Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 22
20 FÉLAGSBRÉF sykri og tala um hvítu tennurnar í barninu sínu og um róðrarferð — og barnið sjálft lokar bliðinu og leggur af stað yfir veginn með nokkra sykur- mola í hvítu bréfi í hægri hendinni og alla síðustu mínútuna sér það ekk- ert annað en langa lygna á með stórum fiskum og breiðum báti, sem róið er hljóðlátum áratogum. Á eftir er allt um seinan. Á eftir stendur blár bíll skáhallt yfir vegirin og æpandi kona tekur blóðuga höndina frá munninum. Á eftir opnar mað ur bílhurð og reynir að fóta sig þótt hann nötri allur af ógn og skelfingu. Á eftir liggja nokkrir sykurmolar á víð og dreif ataðir blóði og aur, og barn liggur hreyfingarlaust á grúfu með andlitið grafið ofan í veginn. Á eftir koma tvær fölar manneskjur, sem ennþá eiga ódrukkið kaffið sitt, æðandi út um hliðið og sjá þá sjón á veginum, sem þeim gleymist aldrei. Því það er ekki satt að tíminn lækni öll sár. Tíminn læknar ekki sár dána barnsins og honum gengur illa að sefa sársauka móðurinnar, sem gleymt hefur að kaupa sykur og sendir barnið sitt yfir götuna til að fá hann að láni, og jafnerfitt á hann með að sefa angist mannsins, sem áðan var sæll og glaður og nú hefur orðið harni að bana. Því sá sem hefur orðið barni að bana, ekur ekki til sjávar. Sá sem hefur orðið barni að bana, ekur hægt heim í grafarþögn og við hlið hans situr hljóð kona með reifaða hönd, og í öllum þorpum, sem þau fara um, sjá þau ekki einn einasta glaðan mann. Allir skuggar eru mjög myrkir og þegar þau skilja ríkir grafarþögnin áfram, og maður, sem varð barni að bana, veit að þessi þögn er óvinur hans, og að það líða ár af ævi hans áð- ur en hann sigrast á henni með því að æpa að það hafi ekki verið sér að kenna. En hann veit, að það er lygi og í draumum sínum um nætur óskar hann þess í staðinn, að hann heimti aftur eina mínútu ævi sinnar til að lifa þessa einu mínútu á annan veg. En svo miskunnarlaust er lífið við þann, sem orðið hefur barni að bana, að á eftir er allt um seinan. Iljálmar Ólajsson íslenzkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.