Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 40
SUÐUR-AFRÍKA er land mikilla andstæðna. Þar búa um 21/ millj. hvítra manna, um 8 millj. svartra og um milljón kynblendinga. Hinn bvíti kynstofn landsins lifir við þvílíkt ríkidæmi, að slíks eru eigi dæmi nema i Bandaríkjunum. En hinum „ekki hvítu“ svo að notaður sé suðurafrískur talsmáti, er haldið í hyldýpi fátæktar. En þrátt fyrir auðæfi eru hinir hvítu snauðir að menningu og menningarverðmæt- um. Bókmenntir eru lítt þekktar, og þau suðurafrísku heiinili eru undantekningar, þar sem til er bókaskápur. 1 landinu er ekkert leikhús, sem nefnt væri því nafni í Evrópu og ritfrelsi aðeins í orði kveðnu. Þrennt er ]>að, sem algerlega er bannað að mynnzt sé á: kynþáttavandamál, kommúnismi og kynferðismál. í mánuði hverjum gefur stjórnin út skrá yfir forboðnar bækur og rit, og hverjum þeim, sem uppvís verður að því að hafa slík rit í fórum sínum, skal grimmilega hegnt. í Suður-Afríku er því ekkert rúm fyrir listamenn landsins; þeir setjast flestir að í Lundúnum og stunda þar listir sínar í ]>águ annarra en landsmanna sinna. Ástandið í kynþáttamálum Suður-Afríku er í einu orði sagt hneykslanlegt. Landið kvað búa við vinnulöggjöf, sem hefur það að aðalmarkmiði að tryggja binum hvítu ódýrt vinnuafl, enda mynda þeir algera herraþjóð í landinu, og hin fasistiska stjórn ríkisins virðist alveg ákveðin í að vernda sérréttindi þeirra, hvað sem á dynur. Grein sú, sem hér fer á eftir, fjallar um roskinn leiðtoga blökkumanna í Suður- Afríku. Höfundur hennar Ronald M. Segal, háskólakennari í Höfðaborg, ritaði hana skömmu áður en suðurafríska stjórnin setti hann í algert bann, þ.e. bannaði honum að taka þátt í nokkrum fundum næstu 5 ár, eða birta neitt á prenti. En Ronald Segal var ritstjóri tímaritsins Ajrica South og ritaði í það merkar greinar um ástandið í Afríku, og mun það hafa verið orsök bannsins. Stjórnin rökstuddi þetta bann með því, að herra Segal hefði gagnrýnt stefnu hennar og va>ri undir áhrifum kommúnista. Skipti ekki máli í því sambandi, að Segal er andkommúnisti og hefur þráfaldlega sýnt það í ritum sínum. Alþjóðasamtök Frjálsrar menningar skipulögðu mjög víðtæk mótmæli gegn frelsis- skerðingu Ronalds M. Segals, og bárust mótmælaorðsendingar víða að, m.a. héðan frá íslandi, en suðurafríska stjórnin lét allt slíkt lönd og leið. E.H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.