Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 35

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 35
FÉLAGSB RÉF 33 burðarmátt. Ég, sem alltaf var hald- in þunga umhyggju og aðgæzlu.“ En það, sem henni fellur ekki, hún getur ekki sætt sig við, er hin nýja málaralist, sem Wilfred hefir skapað og sýnir henni. Það setur að henni kaldan hroll. Hún stendur og veit, að hún er glötuð, sé þetta listin. Því að það, sem hún sá, var „ófrjó, karl- mannleg stærðfræði, og samt sem áður kannski angi af flatarmáls- ljóðlist." Hún lýsti af eldi, sem ekki hlýjaði, heldur skelfdi. Þar voru krampakenndar, stirðnaðar hugsýnir af sundruðum alheimi. Hringir, hringir, grænir, rauðgulir og svartir hringir eins og kulnaðar sólir — og hringir rofnir á frunta- legan hátt af hornum og þríhyrning- um. — Og skuggar án enduróms þekktra lita, elta hver annan í eins konar jafnvægisbundnum snúning- um, snúningum, sem hafa í för með sér eilífa glötun sálarinnar. Hún hefir andstyggð á þessari list, ónæmleika gagnvart Ekki veröld hennar, afneitun h-ennar á sjálfu eðli okkar, á ást okkar. Hún minnist þess, að hann sagðist eitt sinn búa í glereggi. Hún fer úr vinnustofunni, hún var þó heilbrigð lifandi mann- eskja, sem hafði sloppið frá hugar- órum skriðdýrs. En skyndilega finnst henni hún vera smituð af sýki. Her- mennirnir, sem ganga fram hjá, verða þess valdandi, að hún finnur fyrir stríðinu, skelfingu eyðilegg- ingarinnar, þar sem tómir þríhyrn- ingar þeytast um í endalausu rúmi. Einu sinni hafði hún mætt Mir- öndu, drottningu hljómlistarinnar, og lifað í yndislega vaggandi orðinu: Kvöldsöngur. ... „Það bjó yfir allri löngun, allri löngun og hvíld. Og ég var barn, og hver gat vitað nokkuð um það, hvers barn þarfnast af hvíld, og hversu ósegjanleg löngun iþess er. Það var heima í Riddervoldsgötu og klukknahljómurinn barst frá dauft lýstri kirkjunni í rökkrinu. Ég reik- aði um efst á Skógveginum bak við styttuna af skáldinu, sem hvíldist.* Hann sat með hönd undir kinn og hlýddi einnig á aftansönginn. En það var enginn söngur, sem hljóm- aði, nema sá, sem við heyrðum innra með okkur, skáldið, sem hvíldist, og ég. Þá hitti ég Miröndu.“ í óhugnanlegri andstöðu við þessi kynni af sálarjafnvægi og íhyglum friði er mótið, sem Wilfred býr henni á stað, þar sem nýtízku dans með slyttingslegum sveiflum handa og fóta minnir hana á slyttingslega brúðu í vinnustofu Wilfreds. Sjálf- ur hrífst hann af þessari sjón, hendi hans dansar í hennar á viðbjóðsleg- an hátt. Henni finnst hún heyra regn bylja á gleri og sér tvo sálarvana * Welhaven.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.