekki í V (p=0,003). Engin breyting varð á ANP; BNP; gildum öndunarprófs eða útfallsbroti vinstri slegils milli mælinga. í heilsutengdum lífsgæðum sáust merki um betri líðan á þeim hluta spurningalistans sem lýtur að almennu heilsufari og þreki. Alyktanir: Hjartaendurhæfing bætir þrek, gönguþol og vöðvastyrk hjá hjartabiluðum en hefur ekki áhrif á mælanlega þætti í starfsemi hjarta og lungna. Þjálfunin virðist bæta upplifun hjartabilaðra á eigin þreki og almennu heilsufari. V 05 Aftur til vinnu eftir kransæðastíflu Rannsóknin var samvinnuverkefni milli Landspítala og Háskólans í Leiden, Hollandi Sigríður B. Þormar, Gcstur Þorgcirsson, Stan Maes, Chris Verhoeven. sthormar@yahoo.com SThormar@fsw.leidenuniv.nl Markmið: Að greina þá þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á andlega vellíðan og atvinnuþáttöku eftir kransæðastíflu. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að andlegar afleiðingar hjartaáfalls, svo sem kvíði og þunglyndi, hafa áhrif á líkamlega heilsu og geta stuðlað að endurteknu áfalli. Efniviður og aðferðir: í úrtaki voru 267 sjúklingar með brátt hjarta- drep, 60 ára og yngri í starfsgetuflokkum 1 og 2 sem meðhöndlaðir voru á Landspítala á árunum 2000-2003. Könnuð voru tengsl milli alvarleika sjúkdómsins, eðli starfs, hjartaendurhæfingar, heilsufars og vellíðunar. Fjölþáttagreining. Niðurstöður: Svör bárust frá 123 einstaklingum. Athygli vakti að 97% þeirra snúa aftur til vinnu eftir kransæðastíflu sem er töluvert hærra en í erlendum rannsóknum. Greinilegt er að ákveðnir þættir í vinnuumhverfinu tengjast velh'ðan og eru vinnukröfur og stuðning- ur yfirmanns þar mest áberandi. Félagslegur stuðningur samstarfs- fólks hefur mikil áhrif á starfsánægju en alvarleiki sjúkdómsins ekki. Líkamlegar kvartanir voru marktækt fleiri hjá þeim er sóttu endurhæfinguna og þeir voru marktækt verr staddir andlega en þeir Læknablaðið/Fylgirit 49 2004/90 25

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.