Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 27

Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 27
FÉLAGSB RÉF 25 í bókinni, þar sem hún rær á skektu sinni og leggur net. Hún heitir frú Frisaksen, vitavarðarekkja, og á heima í nágrenni við Skovly. Lille- lord heimsækir hana í litla fátæklega kofann, þar sem hún býr nú ein. Á veggnum hefur hún mynd af drengnum sínum, Birgi, sem er far- inn til sjós. Og það kemur smám saman í ljós, að hann er hálfbróðir Lillelord, sonur sjóliðsforingjans. Þegar Lillelord er að fara, gefur frú Frisaksen honum egg, gleregg. Síð- an stelst Lillelord til að horfa á þetta undarlega egg. Það var lítið, hvítt hús inni í egg- inu, ævintýrahús. Þegar hann sneri egginu, fylltistþað af snjó. Litla hús- ið inni í egginu var í einu snjókófi, heimur út af fyrir sig, verndaður af snjónum og lögun eggsins. Innan þessarar ytri umgerðar skynjar Lille- lord stað með ógnþrungnum einveru- blæ. Hann kemur heim með eggið, móðir hans athugar það nákvæm- lega og finnur ógreinilegt S, sem hefir verið rispao á glerið. Þá segir hún: „Þessu eggi hélt faðir þinn í hendi sér, þegar hann dó.“ Sambandið milli Lillelord og föð- ur hans skýrist einnig eftir fyrsta raunverulega ástarævintýri Lillelord. Milli hans og Kristínar myndast að lokum spenna, sem hefir þróazt um- hverfis þau. Þetta er í bernsku flug- listarinnar, og Lillelord hefir flogið með franska flugmanninum Pégoud, sem hefir flugsýningu í september yfir Etterstadsléttunni við Kristj- aníu. Þetta gerði Lillelord að hetju. „Mon petit hero“ kallar flugmaður- inn hann. Og það vill til í sigurvímunni, eft- ir að hann er lentur aftur niðri á hæðinni, að hann kemst óviljandi í slíka snertingu við líkama Kristín- ar frænku, að hann fyllist „unaðs- fullum æsingi“, ástand, sem í sjálfu sér veitti fullnægingu og gaf fyrir- heit um hin sætu endalok. Og nú var hann ekki drengur, sem gekk um hálfkæfður af fýsn og bar ákafa þrá til fullorðinnar konu, sem ekki er sama sinnis. Eins og leidd af þving- andi afli, kemur hún á eftir á heim- ili hans, þar sem hann er aleinn, og er nú ekki lengur neitt englabarn með Ijósa lokka. Nú er það hitt ég hans, sem hefir tekið stjórnina. Hann skynjar afl „gestsins“ í sér, hins ó- kunna, sem gaf honum manndóm lil að breyta um ham. Þennan gest get- ur hann ekki sannkennt, en veit, að hann er öruggur, æfður, nær- göngull og kemur fram vilja sínum. „Wilfred“, segir hún, „þú ert sú elskulegasta manneskja, sem ég þekki, og þú skalt aldrei segja, að þú elskir mig, því að það gerir þú ekki. En þú ert það fullorðnasta barn, sem ég þekki, og sá barnaleg- asti fu!lorðni“. „Nakinn eins og guð

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.