Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 34
32 FÉLAGSBRÉF háloftskennda, sem ber svo glögg einkenni gróðurhúsagróðurs. I kaflanum Miriam gegnsýrist sagan nýjum anda, góðum anda. Höfundurinn gefur henni hér orðið. Með hjartahlýju og kvenlegri nær- gætni minnist hún daga hinna björtu linda, Parísardvalar sinnar með Wilfred, þegar þau bjuggu saman og elskuðu hvort annað, lífsskeiðs, sem er milli annars og þriðja bindis verksins. Þetta er fegursti hluli skáldsögunnar, sem mætir okkur sem bylgja Ijóss og hlýju, þegar litið er til alls þess sálarkulda, sem áður er lýst. „Ég var nýþvegin sál, skínandi saklaus, andvari á laufblað. — Ég var bæði vindur og blað. Væri hann vindurinn, var ég blaðið. Væri hann blaðið, var ég vindurinn. En hann var ég og ég var hann. Það byrjaði án byrjunar og endaði án endis. Það var líf mitt, hamingjudagar mínir.“ Miriam hefir heilbrigða og mann- lega skapgerð. Það hjálpar henni til að sjá það góða og dýrmæta í hon- um, vekur einnig andstöðu hennar gegn tvískinnungi hans. Hún man, þegar þau gengu á tónlistarskólann mjög ung, man „háð hans á öllum hlutum, jafnvel hljómlistinni, sem hann tignaði þá, á allri list, sem hann tignaði — allri list. Hann tignar og hæðir.“ Hún hafði hatað hann fyrir það, en þau voru bæði listamenn. Hann hafði komið inn í líf hennar, þegar hún sjálf segist hafa verið „knúin metnaðárgirni, sj úklegri löngun til fullkomnunar, sem er draumur listamannsins og eilíf þján- ing.“ Og hún uppgötvaði, að lífið var meira en fiðla: „. .. .við tvö vorum guðs útvalin. Við vorum listamenn og Gyðingar. Við köstuðum orku okkar á glæ og svöluðum girndum okkar, af því að jörðin var yndisleg og framtíðin björt — gullin jörð, sem við heiðr- uðum með ástúðlegri snertingu fóta okkar, framtíð undir himni myrks ástríðuofsa.............Við hittum flokka fólks, sem var sama sinnis, heimspekilega sinnaðra sælkera, aft- urgangna í musterum sællífisins. Við mynduðum leynilegan klúbb, fórum eftir bendingum frá borði til borðs og fengum okkur glas í sameiningu við sólarupprás, sem alltaf var seinna og seinna. En þegar ég sá andlitsdrætti mína í speglinum dag- inn eftir, var það án blygðunar. Eg hafðí ekki gamalkunn augu, heldur einhver augu, sem ég þekkti ekki sjálf, lindir Ijóss. Blóðlaus fölvi kom ekki í stað brúna litarháttarins. Æskuorka okkar var ekki niðurbrot- in af timburmönnum. Við vorurn ósigrandi hluttakendur í þeirri ham- ingju, sem okkur virtist, að hlyti að veitast öllu og öllum. Ég fann fyrir vængjum léttlyndisins. Þeir höfðu 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.