Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.03.1960, Blaðsíða 42
40 FÉLAGSBRÉF eftirtektarlausu hvítu menn, flykktust á fundina og fögnuðu ræðum hans. Það var nýr kristindómur og ný Afríka, sem þeir heyrðu í rödd hans og orðum. Sjálfur var Luthuli fæddur til krist- innar trúar. Ættflokkur hans, ein af hin- um tvístruðu eftirstöðvum hins fyrrum ó- sigrandi Zulu-rikis, hafði tekið kristna trú hjá fríkirkju-trúboði, er var stofnað þeirra á meðal, og Luthuli, bróðursonur þáver- andi höfðingja ættflokksins, hafði frá barnæsku öðlazt þá kennslu og æfingu, er gerði hann hæfan til að gegna ábyrgð- armiklu hlutverki hjá ættflokki sínum. Að loknu námi í trúboðsskóla heimaþorps- ins, fór hann í Adams College, skóla amer- iska trúboðsins — þar sem hann lauk námi og gerðist kennari sjálfur. Eftir þetta dvaldist hann sem kennari við Adams College og kenndi Zulu sögu og hókmenntir, þar til öldungar ættflokksins báðu hann, fimmtán árum eftir skipun hans, að taka hið auða sæti höfðingjans. Slikt hlýtur að hafa virzt sama og að afsala sér öllum veraldlegum metorðum — köfnun í hinum 'þfönga, takmarkaða heimi ættflokksins, sunnudagsprédikanir, ómerkilegt málaþras og hið vonlitla, enda- lausa strit fyrir brauði á uppurinni jörð. Ifann hikaði í tvö ár, en tók svo endanlega ákvörðun. Trú hans og sú hollusta, er ættflokkurinn sýndi honum, knúði hann til að verða við bóninni. Hann stjórnaði Groutville í sautján ár, stýrði ráðstefn- um og hjálpaði með velvild og þolinmæði hinum sundraða ættflokki sínum. Og stöðugt nálgaðist stjórnmálavakning Afríkubúa, unz hún náði jafnvel til hins örsmáa ættflokks í Groutville. Eftir að hafa setið í nefndum, er unnu að bættri sambúð kynstofnanna, gekk Luthuli í Afríska Þjóðernissambandið árið 1946 og varð brátt forseti Natal-deildar þess. Það var ákvörðun, sem stjórnaðist bæði af kristinni trú hans og trúnaði við kyn- þáttabaráttuna. Árið 1952 hóf A.N.C. andspyrnuhreyf- inguna, með skipulögðum brotum á þeirn lögum, er drógu taum hvítra kynþáttar- ins, til að mótmæla hinni harðsvíruðu kynþáttaaðgreiningu. Sjálfur lenti Luthuli ekki í fangelsi, en hann veitti hreyfing- unni ótvíræðan stuðning sinn og þeim, er tóku virkan þátt í henni. Sem kristinn maður fann hann, að hann gat ekki hlýtt þeim lögum, er misbuðu hans persónulegu virðingu. Sem Afríkumaður trúði hann því aldrei andartak, hvað þá lengur, að hann gæti lifað aðskilinn frá fólki sínu, þannig að hann tæki ekki sameiginlegan þátt í þjáningum þess og baráttu. Eins og Gandhi, sem með starfi sínu í Natal hafði skilið eftir sig merki satyagraha, trúir Luthuli á friðsama andspyrnu, ekki að- eins sem pólitíska mótspyrnuaðferð, held- ur jafnvel enn meir sem andlegt afl. Stjórnin var ekki sein til svars. Með því að úrskurða alla óhlýðni við lögin, er sýnd var í mótmælaskyni, sem mjög al- varlegan glæp, er verðskuldaði margra ára fangelsisdóm, háar fésektir og jafn- vel líkamlegar refsingar, braut hún mót- spyrnuhreyfinguna á bak aftur. Og í októ- ber, fjórum mánuðum eftir að hún hófst, kallaði hún Luthuli til Pretaria og skip- aði honum að segja sig þegar í stað úr samtökunum, eða leggja niður höfðingja- tign sina. Luthuli gerði hvorugt, og um miðjan nóvember tilkynnti stjórnin ætt- flokki lians, að Albert John Luthuli hefði verið vikið úr embætti. Svar Luthulis var svohljóðandi: „Hver vill neita því, að þrjátíu árum af ævi minni hafi verið eitt í það að berja árangurslaust, með þolinmæði, stillilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.