Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 3

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 3
\Jm mmb 1} 1úi &yKftrí< SKIPTAR SKOÐANIR UM FÆÐINGARHEIMILIÐ I síðasta tbl. Veru birtist viðtal við Huldu Jensdóttur, forstöðukonu Fæðingarheimilisins, sem vakið hef- urtalsverð viðbrögð meðal lesenda blaðsins. Hafa þau verið af tvenn- um — og um leið ólíkum — toga spunnin. Annars vegar hafa konur haft samband viö blaöiö sem segja aö Hulda geti m.a. sjálfri sór um kennt hvernig komið er fyrir Fæðingarheimilinu. Óbilgjörn afstaöa hennar til fóstureyðinga geri þaö að verk- um aö fjöldi kvenna vilji ekki nota þá stofn- un sem hún er í forsvari fyrir. Þær telji aö I afstööu hennar felist árás á grundvallarrétt kvenna til að taka ákvöröun varðandi eigið líf og líkama, og kæri sig ekki um að fara á fæðingarstofnun þar sem hafður er uppi beinn og óbeinn áróöur gegn þessum rétti. Hins vegar hefur Vera fengiö upphring- ingar frá fólki sem segir aö í viðtalinu gefi Hulda villandi mynd af því öryggi sem Fæðingarheimilið hafi upp á aö bjóöa. Er þar um aö ræða fólk sem segist persónu- lega þekkja dæmi þess, aö börn hafi skaddast í fæðingu vegna þess aö nýjustu öryggistæki hafi ekki verið notuö og fæð- andi kona hafi ekki verið flutt yfir á skurö- stofu fæðingardeildarinnar í tíma. Vegna þessa haföi Vera samband viö Guðjón Magnússon, aðstoöarlandlækni, og baö um álit hans á því öryggi sem Fæö- ingarheimilið hefur upp á aö bjóöa. Hann sagöi aö því væri ekki aö neita aö Fæöing- arheimilið væri mjög umdeilt í heilbrigðis- kerfinu út frá öryggissjónarmiöi. Þar væri t.d. ekki aðstaða til aö gera keisaraskurð ef eitthvað bæri út af í fæðingunni og ákveöin tregöa væri viö aö nota þau nýtísku tæki sem fyrir hendi væru, til aö fylgjast meö hjartslætti fóstursins. En er þaö ekki rétt sem Hulda segir í viðtalinu að ef eitthvaö afbrigöilegt kemur upp á í fæöingu sé hægt aö flytja konu á mjög skömmum tíma yfir á fæðingardeildina? ,,Jú, en mannlegar hindranir í vegi þess eru ansi miklar þó hinar landfræðilegu fjar- lægðir séu þaö ekki. Fæðingarheimilið hefur á undanförnum árum þurft að róa ákveðinn lífróður til að bjarga sér vegna þess aö umræðan um að leggja þaö niður hefur alltaf annað slagiö skotiö upp kollin- um. Á sama tíma hefur fæðingardeildin verið aö ásælast heimiliö. Þetta hefur gert þaö aö verkum aö þaö er spenna á milli þessara tveggja stofnana og við óttumst aö samstarfiö þarna á milli hafi ekki alltaf gengiö nógu vel. Þetta lýsir sér m.a. í því aö það er alltof sjaldgæft aö konur séu fluttar yfir á fæðingardeildina. Og þaö er kannski sömu sögu aö segja um fæðingar- deildina; þaö er afar fátítt aö konur séu fluttar þaöan yfir á Fæöingarheimiliö þeg- ar deildin er yfirfull." En eru einhver dæmi um mistök í fæöingu sem rekja megi til þess að öryggissjónarmiðum hafi ekki ver- iö nógu vel sinnt á Fæðingarheimilinu? ,,Því er ekki aö neita að þaö eru nokkur kærumál í gangi sem eru mjög óþægileg fyrir Fæðingarheimilið. Hins vegar hafa mjög svipuð mál líka komiö upp á fæöing- ardeildinni." Margar konur leggja á þaö ríka áherslu aö til séu tvær mismunandi fæöingarstofn- anir í Reykjavík þannig að konur eigi raun- hæft val um þaö, hvort þær fæöi á sjúkra- deild eöa stofnun sem á meira skylt viö heimili. Hver er skoðun aöstoðarland- læknis á því? ,,Ef allt væri meö felldu þá ætti þetta að geta gengið. Það hafa lengi verið neikvæðir straumar gagnvart Fæö- ingarheimilinu en ég veit ekki hve mikið þeir eru á rökum reistir. Persónuleg fæö- ingarstofnun eins og Fæðingarheimilið býöur upp á marga kosti. Hún er heimilis- legri og þar er hægt aö sinna meiri fræöslu eftir fæðinguna heldur en á stórri stofnun eins og fæöingardeildinni. Ég held því aö þaö sé mikilvægt aö halda í þessi einkenni Fæöingarheimilisins.1' Ef við gefum okkur þaö aö ýmsu sé áfátt í samstarfi Fæöingarheimilisins og fæö- ingardeildarinnar, hvaö er þá til ráöa? ,,Það þarf aö samræma rekstur þeirra. Best væri að gera þaö undir einni stjórn en þaö má líka hugsa sér aö gerður veröi samningur milli þessara stofnana um aö Landspítalinn sjái um ákveöna þjónustu viö Fæðingarheimilið, s.s. sérfræöiþjón- ustu barnalæknaog kvensjúkdómalækna. Á Fæöingardeildinni eru alltaf þrír læknar á vakt og þar á meðal einn sérfræðingur í kvensjúkdómum sem gæti farið yfir á Fæð- ingarheimilið ef eitthvað kæmi upp á. Þungamiðja þessa máls er þó sú aö af- staða þessara tveggja stofnana þarf aö gjörbreytast. Hagur kvenna veröur að sitja þar í fyrirrúmi en ekki misskilinn metnaöur stofnananna." —isg. KVENFYRIRLITNING EÐA HVAÐ? Vera! Nú er mér gersamlega ofboöiö og get ekki oröa bundist öllu lengur. Meövitund okkar kvenna hefur hægt og sígandi veriö aö vakna til vitundar um þaö hvers konar misrétti viö erum og höfum verið beittar, hvernig þaö birtist og hvar þaö leynist. Er þaö gott! Baráttan gegn þessu misrétti er svo öllu erfiðari leikur og er þaö okkar allra í sam- 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.