Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Page 62
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Hallveig Finnbogadóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Guðrúnu Einarsdóttur sem tekur hér upp þráðinn. -{■orAómAr Guðrún Einarsdóttir Mig langar að byrja á því að þakka Hallveigu fyrir áskor- unina í síðasta blaði. Eg hef verið að hugsa um fordóma undanfarið vegna umræðu um þá í fjölmiðlum. Fordómar birtast í ýmsum myndum. í vinnu minni með geðfötluðum finn ég íyrir fordómum gagnvart geðfötluðum og geðfatlaðir sumir hverjir hafa for- dóma gagnvart annarri fötlun t.d. hreyfihömluðum og fólki með Downs heilkenni. Einnig hafa verið í þjóðfélagi okkar fordómar gagnvart öldruðum, fátækum, samkynhneigðum, þroskaheftum, lituðum, trúuðum, ungurn mæðrurn o.fl. Hvaðan koma fordómar og af hverju stafa þeir? Hvað þýðir það að hafa fordóma? í islenskri orðabók stendur að orðið fordómur merki: sögnin að iýrirdæma, áfella, sakfella, lýsa óhæfan. Þetta eru allt neikvæð orð, eitthvað óæskilegt og jaíhvel skaðlegt. Fordómar grundvallast á tilfinningum og því samfélagi sem við lifúm í. Fordómar felast í því að fólk er á móti einhverju án þess að hafa gild rök fyrir því. Hvernig högum við okkur þegar við höfum fordónra? Við dæmum aðra út frá okkar eigin gildum og þekk- ingu/þekkingarskorti og útilokum eða útskúfum úr okkar hópi. Við gerum góðlátlegt grín og forðumst nærveru ákveðinna einstaklinga. Gerum einnig lítið úr og særum oft Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstadur Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki rneð þjónustu allan Kistuskreytingar 1 Dánarvottorð sólarhringinn. Erfidrykkja ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ómeðvitað. Oft veit fólk ekki hve mikla fordóma það hefur fyrr en það þarf sjálft að horfast í augu við þá. Til dæmis er dóttir mín er með lituðum manni, ég er alkóhólisti, ég er með geðsjúkdóm, sonur minn er hommi. Getur karlmaður verið leikskólakennari? Sem betur fer hefur með aukinni þekkingu og opnara þjóðfélagi tekist að fræða og opna augu okkar hvert fyrir öðru. Það er ótrúlega stutt síðan einstæð móðir var fordæmd, kona með lausaleiksbarn. Virðing á að vera borin fyrir fólki sem tekst á við sjálft sig og veikleika sína. Það eiga allir að vera fæddir frjálsir og án fordóma og allir ættu að eiga rétt á að lifa sínu lífi eins og þeir vilja. Hjúkrunarfræðingar skrifa undir hjúkrunarheit þar sem þeir heita því að hjúkra án manngreiningarálits. Þó hafa hjúkrunarfræðingar fordóma ekkert síður en annað fólk, e.t.v. ekki svo mikla í garð skjólstæðinga sinna, en hvað með hver gagnvart öðrum? Sem dæmi má nefna að tveir hjúkrunarfræðingar sem starfa á geðdeild eru að tala saman. Annar þeirra gefur í skyn að hann hafi þurft á þunglyndislyíjum að halda. Viðbrögð hins hjúkrunarfræð- ingsins eru að segja: „Þú ert þó ekki að bryðja þetta?!“ Annað dæmi má taka. Hjúkrunarfræðingar (kvenkyns) í hópi ræða um samkynhneigð, allar segjast þær vera fordómalausar og fagna mjög hve opin umræðan er orðin um samkynhneigð á íslandi og hve Gay-pride gangan sé sniðug. Nokkrunt mínútum síðar segist ein vilja finna nýjan maka (karl) eftir skilnað en segir engan nógu góðan á markaðnum. Henni er bent á skoða þá konurnar, þá svarar hún að bragði: „Nei, oj.“ Enn þarf að gera betur: Halda áfram að fræða og upp- lýsa, segja frá og opna meira þannig að við öll getum lifað í sátt við okkur sjálf hvernig sem við erum gerð, hvar sem við erum fædd og hvernig sem við ákveðum að lifa lífinu. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrunt og lífinu. Eg skora á Katrínu Pálsdóttur að skrifa næsta þankastrik. 254 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.