Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 36

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 36
34 FÉLAGSBRÉF líkama á pallinum, líkama, sem ekki lifðu, en verkuðu samkvæmt lög- málum þessara víðáttumiklu tjalda. Hún hvíslar í neyð sinni „Miranda", og hann snýr sér við. „En andlitið var stirðnað, hálsinn var stirðnaður. Ég sá það nú, að það var ekki hann, sem leit á mig, heldur afmynduð vera háð lögum eitrunarinnar. Tillitið var stjarft tillit eiturlyfjaneytand- ans.“ Hinum var þetta ósaknæmt æði. En fyrir Miriam var þetta dauðinn í hryllilegustu mynd, „flótti inn í dauðan heim sköpunarverkanna, þar sem ekkert hjarta bærist, enginn tónn hljómar, en þar sem hjörtu og hold og tónar ná fullkomnuninni, heimi óbreytileikans, þaðan sem ekkert cr hægt að endurheimta, — þar sem leitin eftir formi hefir sprengt sein- asta atómið og gert það skýranlegt, gert öll fyrirbæri augljós og fasl- ákveðin, þannig að ekkert er framar, sem hægt er að breyta eða flytja eða láta lifa í þeirri sjálfsmótsagna- kenndu hlýju, sem er eini möguleiki lífsins.“ — Hvergi í verkinu sjáum við greinilegar en hér Johan Borgen sem verndara þess mannlega í heimi, sem virðist á leið til vélmennisaldar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er þriggja binda skáldsagan Litli lávarð- urinn óhugnanlegt verk um upplausn persónuleikans og tortímingu manns- ins. Gegn þessari 'þróun stendur Miriam í broddi fylkingar. Hún hef- ir eðlilegar og mannlegar tilfinning- ar og býður við því vanskapaða. Að skáldið lætur Wilfred missa hægri höndina, lætur hann verða líkamlega lýttan, virðist eðlileg stað- festing innri eyðileggingarinnar. Þetta gerist eitt sinn, er hann og Miriam koma á markað, þar sem einnig er hringekja. „Orlög mín eru bundin hringekjum,“ hafði hann eitt sinn sagt og nefnt nokkur dæmi úr þjóðlífinu, sem Miriam virtust eins og martröð, þar sem allt snerist í hring, upplausn, en hann hafði haldið fram nauðsyn þess að aðskilja höfuðskepnurnar til þess að geta staðið óháður gegn möguleik- um fyrirmyndarinnar. í þetta skipti mætti hann örlögum sínum í hring- ekjunni, „eyðilegri afturgöngu. Hún stóð tóm og sem stirðnuð í einmana- kika sínum inni á milli trjánna. Hnarreistir hestar og kýr og sebra- dýr horfðu döprum tréaugum undir dreifðum rafmagnsperum. Málning- in hafði flagnað af svönum, sem með stífum glæsibrag þöndu vængina hátt yfir sætin, sem þeir áttu að hylja sjónum manna.“ Ósjálfrátt finnur maður örlaga- rík tengsl hans við þessa tómu og einmana hringekju, en annars var hlutverk hennar að snúast í hring og lokka fram gleði, áþekka þeim andlega tómleika, sem við finnum á sérhverjum uppgerðar-skemmtistað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.