Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 57
Hansina Ólafsdóttir sjúkruliði og Sigurður Jónsson íbúi í Sóltúni. b) Einstaklingar sem vissu hvað þeim var fyrir bestu og gerðu sínar eigin ráðstafanir. Höfðu t.d. sinn eigin samastað, eigin venjur, eigin gæludýr, tóku ekki þátt í félagsstarfi þar sem þeim þótti það of aðþrengjandi. Voru einþykkir. c) Einstaklingar sem vildu athygli þegar þeir voru óham- ingjusamir; hlutlausir og meiri hópsálir í sér. d) Einstaklingar sem voru hlutlausir þegar þeir voru óham- ingjusamir, en brugðust jákvætt við þegar þeir fengu hjálp ffá öðrum. III. í tilfinningalcgu ójafnvægi a) Einstaklingar sem gagnrýndu (leita að sökudólgum) og voru alltaf með neikvæðar yfirlýsingar. b) Orólegir einstaklingar. c) Kröfuharðir einstaklingar. d) Ahyggjufullir einstaklingar. Samantekt: Niðurstöður rannsóknarinnar voru að heilabilaðir, sem þurftu hjálp og miðlungshjúkrun, fengu verulega meiri bót í tilfinn- ingalegri líðan heldur en við hefðbundna hjúkrun í eftirfarandi lykilþáttum: ífyrsta lagi náðu þeir að vera í tilfinningalegu jafnvægi. Minna bar á kvíða og depuró. Fólk sýndi tilfinningaleg við- brögð, þ.e. brást bæði neikvætt og jákvætt við atvikum. í öðru lagi hafði meðferðin áhrif á sjálfsmynd, þ.e. minna bar á sjálfsóánægju. íþriðja lagi urðu sterkari tengsl við hjúkrunar- starfsliðið og þar með betri samvinna í daglega lífinu. Þannig náði einstaklingurinn framförum, þ.e færðist frá því að sýna óæskilegt sjálffæði yfir í að sýna æskilegt sjálfræði. Við það komst aukið jaíhvægi á tilfinningalífið (sjá dæmi). Dæmi er tekið af konu sem var vön að hjálpa sér sjálf, gat varið klukkutímum í að þvo sér og klæða sig í herbergi sínu. Þetta er hún ekki fær um að gera lengur. Allt er á tjá og tundri í klæðaskáp hennar; hún notar tannkrem sem andlitsfarða og hún þarfnast nú aukinnar hjálpar að mati hjúkrunarstarfsliðs- ins en vill hana ekki. Hún hefur á orði: „Eg er að verða vit- laus á því að vita ekkert, hjúkrunarfólkið tekur eigur mína, það læsir klæðaskápnum mínum og ég kemst ekki í dótið mitt.“ Þegar hjúkrunarstarfliðið þvær henni í framan segir hún: „Ég er nýbúin að þvo mér.“ Þegar hjúkrunarstarfsliðið vísar henni írarn í dagstofu svo hægt sé að þrífa herbergið hennar segir hún: „O, já, ert þú með lykil, svo þú getir sýnt mér í skápinn á eftir?" Einstaklingurinn sýnir sjálfræði en hjúkrunarstarfsliðið gríp- ur fram fyrir hendur hans. Einstaklingurinn mótmælir og sýn- ir óæskilegt sjálfstæði. Eftir nokkra mánuði verður framför ffá óæskilegu sjálfstæði í æskilegt sjálfstæði. Konan velur sjálf þann fatnað sem hún vill klæðast, með hjúkrunarstarfs- liðið nálægt sér, sér til stuðnings. Hún dvelst í herbergi sínu þar til hún ákveður sjálf að fara fram í dagstofu. Hjúkrunar- starfsliðið fær samþykki hennar áður en það gerir eitthvað fyrir hana: „A ég að búa um rúmið þitt? Treystir þú þér til að búa um rúmið sjálf? Eigum við að hjálpast að við að búa um rúmið?“ A þennan máta finnur einstaklingurinn sjálfstæði þrátt fyrir að hann þiggi aðstoð. Samskiptin eru meira á jafhræðisgrunni, betur gengur að láta f ljós óskir og vonir og sterkari, umhyggjusamari tengsl myndast milli einstaklingsins og umönnunaraðila. Af þessu má draga þá ályktun að markviss hjúkrunarmeð- ferð, sem miðar að tilfinningalegu jafnvægi, bæti líðan þeirra sem eru með heilabilun á byrjunarstigi og miðlungsstigi. Árangur varð ekki sýnilegur hjá þeim sem voru með heila- bilun á lokastigi. Á íslandi hefur að hluta til verið stuðst við meðferðarform það sem hér hefur verið lýst, sérstaklega hóp- meðferð þar sem unnið er með endurminningar og raun- veruleikaglöggvun ákveðna klukkutima á viku. Hins vegar má án efa beita þessari hugmyndafræði meira í 24 klukkustunda hjúkrun heilabilaðra einstaklinga og gera hana að markvissu umbótastarfi að bæta tilfinningalega líðan þeirra. Þetta er mjög mikilvægt því rannsóknir sýna að árangur næst, einnig þar sem framfor virðist ekki í augsýn vegna eðlis sjúkdóma og fordóma. Hjúkrunarfræðingar bera þá ábyrgð gagnvart skjól- stæðingum sýnum að nýta þekkinguna í þeirra þágu, halda þekkingunni við og leita stöðugt nýrra lausna ef viðunandi árangur er ekki til staðar. Það verður spennandi að fylgjast með meðferðarþróun þar sem unnið er út frá skynjun einstakl- inga með heilabilun til að þeim líði sjálfum betur. Rannsakendur hafa birt nokkrar greinar þar sem lesa má nánar um aðferðafræði rannsóknarinnar og skilgreiningar á hefðbundinni hjúkrun heilabilaðra, m.a.: Dröes, R.M. Psychomotor group therapy for demented patients in the nursing home. I B.M.J Miesen og G.M.M. Jones (ritstjóri) Caregiving in dementia, research and applications, 2: 95-118. London: Routledge, 1997. Finnema, E.J., Dröes, R.M., Ribbe, M.W., Yilburg, W. Van. The effects of emotion-oriented approaches on the care of persons suffering from dementia: a review of the literature. Int.J. Geriatric Psychiatry, 2000, 15:141-61. Finnema, E.J., Dröes, R.M., Kooij, C.H. van der, Lange, J. de, Rigter, H., Montfort, A.P.W.P., Tiilburg, W.V The design of a large-scale experimental study into effect of the emotion-oriented care on demented elderly and professional carers in nursing homes. Archives of Gerontology and Geriatrics, 1998; viðb. 6: 193-200. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 249
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.