Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 30
28 FÉLAGSBRÉF skcmmta sér og hrópa hver í kapp við annan og kalla á lögregluna. Hann flýr niður að sjónum, þar sem hann kastar sér út í fitugt og slímugt sorpræsið, með orðið pabbi á vörun- um. Bókinni lýkur á því, að honum er bjargað af nokkrum mönnum á báti. „Við erum búnir að ná honum'1, er lokasetning bókarinnar. Ef til vill kemur samúð höfundar með aðalpersónunni, fórnardýri allra afvegaleiddra, niðurbældra hvata, hvergi fram á fegurri hátt en í lýs- ingunni á hugsýnum þjáningum Wil- freds, nakins á flótta niður Ekebergs- hlíðina. II. Lillelord var tekið með miklu, en vissulega verðskulduðu hrósi, og var hann gefinn út í yfir tuttugu þús- und eintökum. Enda þótt bókinni um Lillelord virðist lokið, byrjaði hinn fjölmenni lesendahópur Borgens brátt að vænta framhalds, og það kom þegar á næsta ári. Öllum, sem lesið höfðu Lillelord, hlaut að vera það mikið áhugamál að fylgjast áfram með örlögum hans. En bókin hafði ekki fram að færa svo mikið nýtt um hann, að per- sónan skýrðist. Það er ekki ósenni- legt, að höfundurinn hafi átt í nokkr- um erfiðleikum með þetta, og at- hyglin beinist meir að sjálfu um- hverjinu en Wilfred, sem nú er tvítugur. Hann á, eins og þegar við kynntumst honum áður, 14—16 ára að aldri, gnægð drauma og framtíð- armöguleika, einnig til þess góða. Hann, sem með næstum ótrúlegum hæfileikum sínum, hefði getað orð- ið glæsilegur persónuleiki við hag- stæðari örlög, hefir nú sagt skilið við hljómlistina, sem hafði laðað fram listamannshæfileika hans. í þess stað er hann orðinn málari, og hefir einnig hæfileika á því sviði, en er orðinn enn þá latari, snauðari af persónuleika. I Lillelord er styrjöldin á næstu grösum. I framhaldinu, „Hinum myrku lindum,“ kynnumst við líf- inu á stríðsárunum og hruninu, sem fylgdi á eftir. Það ber mest á auka- persónunum, og þær fanga einkum hug vorn, t.d. gamli bekkjarbróðir- inn Andreas, sá með vörturnar og lágstéttaröfundina, sá sami, sem las upp kvæðið um tígrisdýrið á skóla- slitahátíðinni. Nú hefir hann efnazt, ekur bíl, „Hupmobile“, af nýjustu gerð og hefir tekið upp nafnið Öhrn, svo að enginn gangi þess dulinn, að það sé enginn smákarl, sem þar sé á ferð. Andreas hefir af því kæru- leysi, sem fylgir þessum breyttu að- stæðum, byrjað að kalla föður sinn „karlinn“, en það ásamt öðrum til- búnum fínheitum ergir Wilfred og fær hann til að færa sönnur á and- lega yfirburði sína yfir erni Ólsens-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.