Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 27
FÉLAGSB RÉF 25 í bókinni, þar sem hún rær á skektu sinni og leggur net. Hún heitir frú Frisaksen, vitavarðarekkja, og á heima í nágrenni við Skovly. Lille- lord heimsækir hana í litla fátæklega kofann, þar sem hún býr nú ein. Á veggnum hefur hún mynd af drengnum sínum, Birgi, sem er far- inn til sjós. Og það kemur smám saman í ljós, að hann er hálfbróðir Lillelord, sonur sjóliðsforingjans. Þegar Lillelord er að fara, gefur frú Frisaksen honum egg, gleregg. Síð- an stelst Lillelord til að horfa á þetta undarlega egg. Það var lítið, hvítt hús inni í egg- inu, ævintýrahús. Þegar hann sneri egginu, fylltistþað af snjó. Litla hús- ið inni í egginu var í einu snjókófi, heimur út af fyrir sig, verndaður af snjónum og lögun eggsins. Innan þessarar ytri umgerðar skynjar Lille- lord stað með ógnþrungnum einveru- blæ. Hann kemur heim með eggið, móðir hans athugar það nákvæm- lega og finnur ógreinilegt S, sem hefir verið rispao á glerið. Þá segir hún: „Þessu eggi hélt faðir þinn í hendi sér, þegar hann dó.“ Sambandið milli Lillelord og föð- ur hans skýrist einnig eftir fyrsta raunverulega ástarævintýri Lillelord. Milli hans og Kristínar myndast að lokum spenna, sem hefir þróazt um- hverfis þau. Þetta er í bernsku flug- listarinnar, og Lillelord hefir flogið með franska flugmanninum Pégoud, sem hefir flugsýningu í september yfir Etterstadsléttunni við Kristj- aníu. Þetta gerði Lillelord að hetju. „Mon petit hero“ kallar flugmaður- inn hann. Og það vill til í sigurvímunni, eft- ir að hann er lentur aftur niðri á hæðinni, að hann kemst óviljandi í slíka snertingu við líkama Kristín- ar frænku, að hann fyllist „unaðs- fullum æsingi“, ástand, sem í sjálfu sér veitti fullnægingu og gaf fyrir- heit um hin sætu endalok. Og nú var hann ekki drengur, sem gekk um hálfkæfður af fýsn og bar ákafa þrá til fullorðinnar konu, sem ekki er sama sinnis. Eins og leidd af þving- andi afli, kemur hún á eftir á heim- ili hans, þar sem hann er aleinn, og er nú ekki lengur neitt englabarn með Ijósa lokka. Nú er það hitt ég hans, sem hefir tekið stjórnina. Hann skynjar afl „gestsins“ í sér, hins ó- kunna, sem gaf honum manndóm lil að breyta um ham. Þennan gest get- ur hann ekki sannkennt, en veit, að hann er öruggur, æfður, nær- göngull og kemur fram vilja sínum. „Wilfred“, segir hún, „þú ert sú elskulegasta manneskja, sem ég þekki, og þú skalt aldrei segja, að þú elskir mig, því að það gerir þú ekki. En þú ert það fullorðnasta barn, sem ég þekki, og sá barnaleg- asti fu!lorðni“. „Nakinn eins og guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.