Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 23

Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 23
IVAR ORGLAND: Skáldsagan um „Lillelord46 Eftir JOHAN BORGEN í. Skáldsagan Lillelord (Litli lá- varðurinn) kom út haustið 1955, sama ár sem Johan Borgen átti þrjátíu ára rithöfundarafmæli. Það er ógerningur að n-efna fyrri verk hans að nokkru ráði, svo að nægja verður að geta þess lauslega, að Borgen, sem er jafnaldri H.K. Lax- ness og hafði um þetta leyti gefið út 18 bækur, var þekktastur sem smá- sagnahöfundur og fyndinn pistla- höfundur í Dagbladet, þar sem hann skrifaði undir nafninu Mumle Gásegg. — Auk þess liggja eftir hann leikhúsverk ekki lítilvæg. í „Meðan við 'bíðum“ (1938), sem sýnt hefur verið í Reykjavík í þýðingu Tómasar Guðmundssonar, tekur skáldið til meðf-erðar hin sál- fræðilegu áhrif biðarinnar af næmri innlifun; í Andersensfjölskyldunni gefur hann fjörlega og einkennandi lýsingu á meðalfjölskyldu; og Vík- ingar hans eru raunverulegur fyrir- rennari Gerplu, en glettni hans þar er góðlátlegri og leikritið er ekki eins kaldranalega stefnubundið og sagan. Það er lítt skiljanlegt, að Víkingar skuli ekki hafa verið leiknir í Reykja- vík, hér hafa íslenzkir vinir okkar orðið af mikilli skemmtun frá dögum Haralds hárfagra. Jafnvel þótt langt sé um liðið síðan maður sá leikritið, ■er auðvelt að kalla fram í huga sinn þá mikilfenglegu garpa, sem koma heim úr víking, hálfbroslegar hetjur bæði vegna lítt hetjulegs kvefs með hlægilegum hnerrum og þar að auki vegna eftirkasta enn óhetjulegri sjó- veiki. Sjálfur Haraldur hárfagri fer heldur ekki varhluta af þessu. Ekki er konungsvirðuleikinn rishærri en svo, að hann blæs sig upp eins og hani, undireins og hann finnur meyjarilm, og manni verður hugsað til atvika í Gerplu, þegar t.d. hár- lubbanum, sem Rögnvaldur Mæra- jarl klippir af Haraldi, er lýst svo lúsugum, að lúsin skríður með hann eftir leiksviðinu. — Eins og margir

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.