Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 19 enginn skuggi á bílinn og gljáandi högghlífin er beyglulaus og enn óroð- in blóði. En um leið og maðurinn í bílnum í fyrsta þorpinu skellir hurðinni vinstra- megin við sig og ræsir, opnar konan í eldhúsinu í þriðja þorpinu skápirm sinn og finnur engan sykur. Barnið, sem er búið að hneppa kotið og hnýta á sig skóna, liggur á hnján- um í sófanum og horfir á ána, sem liðast milli álmtrjánna, og á svarta bátinn, sem er dreginn upp í grasið. Maðurinn, sem missir barnið sitt, er búinn að raka sig og lokar speglinum. Kaffibollarnir, brauðið, rjóminn og flugurnar er komið á borðið. Það vantar ekkert nema sykurinn og móðirin biður barnið að skreppa til nágrannans og fá lánaða nokkra mola. Og um leið og barnið opnar dvrnar hrópar maðurinn á eftir því og biður það að flýta sér, því báturinn bíður við árbakkann og nú ætla þau að róa lengra en nokkru sinni fyrr. Meðan barnið hleypur yfir garðinn er áin efst í huga þess og fiskarnir, sem gára vatnið og enginn hvíslar að því, að það eigi aðeins eftir að lifa átta mínútur og báturinn muni Hggja þar, sem hann er kominn, allan daginn og marga aðra daga. Það er ekki langt til nágrannans, bara þvert yfir veginn og um leið og barnið hleypur yfir götuna, ekur litli, blái bíllinn inn í annað þorpið. Það er lítið þor]> með litlum, rauðum húsum og nývöknuðu fólki, sem situr í eldhúsinu með kaffibollann í hendinni og sér bílinn þjóta framhjá hinu- megin við limagerðið þyrlandi reykskýi á eftir sér. Hraðinn er geysilegur og maðurinn í bílnum sér pílviðunum og nýtjörguðum símastaurunum bregða fyrir eins og gráum skuggum. Sumarblærinn berst inn um bílglugg- ann, þau þeysa út úr bænum, það fer vel og örugglega um þau á miðjum veginum og þau eru ein á veginum — ennþá. Það er yndislegt að ferðast alein á þýðum breiðum vegi og úti á sléttunni er það enn unaðslegra. Mað- urinn er sæll og sterkur og með hægri olnboga finnur hann líkama konunnar. Hann gæti ekki gert flugu mein, en samt verður hann brátt barni að bana. Meðan þau þjóta áfram í áttina til þriðja þorpsins lokar stúlkan augun- um og þykist ekki ætla að opna þau fyrr en þau sjái hafið, og hana dreymir enn í takt við mjúkar dýfur bílsins, um spegilslétt hafið. — Því svo miskunnarlaust er lífið, að einni mínútu áður en sæll maður verður barni að bana er hann ennþá sæll og glaður, og einni mínútu áður en kona æpir af skelfingu lokar hún augunum og lætur sig dreyma um hafið, og síðustu mínútuna í lífi barnsins sitja foreldrarnir í eldhúsinu og bíða eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.