Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 34
„Starfið íKvennalistanum hefur opnað nýja sýn á heiminn,“ — segir ELín G. Ólafsdóttir í Veruspjalli „Það er alveg hræðileg handarbakavinna á ýmsu í borgarkerfinu og ótrúlegt skipu- lagsleysi á mörgum hlutum. Heldurðu til dæmis að nokkurt vit sé í því að ekki sé hægt að fá dagskrá borgarráðsfundar eða drög að dagskrá með sólarhrings fyrirvara, þannig að hægt sé að setja sig inn í mál fyr- ir fundinn? Mér finnst þetta ekki nokkurt skipulag!“ Þannig svaraði Elín G. Ólafsdóttir nýbakaður borgar- fulltrúi Kvennalistans þegar Vera spurði hana hvort eitt- hvað hefði komið henni sérstaklega á óvart við fyrstu kynni af borgarstjórnarstarfinu. Elín tók um miðjan júlí við af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en eins og flestum er kunnugt var það yfirlýst stefna Kvennalistans fyrir kosningar að skipta um fulltrúa á miðju kjörtímabilinu, jafnt í ráðum og nefndum sem í borgarstjórninni. Það er þó ekki meiningin að borgarfulltrúar Kvennalistans sitji aðeins tvö ár í senn, heldur er meginreglan sú að engin skuli vera fulltrúi Kvennalistans í borgarstjórn eða á Al- þingi lengur en í sex til átta ár. Eins og flestum er kunn- ugt var Ingibjörg Sólrún fulltrúi Kvennaframboðsins fyrir síðustu kosningar og hefur því setið í borgarstjórn í sam- tals sex ár. En snúum okkur aftur að Elínu því ætlunin var að kynna hana lítillega fyrir lesendum Veru. Elín er kenn- aramenntuð og hefur kennt bæði í grunnskóla og við endurmenntunardeild Kennaraháskólans síðastliðin 20 ár. Auk þess hefur hún verið mjög virk í kjarabaráttu kennara, verið kennslufulltrúi í Reykjavík, á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, gegnt formennsku í Kennarafé- lagi Reykjavíkurog starfað í ótal nefndum og starfshóp- um af ýmsum toga. Síðast en ekki síst þá er þessi kjarnakona sex barna móðir. Faðir þeirra og maður Elín- ar er Matthías Haraldsson yfirkennari í Langholtsskóla. Gefum nú Elínu orðið: ,,Ég ætlaði mér alltaf í fram- haldsnám eftir kennaranámið en tvö elstu börnin fædd- ust á meðan viö vorum enn í Kennaraskólanum og það kom fljótt í Ijós að það þýddi ekki að hugsa um það. Ekki um að ræða að fá námslán á þessum árum. En mér er minnisstætt að Styrktarfélag vangefinna bauð okkur styrk, upphæð sem hefði dugað skammt. Ekkert varð því úr frekara námi þá. En við höfum verið svo lánsöm hjónin að fylgjast alla tíð að í námi og starfi og þess vegna getað skipt með okkur verkum. Á meðan krakk- arnir voru litlir kenndi annað okkar fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Við höfum líka bæði verið í kjarabaráttunni, þó ég kæmi ekki inn í hanafyrr en börnin voru orðin að- eins stálpuð. Það voru, og eru reyndar enn, allt of fáar konur sem gefa sig í kjarabaráttuna, sérstaklega í samningamálin en þau eru líkageysilegatímafrek. Mér er sérstaklega minnisstætt fyrsta verkfall opinberra starfsmanna árið 1976 þegar við í samninganefndinni vorum eftir langa samningalotu yfir sumarið lokuð inni svo að segja í 10 sólarhringa. Þá bauðst kona til að taka að sér þrifin á heimilinu og það fannst mér mjög niður- lægjandi! Húsverkin eru eins og draugur sem fylgir manni alltaf. Þrátt fyrir allt er litið þannig á að það sé hlutverkokkar kvennanna að sjá um heimilisstörfin, sér- lega þessi sem enginn verður var við nema að þau séu óunnin. Auðvitað var það eina leiðin að fá heimilishjálp um tíma, við vorum bæði í fullri vinnu. Og það er ekki bara að fjölskyldan sé stór, heldur hefur alltaf verið margmennt hér, heimililð verið eins konar miðstöð sem margir vöndu komur sínar á. En kjarabaráttan hefur reynst mér lærdómsrík og ég tel mjög mikilvægt að kon- ur taki þar virkan þátt og séu í framvarðasveitinni.“ „Ég finn ekki fyrir einangrun“ — Hvernig leggst það í þig þetta nýja hlutverk, finn- urðu fyrir einangrun, verandi ,,ein“ i borgarstjórn? ,,Mér finnst það spennandi starf á margan hátt. Ég hef ekki mikla reynslu af stjórnsýslupólitík, en hún er bæði flókin og margþætt og einmitt það gerir hana spennandi. En mér finnst þetta vandasamt verk og finnst stundum að það hafi verið ,,fífldirfska“ að taka við svona á miðju kjörtímabili! Það er alltaf eitthvað að koma upp sem tengist beint eða óbeint einhverju sem áður hefur gerst. Enn sem komið er hefur þetta gengið vel, enda hefur Solla, Ingibjörg Sólrún, og hinar stelp- urnar verið alveg frábærar. En yfirsýnin er mikilvæg og það sem kann að virðast smáatriði getur oft skipt sköp- um. 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.