Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 47
FÉLAGSBRÉF 45 frá ætíð í vil hinum siðmenntaða manni. Húttalag og erfðavenjur frumstæðra þjóð- flokka er ekki lengur þungamiðjan í rannsóknum mannfræðinga, heldur lykill — einn meðal annarra — að sögu þeirru, uppruna og skyldleika við aðrar þjóðir. Erfðafræðilegar rannsóknir hafa leitt það í ljós, að þrátt fyrir útlitsmun og kyn- þáttaeinkenni eru 90—99 hundraðshlutar af erfðavísum hvers manns sameiginlegir öllu mannkyni. Þessi staðreynd bendir ótvirætt til þess, að eðlismunur þjóðflokka sé í raun og veru harla lítill, uppistaðan í mannskepnunni sé svipuð hvar sem er á jörðinni og skilsmunurinn stafi að mestu leyti af mismunandi ívafi, s\'o sem tækni, erfðavenjum og staðháttum. Lifnaðarhættir svo sem veiðimennska, hjarðmennska og akuryrkja með fastri bú- setu eru ekki lengur taldir einhlítur mæli- kvarði á menningu, enda þótt frumstig hennar sé ætíð veiðiskapur og söfnun mat- væla. Eskimóar standa framar mörgum hirðingjum og jafnvel þjóðflokkum með fasta búsetu, bæði um tækni og félagslegan þroska. Staðhættir hafa ráðið því, að þeii geta ekki stundað akuryrju, og hjarð- mennska hafði hvorki borizt til þeirra né frænda þeirra Indíána, þegar hvítir menn fundu Ameríku. Sú skipting mannkyns í fimm megin- flokka, sem við lærðum hér á árunum i landafræði Karls Finnhogasonar, virðist ekki lengur eiga upp á pallborðið hjá mannfræðingum. Af kynstofnunum fimm eru nú ekki nema þrír eftir, Eranar, Mon- gólar og Negrar. Rauðskinnar eru nú allir flokkaðir til Mongóla, og er talið, að þeír hafi komið til Ameríku yfir BeringssunJ fyrir tuttugu og fjögur þúsund árum eða meir. Er það nógu langur tími til þess að skýra útlitsmun Mongóla og Indíána. Malajar eru ekki heldur lengur taldir sérstakur kynstofn. Eru þeir ásamt frum- byggjum Eyjaálfu og Kyrrahafseyja taldir kynblendingar Svertingja og beggja hinna kynstofnanna, einkum Mongóla. Við greiningu mannflokka er nú ein- vörðungu stuðzt við líkamleg einkenni. Merkilínurnar eru harla óljósar og fjöl- breytnin innan hvers flokks svo mikil, að vart verður talið, að algjörlega hreinir mannflokkar séu til. Kynþáttaeinkenni virðast því sem næst eingöngu vera líkam- legs eðlis: „Þó að við höfum enga ástæðu til að neita blákalt, að sálrænn munur sé á kynþáttum samsvarandi hinum likam- lega mismun, sem virðist hafa komið fram fyrir þróun, þá hafa prófanir ekki leitt i ljós, að einn kynþáttur sé öðrum fremri, ef tekið er tillit til allra einkenna. Ef athugaður er allstór hópur manna, koma þar ævinlega fram mjög breytilegir eigin- leikar, hvaða mannflokk sem um er að ræða.“ (bls. 13). I líkamlegri þróun mannflokkanna er talað um frávik, sem líkist tilviljun og veldur t.d. mismun á systkinum, úrval og arfgen-gi, sem marka ákveðna stefnu i þróuninni eftir staðháttum. í þróun menn- ingarinnar svarar uppfundningin til frá- viks, en uppeldi og erfðavenjur til úrvals og arfgengis. Sá er munurinn, að í þróun liffæranna virðist frávikið ekki gegna ýkja merku hlutverki, en í framvindu menningarinnar er þáttur uppfundninganna drýgstur. Heildarþróun mannsins frá því hann tók að ganga uppréttur til þessa dags hefur einkum orðið á Iifnaðarháttum hans. Líkamleg þróun hans er harla smá- vægileg í samanburði við þá breytingu. Mannfræðin er fremur ung sem sjálf- stæð vísindagrein. Hlutverk hennar er mikið og ber bráðan að. Hin hraða tækni- þróun nútimans rýfur einangrun hinna frumstæðu þjóðflokka, hvort heldur þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.