Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 23
kom aldrei til hans nema hann óskaði eftir því, hún hafði alltaf verið háð vilja hans í öllu, alltaf reiðubúin að svara hverju kalli, uppfylla hverja ósk. Henni fannst hún þekkja hann því minna sem þau voru lengur saman. En eitt var hún nokkurnveginn viss um: hún myndi aldrei yfirgefa hann að fyrrabragði, og gat ekki gert sér þess grein að hann hyrfi henni nokk- urntíma, svo algerlega var hún runnin sam- anvið hann. Hún lifði í stöðugum ótta um að hann færi sér að voða. Hverju sinni er hann kvaddi hana og fór til vinnu sinnar, fannst henni að það gæti eins vel orðið í síðasta sinn, sem hún sæi hann, einkum þó þá daga sem hann stóð upp frá borðinu án þess að segja neitt og fór út án þess að kasta á hana kveðju, og þó var það verst þegar hann kvaddi hana svo dulræðum orðum að hún var miður sín allan daginn, þangað til hann kom heim aftur frá vinnu. En þegar hann fór daprastur út, gat hann átt það til að koma heim léttur í skapi, segja henni frá einhverju skemmtilegu sem hafði komið fyrir, eða færa henni smágjöf. Gleðin kom æfinlega utanfrá, hún var ekki lengur til á heimilinu, né varð til þeirra á milli. Skap- sveiflur hans réðu orðið algerlega yfir lífi hennar, væri hann í léttu skapi, var hún það æfinlega líka, væri hann þungbúinn, gat hún varla dregið andann. Síðustu vikurnar fann hún alveg nýa og óþekkta tilfinningu læðast að sér, varlega í fyrstu, en dró þó stöðugt þrengri hringinn kringum hana. Það var eitthvað sem ógn- aði henni sjálfri. Það læddist að henni úr skotunmn, það var í veggjum hússins, þögn hans var full af því. Þó var það einkum í augnaráði hans, þegar hann vissi engan horfa á sig, þá gátu augu hans hvarflað æðisleg og stjórnlaus. Þetta var því undarlegra sem augnaráð hans var annars kyrrt og rauna- legt. Og þessi ótti orkaði næsta undarlega á hana. Það var eitthvað lokkandi og æsandi við hann. Hún svalg hann í sig, óskaði ekki að losna við hann, aðeins vita hvert þetta bæri, hvað yrði næst. Þau sögðu sjaldan mikið eftir að þau voru háttuð. Hvorugt vissi hugsanir hins, en oft- ast var andrúmsloftið kringum þau mettað ósögðum hugsunum, allskonar þýðingarmikl- um hugsunum, eldfimum og varhugaverðum. Þau rifust aldrei, höfðu sjaldan deildar mein- ingar, létu það enn sjaldnar í ljós. Það var helst ekki fyrr en annaðhvort þeirra sofn- aði sem slaknaði á þagnarspennunni milli þeirra. Þau höfðu legið þarna hlið við hlið í rúm- inu um stund án þess að segja neitt og hún fann sig umlukta þessum sefjandi ótta. Svo reis hann á annan olnbogann, en forð- aðist að líta á hana. Þegar sængin lyftist fann hún heitan næturilminn af líkömum þeirra. Hann lyfti handleggnum snöggt, lagði hann yfir hana einsog hann vildi láta vel að henni. Hreyfingin var máttlaus, fallandi og heldur óþægileg. Nú leit hann snöggvast á hana, starandi tómu augnaráði einsog hann sæi hana ekki, hvarflaði augunum aftur útí húm- ið. Svo dró hann aftur að sér handlegginn, sem hann hafði slengt yfir hana og greip hendinni tilviljunarlega um háls hennar. Hún fann andlit hans yfir andliti sinu. Hann lét ekki vel að henni né kyssti hana, en þreifaði um háls hennar leitandi fingrum, er staðnæmd- ust neðan við eyrun. Hreyfing handarinnar var í fyrstu sem hugsunarlaus tilviljun, en átakið smáþyngdist eins og af sjálfu sér. Það steyptist yfir hana bylgja af ótta og hún minntist þess hve oft hann hafði áður leitað 21

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.