Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 59
í'ÉLAGSBRÉF 57 hennar er ekki bundin henni sjálfri, held- ur hugsun Andrésar: — Til eru þær konur, það vissi hann, hverra hjarta er aðeins eitt hólf. Sá sem á þar heima, hann þarf ekki að vinna þrekvirki né drepa menn. Lýsingin á ást þeirra Solveigar og hoid- legum unaði er siSfáguð í berorðu hisp- ursleysi sínu, minnir meira á fslendinga- sögur en dulúðarfullar lýsingar Kiljans á þeim efnum. Sá grunur verður áleitinn við lestur þessarar hókar, að hin raunsæja skáld- söguhefð sé nútímahöfundum fjötur uni fót, en sú gerð sagna gnæfir enn eins og múr á þessum vettvangi. Lýsingar hók- arinnar, natúraliskar út í æsar, litríkar og magnaðar funa blóðs, ástar og haturs, eru þrátt fyrir allan hitann, sem lýst er, kaldar eins og hvít, nakin náttúrustæling í marmara á safni. Hin raunsæju orð hafa sljóvgazt. Eldur merkir tæpast lengur eldur. Bygging sögunnar er heilsteypt og hnitmiðuð í stórum dráttum. Þó drcg- ur úr heildarreisn frásagnarinnar óbilug árátta höfundar að enda hvern einasta hinna fjörutíu kafla bókarinnar á tignar- legu smárisi. Víða er þar snjallt að orði komizt, en þessi mörgu smáris draga þó athyglina frá þeim stöðum, þar sem spenna frásagnarinnar rís hæst. Áferðin minnir á smáfextar öldur á löngum, mjóum firði. Sennilega eru þetta áhrif frá erindasamn- ingu og ritgerðakúnst höfundar. Málfar allt er upphafið og víða glæsi- fegt, vald höfundar á tungu feðra sinna ótvírætt. Ilreinn reyfarabragur er bókinni til lýta. Merkilegt um slíkan natúralista sem Björn, hvað hríðarlýsingin er gjörsamlega sálar- laus. Hvað hefðu stórhríðarskáld eins og Jón Thoroddsen, Þorgils gjallandi og Jón Trausti sagt um svona taglhvarfaumbrot í snjóskáldskap. Ifér skal þessari skáldsögu ekki fleira til foráttu fundið, og þrátt fyrir allt, sem að henni má finna, leynist undir öllum reyf- arablænum, bak við alla náttúrustælingu og flaum smásmyglislegra lýsinga bróka og skófatnaðar sú lind, sem ekki frýs fremur en kaldavermsl. Lýsing Andrésar Guð- mundssonar kemur áreiðanlega að innan frá hugsun skálds. Tvímælalaust er Virkis- vetur gott byrjandaverk skáldsöguhöfundar. Sveinn Skorri Höskuldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.