Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
88. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mikil en árangurs-
laus leit að Aldo
Moro í Genúa 1 gær
Rómaborg, 28. apr. Reuter.
ITALSKI kommúnistaflokkurinn
ítrekaði í kvöld þá afstöðu að
ekki yrði samið við mannræn-
ingja Aldo Moros fyrrverandi
forsætisráðherra og hvatti til
aðgerða gegn skæruliðunum. í
kvöld hafði ekkert nýtt spurzt frá
skæruliðum. en síðdegis í dag
hófst skyndilega mjög umfangs-
mikil leit af hálfu lögreglu í
Genúa.
í ritstjórnargrein blaðsins
L'Unita, málgagni kommúnista,
Sama stjóm
í Líbanon
Uoirut. 28. apr. Reutor.
ELIAS Sarkis forseti Líbanons
fól Selim Al-IIoss, forsætisráð-
herra að sitja áfram f embætti
sínu og mynda nýja ríkisstjórn.
Ekki kom þessi tilkynning á
óvart og var hún birt af forseta
þjóðþingsins Kamel Assad eftir að
sá hafði verið á fundi hjá forsætis-
ráðherranum. Selim Al-Hoss
stýrði ríkisstjórn embættismanna
sem var mynduð eftir borgara-
styrjöldina í landinu árið
1975—1976. Sú stjórn sagði af sér
í fyrri viku, þar sem tímabært
þótti að stjórnmálamenn fengju
meiri áhrif í landinu. Hefur
augljóslega verið horfið frá því
ráði.
var lögð áherzla á að það vekti
fyrir Rauðu herdeildinni og fylgi-
fiskum hennar að vekja skelfingu
meðal fólksins og þeir vilji geta
greitt höggin þung þar sem þeir
sjálfum þóknist. Ránið á Aldo
Moro sem sé stórkostlega alvarleg-
ur glæpur sé hins vegar augljós-
lega aðeins liður í ráðabruggs-
keðju þeirra.
Nokkrum sinnum í dag var
hringt til lögreglunnar og sagt að
Moro væri að finna á ýmsum
nefndum stöðum, en í öllum
þessum tilvikum var um gabb að
ræða.
í morgun birtist í tveimur
morgunblöðum á Ítalíu II Tempo
og ILGiornale viðtal við Cristoforo
Piancone, einn fylgismann Rauðu
herdeildarinnar þar sem hann
segir að innan hreyfingarinnar séu
um fimmtán hundruð manns og
fái hver þjálfun í eitt ár. Allir sem
séu í samtökum þessum séu
reiðubúnir að drepa en geri sér
einnig ljóst hvað kunni að bíða
þeirra sjálfra. Piancone er í
fangelsissjúkrahúsi í Tórínó eftir
að hafa meiðzt í árás á fangelsis;
vörð fyrir tveimur vikum. I
viðtalinu var haft eftir Piancone
að Rauðu herdeildarmenn hefðu
aðsetur sín í Mílanó, Tórínó,
Genúa og Rómaborg og ynni hver
deild sjálfstætt.
Dregið hefur verið í efa að viðtal
þetta geti verið ófalsað ð sönnur
að svo væri.
orustuþotna
til Miðausturlanda
þrjú aðskilin mál
Washington, 28. aprfl. Reuter.
BANDARIKJASTJÓRN hcfur ákveðið að skoða ekki sem eitt mál
umdeildar áætlanir sínar um sölu orustuþotna til þriggja landa fyrir
botni Miðjarðarhafs, að því er háttsettur þingmaður öldungardeildar
Bandaríkjaþings skýrði frá í dag.
Talið er líklegt að gripið sé til þessa ráðs til að afstýra yfirvofandi
árekstrum milli þingsins og stjórnarinnar. en talsverður ágreiningur
ríkir um þessar áætlanir stjórnar Jimmy Carters.
Frá þessari slökun stjórnarinn-
ar í málinu, skýrði þingmaðurinn
Frank Church skömmu áður
en
utanríkismálanefnd' þingsins hóf
fyrir luktum dyrum umræðu um
sölusamningana, sem gefa Banda-
ríkjamönnum 4,8 milljarða dollara
í aðra hönd.
Áætlunin gerir ráð fyrir því að
seldar verði 60 F-15 orustuþotur
til Saudi Arabíu, 50 F-5 þotur til
Egyptalands og 90 stykki af F-5 og
F-16 þotum til ÍSraels.
Skýrt var frá því í dag að;
tveKgja daga viðræður Cyrus
Vance utanríkisráðherra Banda-1
ríkjanna og Moshe Dayans utan-
ríkisráðherra Israels hefðu verið
vinsamlegar og gagnlegar.
Dayan skýrði frá ýmsum nýjum
hugmyndum varðandi frið í lönd-
framhald á bls. 30
Óvenjulegt er að sjá mynd á borð við þessa af Irinu McCellen (t.v.) og Lenu dóttur hennar. Myndin
er tekin þegar sovézkir lögreglumenn handtóku þær úti fyrir bandaríska sendiráðinu í Moskvu 20.
aprfl en þar mótmæltu þær því að fá ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Líkur aukast á því að Irina
McCellan fái að fara frá Sovét
Moskvu. 28. apr. Reutor.
RÚSSNESK eiginkona bandarísks háskólapróf-
essors, Irina McCellan, sem kom af stað
diplómatísku fumi og fáti þegar hún skipulagði
mótmæli fyrir utan bandariska sendiráðið í
Moskvu. hefur nú fengið boð um að hún skuli
sækja að nýju um vegabréfsáritun.
Frúin hlekkjaði sig við grindverk sendiráðsins í
fyrri viku til að láta í ljós gremju sína vegna þess
að hún fékk ekki leyfi til að flytjast úr landi og
til Bandaríkjanna. Gerði hún þetta er Cyrus Yance
utanríkisráðherra var í Sovétríkjunum. Mun Vance
síðan hafa tekið að sér málið og rætt það við
starfsbróður sinn Andrei Gromyko.
Fjölskylda Irinu sagði í dag að hún hefði ætlað
að fara í sendiráðið til viðræðna þegar Iögreglu-
menn komu til hennar og fylgdu henni á
vegabréfsskrifstofu. Þar var hún látin endurnýja
umsókn sína og telja menn það benda til að hún
fái nú að fara úr laridi.
10.000 flýðu í gær frá
Burma til Bangladesh
Dacca. 28. aprfl. Reuter.
TÍU þúsund flóttamenn flýðu í
dag til Bangladesh frá Burma og
skýrðu þeir frá því að hermenn
stjórnarhersins hefðu hrakið þá
frá heimilum sínum. Margir
skýrðu einnig frá því að þVir
hefðu orðið a þola lfkamsmeiðing-
ar. nauðganir og rán.
Þar með hafa um 40.000 manns
flúið frá Burma í þessum mánuði.
Afganistan:
Byltingarstjórnin vird-
ist haf a tögl og hagldir
Islamabad, 28. apr. Reuter.
í KVÖLD virtist komin kyrrð á
að mcstu í höfuðborg Afganistan
Kahul. eftir hörð átök þar í gær
cr herinn í landinu gerði byltingu
og hratt frá völdum Daoud
forseta og var hann drcpinn er
hann neitaði að gefast upp íyrir
byltingarmönnum. Ekki hefur
verið gert uppskátt hversu mikið
mannfallið hefur orðið en ljóst er
að það er mikið og af fréttatil-
kynningum sem birtar hafa verið
í útvarpinu í Kahul má ráða að
ekki séu alls staðar allir á eitt
sáttir um nýju ríkisstjórnina.
Daod forseti hafði sætt gagn-
rýni fyrir einræðiskennda stjórn-
arháttu og hann hafði lagt sig
fram um að koma á eins flokks
kerfi í laridinu sem á landamæri
að Sovétríkjunum, Pakistan, Iran
og Kína.
Diplómatiskar heimildir segja
að tala fallinna í höfuðborginni sé
áreiðanlega mjög há og eftir þeim
framhald á bls. 30
en flóttafólkið segir allt að það
hafi verið rekið frá heimilum
sínum af hermönnum sem síðan
hafi brennt heilu þorpin til
grunna.
Stjórn Bangladesh lokaði í dag
landamærum sínum við Burma,
þegar þær fregnir bárust að
handan landamæranna væru um
60.000 flóttamenn sem biðu færis
að komast yfir landamærin. Var
landamæravörðum skipað að snúa
flóttamönnum frá landamæra-
stöðvunum.
Áreiðanlegar heimildir í Ran-
goon segja að flóttafólkið sé
ólöglegir innflytjendur frá
Bangladesh, sem nú séu að snúa til
fyrri heimkynna af ótta við
aðgerðir stjórnvalda Burma gegn
þeim.
Settar hafa verið á stofn flótta-
mannabúðir og hefur Alþjóða
rauði krossinn tekið þátt í hjálpar-
starfinu ásamt stjórnvöldum í
Bangladesh.
Sikim Ali, 56 ára flóttamaður,
sem kom til Bangladesh fyrir
tveimur dögum með konu sína og
börn sagði við fréttamann Reuters
að hermenn hefðu allt í einu birtst
í þorpinu sem hann hafði búið í í
20 ár og skipað öllum þorpsbúum
að yfirgefa heimili sín. „Nokkrir
þorpsbúar voru barðir og kveikt
var í húsunum. Sumir hermann-
anna nauðguðu einnig kvenfólki í
þorpinu," sagði Ali.
framhald á bls. 30
Kólerutilfell-
unum fækkar
(Icnf. 28. apr. Reuter.
SJÖ þúsund færri kólerutilfelli
komu upp í heiminum á árinu
1977 en árið á undan að því er
segir í skýrslum Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar WHO í
dag.
Engu að síður stakk veikin sér
niður í fleiri löndum nú en árið á
undan eða alls 34 borið saman við
25 árið á undan.
Alls er vitað um að 58.661 maður
hafi veikzt af kóleru á árinu 1977.
Er veikin mjög á undanhaldi og
má geta þess að kólerusjúklingar
árið 1975 í heiminum voru 90.467.