Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 18
16 FÉLAGSBRÉF syrpu, og hana lásu þeir yfir Magn- ús og Steinn. Annars hef ég haft mest gagn af að sýna kvæði mín Helga Hálfdanarsyni, Snorra Hjartarsyni og föður mínum, sem les yfir öll mín ljóð. — HváS kvœZa þinna þykir þér vœnst um? Ég get ekki svarað því. Manni þykir mest koma til nýlegustu ljóð- anna, enda þótt þau þurfi ekki að vera betri skáldskapur en eldri kvæði. — Mér sýnast all-sérstœðar um- hverfislýsingar í sumum kvœ'Sa þinna. Tökum til dœmis kvœSi'S Ung stúlka. IIvaSa umhverfi hefur þú þar í huga? Skagfirzkt umhverfi, og svo er raunar í langflestum kvæðum, þar sem ég skírskota til náttúrunnar. — ÞaS ber allmikiS á sögulegum Ijóðum í fyrri kvœSabók þinni en ekkert slíkt er að finna í þeirri síS- ari. Hvernig stendur á því? Þessi sögulegu ljóð mín í fyrri bókinni eru ekki epísk ljóð í venju- Iegri merkingu. Á því stigi, sem ég var staddur í skáldskap mínum, þeg- ar ég orti kvæðin í fyrri bókinni, tókst mér betur að tjá ýmis viðhorf mín með því að nota ákveðnar fyrir- myndir. Tökum til dæmis I Grettis- búri. Hverfleikinn hefur alla tíð frá því ég kom til vits og ára verið mér umhugsunarefni. Mér fannst ég ná betur tökum á tilfinningu minni með 'því að styðjast við þessa mynd úr Grettlu, þegar höfuð hetjunnar var lagt í salt í útibúri í Viðvík, heldur en ef ég hefði túlkað viðhorf mitt algerlega frjálst. Hið sama er raun- verulega að segja um önnur söguleg kvæði mín. Með því að nota myndir úr sögum átti ég auðveldara með að túlka margt, sem mér bjó í brjósti. í seinni bókinni hef ég valið þá leið, að tala við lesandann án dæma. Þar er mikið rætt um hverfleikann, en öðru vísi en í fyrri bókinni t.d. í kvæðunum Höllinni og AS deyja. — Upphaf og endir kvœSaflokks þíns, Söngva til jarSarinnar, virSisl jremur ófriSlegt. Er þaS fyrir áhrif atburSa síSari ára? Ástæðan er sú, að kvæðaflokkur- inn er upphaflega ortur síðsumars 1956, suður í Miinchen. Þá var sér- staklega ófriðlegt í heiminum og mátti búast við stórtíðindum suður við Miðjarðarhaf. Meðan ég orti kvæðin magnaðist styrjaldarhættan. Þetta réð umgerð kvæðaflokksins. —• ÞaS kemur í Ijós, aS þú nolar hvarvetnu stuSla í síSari bókinni, en ekki alls staSar í þeirri fyrri. í fyrri bókinni var ég stundum á báðum áttum, að hvoru forminu ég ætti að halla mér. Nú hef ég ákveðið að hverfa ekki frá stuðlasetningu, hvað sem verða kann um endarímið. Stuðlasetning hefur aldrei verið mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.