Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 38

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 38
„Kanntu brauð að baka“ Tillögur Kvennalistans um lausn efnahagsvandans Laun eru fryst, verðstöðvun á að vera í gildi, gefin eru út bráðabirgðalög til að bjarga efnahagsástandinu tímabundið, í framhaldi af starfi forstjóranefndar sem var sett á laggirnar til að finna leiðir til lausnar vandanum, ríkisstjórnin ræðir við forystu ASÍ um svokallaða niðurfærsluleið. Hvar endar þetta eiginlega? spyr fólk þessa dagana. Karlarnir standa ráðþrota, og koma sér ekki saman um lausnir á vandanum. Þeir hefðu kannski átt að leita víðar ráða en hjá nokkrum forstjórum. Rétt er að taka það fram að þetta er skráð í upphafi septembermánaðar og miðað við ástandið í dag gæti alveg eins farið svo að þegar þessar línur birtast á prenti þá verði ríkisstjórnin farin frá og við komnar á fullt í kosningabaráttu. Eins og vikið var að hér að framan þá voru það fyrst og fremst laun fólks sem vegið var að með bráðabirgða- lögunum í ágústlok. Okkur Kvennalistakonum var of- boðið, fólk hefur mátt þola matarskatt, tvær gengisfell- ingar, afnám samningsréttar og aðra óáran á sl. ári og nú var enn bætt við og laun fryst. Það var því ákveðið að afhenda Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra bréf sem og nokkrar tillögur frá Kvennalistakonum til jafn- vægis og jöfnunar lífskjara í landinu. Kvennalistakonur víðs vegar að af landinu höfðu komið með innlegg í um- ræðuna og síðan var unnið úr þeim punktum í bréf til Þorsteins Pálssonar. Bréfið og tillögurnar voru afhentar föstudaginn 26. ágúst og fjölmenntu konur til að hitta Þorstein fyrir utan Stjórnarráðið þar sem hann tók við bréfinu. Það er rétt að fara hér nokkrum orðum um þessa að- gerð okkar sem hinir daglegu fjölmiölar sýndu takmark- aðan áhuga og athygli. Konur söfnuðust saman á skrif- stofu Kvennalistans um klukkan fimm og voru þar mætt- ar með kökukefli og önnur eldhúsáhöld. Einnig höfðu verið búnir til borðar með alls kyns áletrunum eins og t.d. ,,Þið getið þetta ekki einir,“ „Beislum þann gráa,“ ,,Hver á að þrífa ósómann," o.fl. Síðan gekk hópurinn frá Laugavegi 17 niður að Stjórnarráðshúsinu og þar þurfti hann aö biða nokkra stund eftir Þorsteini. Til að stytta okkur stundir sungum við skemmtileg lög eins og „Kanntu brauð að baka“ og „Sigga litla systir min“ og þessi lög fékk Þorsteinn að heyra þegar hann loksins kom. Þarna voru konur saman komnar með eldhús- áhöldin til að bjóða fram krafta sína til aö baka nýja þjóð- arköku, eftir nýrri uppskrift. Það er ekki sama hvað er sett í kökuna né heldur hvernig hráefnunum er blandað saman. En hér kemur svo bréfið og tillögurnar sem lesið var upp fyrir Þorstein fyrir utan Stjórnarráðshúsið. Hann hefur ekki svarað því ennþá þegar þetta er ritað, né heldur leitað eftir frekari tillögum Kvennalistans í efna- hagsmálum. 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.