Morgunblaðið - 03.12.1974, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
íslandsmótið 2. deild
ÍBK-KA15-20
Á LAUGARDAG var einn leikur háður I 2. deild Islandsmótsins í
handknattleik. Það voru KefIvíkingar, sem fengu lið K.A. frá Akureyri i
heimsókn, og heim sneru Akureyringar með tvö dýrmæt stig, dýrmæt, því
baráttan um sigur i 2. deild virðist ætla að verða jöfn og hörð.
Leikurinn f heild var fremur illa leikinn. Það kom þó fljótt I Ijós, að
Akureyringarnir voru mun sterkari. Þó kom klístursreglan fræga illa niður
á liðinu i fyrri hálfleik, en þegar líða tók á jöfnuðu leikmennirnir sig á
klfstursmissinum.
í fyrri hálfleik skiptust liðin á um að skora, og þegar biásið var til hlés
höfðu K.A.-menn tveggja marka forskot, 8 mörk gegn 6.
í sfðari hálfleik fóru Akureyringarnir svo að siga fram úr, og sigruðu
örugglega með 20 mörkum gegn 1 5.
Margir höfðu beðið spenntir eftir að sjá K.A.-liðið f leik hér sunnan
heiða, þar sem liðið hefir verið nefnt sem hugsanlegur sigurvegari f
deildinni. Frammistaðan f þessum leik gaf þó ekki tilefni til slfks, en þess
ber að gæta, að daginn eftir átti liðið að leika gegn Þrótti, og hefur ef til
vill sparað kraftana fyrir þau átök, sem f vændum voru.
Beztu menn K.A. f leiknum voru þeir Þorleifur Ananiasson, sem er mjög
laginn Ifnumaður, og í vörninni áttu Hermann Haraldsson og Haraldur
Haraldsson ágætan leik. Þá er og vert að geta um frammistöðu mark-
varðarins Magnúsar Gauta
Lið Keflvíkinga hefir ekki mörgum snjöllum handknattleiksmönnum á
að skipa. j þessum leik var Þorsteinn Ólafsson, sem verið hefir ein
styrkasta stoð liðsins, illa fjarri góðu gamni, og hefir það efalaust veikt
liðið að mun. Beztir f þessum leik voru Steinar Jóhannsson, Sigurbjörn
Gústafsson og Einar Leifsson.
Mörkin: K.A. Þorleifur 9 (3v), Hörður 6 (3v), Halldór 2 (1v), Guð-
mundur, Jóhann og Sverrir eitt mark hver.
ÍBK. Steinar 7 (2v), Sigurbjörn 3 (1v), Einar og Sigurður 2 hvor og
Þorsteinn eitt.
Dómarar voru Jón Sigurðsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Þeir voru
vel samkvæmir sjálfum sér, en hefðu mátt vera röggsamari.
Siab. G.
HaJldór Bragason skorar fyrir Þrótt I leiknum við KA
Þróttur — KA 20—22
STÓRLEIKUR fór fram f 2. deild íslandsmótsins f handknattleik á
sunnudag. Þá mættust Þróttur og K.A. en þessi tvö lið ásamt K.R. og Þór
frá Akureyri hafa verið tfttnefnd sem þau lið, sem berjast mundu um
sigurinn í deildinni.
Leikur liðanna var fjörugur frá upphafi. Þó gerðu bæði liðin sig sek um
mistök f byrjuninni, einkum þó Akureyringarnir. Þegar taugaspennan fór
að minnka var leikurinn oft laglega leikinn.
í fyrri hálfleik hafði Þróttur oftast frumkvæðið. Þó tókst K.A.-mönnum
ávallt að jafna, og var jafnt á öllum tölum upp f 7—7, en í lok hálfleiksins
tóku Þróttarar mikinn sprett, og höfðu fjögurra marka forystu f leikhléi,
1 2 mörk gegn 8.
Framan af siðari hálfleik hélzt þessi munur. en þá fóru K.A.-menn að
taka verulega við sér. Og þeir gerðu meira en að jafna, þvf þegar tfu
minútur voru til leiksloka voru Akureyringarnir komnir yfir. Þegar aðeins
tvær mfnútur voru eftir höfðu þeir enn bætt um betur og voru fjögur mörk
yfir, en lokaorðið f leiknum áttu Þróttarar, skoruðu tvisvar hjá K.A.
Leiknum lyktaði þvf með sigri K.A., 22 mörk gegn 20 Þróttara.
Eins og fyrr getur var leikurinn á köflum hinn skemmtilegasti, mikil
barátta og ekkert gefið. Lið K.A. virðist f góðri æfingu, og ætti hæglega að
geta blandað sér f toppbaráttuna, sem það hefir reyndar þegar gert. Borið
saman við lið félagsins frá f fyrra rekur maður fyrst augun f að
markvarzlan hefir lagazt til mikilla muna. Sóknarleikurinn er á köflum
ágætur. Aftur á móti mætti vörnin batna. Beztu menn K.A. voru Halldór
Rafnsson, Hörður Hilmarsson og Þorleifur Ananfasson. Þá var markvörð-
urinn Magnús Gauti Þrótturum erfiður. T.d. varði hann þau tvö vftaköst,
sem Þróttararnir fengu.
i þessum leik brotnuðu Þróttararnir gjörsamlega þegar K.A.-menn tóku
að sækja í sig veðrið. Þó að lyktir leiksins hafi orðið þær, sem raun ber
vitni, er mótið til þess að gera nýhafið, og allt getur gerzt þegar á Ifður
veturinn. í 2. deild verður þvi ekkert lið afskrifað enn sem komið er.
Beztir Þróttara voru þeir Bjarni Jónsson og Halldór Bragason.
Mörkin. K.A.: Halldór 9 (5v), Hörður 5, Geir 5 (1v), Þorleifur 2 og
Ármann eitt.
Þróttur: Bjarni, Halldór og Jóhann 4 hver, Friðrik 3, Björn og Trausti 2
hvor og Sveinlaugur eitt.
Leikinn dæmdu Valur Benediktsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og
gerðu það ágætlega. Sigb. G.
RAGNARI ()K Afíl MARKINII
OG ÁRMANN VANN14—13
SNILLDARMARKVARZLA
Ragnars Gunnarssonar I Ar-
mannsmarkinu varð öðru fremur
til þess að Ármenningar hlutu
bæði stigin I viðureign sinni við
Vfkinga í 1. deildar keppni ls-
landsmótsins f handknattleik á
sunnudaginn. Fyrstu 25 mfn.
leiksins hélt Ragnar marki sfnu
hreinu, og var ekki laust við að
menn væru farnir að vorkenna
stórskyttunum f Víkingi sem ætl-
uðu aldrei að finna leiðina fram-
hjá honum. Var það ekki fyrr en
Sigfús Guðmundsson smaug inn
úr horninu, að Ragnar átti ekkert
svar, en Víkingunum tókt þó ekki
að bæta nema einu marki við það
sem eftir var hálfleiksins.
En vörn Armannsliðsins átti
líka stóran hlut að máli. Hún er
gífurlega sterk og dugnaður leik-
mannanna takmarkalaus. Var
vörnin á stöðugri hreyfingu og
skyttur Víkinganna stöðvaðar
áður en þær náðu að komast f
sketstöðu. Jafnframt var svo vel
gætt að línumönnunum. Slíkur
varnarleikur sem þessi er gífur-
lega erfiður, enda mátti glöggt sjá
þreytumerki á Ármenningum í
seinni hálfleiknum og þá loks
byrjuðu Víkingarnir að skora.
Tókst þeim að vinna upp sex
marka forskot sem Ármenningar
höfðu náð meðan vörnin var hvað
bezt og jafna 13:13, þegar 2
mínútur voru eftir. En Ármenn-
ingar höfðu svo heppnina með sér
og Jens Jensson skoraði sigur-
mark þeirra á siðustu minútunni.
En til þess að vinna leiki þurfa
Ármenningarnir á sinni góðu
vörn og markvörzlu að halda. 1
sókn er þetta lið ekki atkvæða-
mikið, og það skorar aldrei mjög
mörg mörk. Að þessu sinni gekk
þeim sérstaklega erfiðlega að
ráða við Sigurgeir Sigurðsson sem
var í Víkingsmarkinu lengst af og
varði oft með mikilli prýði.
Verður það Víkingsliðinu örugg-
lega mikill styrkur að Sigurgeir
skuli aftur hafa bætzt í hópinni,
jafnvel þó svo að Rósmundur hafi
staðið sig með ágætum í markinu,
það sem af er.
Þetta var greinilega ekki dagur
Víkingsliðsins. Má vera að það
hafi talið sigur i leiknum visan
fyrirfram. Þegar svo á móti blés í
upphafi og Ragnar Gunnarsson
tók öll skot þeirra virtust leik-
mennirnir flestir hverjir missa
móðinn og voru mjög óákveðnir í
aðgerðum sínum. Þannig hleypti
t.d. Einar Magnússon aldrei í sig
verulegri hörku til þess að
stökkva upp og skjóta. Þegar
fyrstu skot hans misheppnuðust
lét hann þar við sitja. Einu Vík-
ingarnir, sem börðust leikinn út,
voru þeir Sigfús Guðmundsson og
Stefán Halldórsson, og það var
einungis fyrir þá baráttu að Vík-
ingarnir unnu upp forskot Ar-
menninga og stóðu jafnt að vígi
þegar leiknum var að ljúka.
Annars er greinilegt að Víking-
arnir leika nú betri vörn en þeir
hafa gert aó undanförnu, en ein-
mitt það atriði hefur löngum
orðið liðinu að falli. Hreyfan-
leikinn er miklu meiri, og fá-
tíðara að stórar gloppur myndist.
Ármenningar verða örugglega
öllum liðum erfiðir í vetur. Verði
Ragnar Gunnarsson í öðru eins
formi og hann var í lengst af
þessum leik, er ákaflega erfitt að
leika á móti liði hans. Það helzta
sem Ármenninga virðist skorta er
meira úthald, en leikur liðsins
hefur viljað detta niður þegar á
líður. Ungu mennirnir í liðinu
eru flestir hverjir bráðefnilegir
og nægir þar að nefna Jens Jens-
son, Hörð Harðarson og Stefán
Hafstein, en sá síðastnefndi er
mjög góður varnarleikmaður, en
hefur þó þann galla að nota hend-
urnar of mikió þegar hann er að
verjast mönnum. Er það raunar
galli, sem margir íslenzkir hand-
knattleiksmenn hafa, og hefur
orðið hált á.
Jens Jensson skorar sigurmark Armenninga í leiknum við Víkinga
á sunnudaginn.
ÞRÓTTUR OG UMFL SIGRUÐU
ÞRÓTTUR og Vfkingur sóttu Laug-
vetninga heim um helgina og léku i
undankeppni islandsmótsins f blaki.
Þróttur og UMF.Biskupstungna léku
fyrst og sigruðu Þróttarar örugglega
f báðum hrinum 15—9 og 15—1.
Leikurinn var ágætlega leikinn af
báðum aðilum framan af. Leikur
Þróttar var nú allur annar og betri en
f Reykjavfkurmótinu á dögunum.
Uppspilið var mjög gott hjá Eirfki
Stefánssyni og skelltu þeir Guð-
mundur Pálsson, Valdimar og Frf-
mann oft mjög fallega framhjá
hávörn Tungnamanna. Geta Tungna-
manna kom nokkuð á óvart og héldu
þeir nokkuð í við Þrótt en tauga-
spenna óreyndra liðsmanna varð
þeim að falli og Þróttur sigldi framúr
og sigraði örugglega 15—9. Sfðari
hrinan var alger einstefna af hálfu
Þróttar og komust þeir f 6—0 og
höfðu þá tapað fjórum uppgjöfum en
Tungnamenn engri. Guðmundur
Pálsson, sem virðist hafa fengið aft-
ur sína fyrri leikgleði, átti stórleik og
reyndist Austanmönnum erfiður,
einnig átti Valdimar góðan leik. í liði
Biskupstungna, en það er skipað
piltum úr menntaskólanum að
Laugavatni, áttu Björgvin, Böðvar,
Helgi og Guðjón Arngrfmsson skást-
an leik en annars skortir liðið allt
betri boltameðferð og er fingurslag
og baggerslag ónákvæmt hjá þvf.
Uppstilling liðsins þegar tekið er við
uppgjöf er mjög þvælin og vissu
menn oft ekki hvað þeir áttu að
standa og dekkuðu oft tveir upp
sama svæði.
Sfðari leikurinn var á milli Vikinga
og Umf. Laugdæla og bauð hann upp
á meiri spennu og skemmtilegheit
fyrir hina fjölmörgu áhorfendur. Vfk-
inur komst f 3—0 og 4—3 en þá
misheppnuðust hjá liðinu sex upp-
gjafir og Laugdælir komust f 10—9.
Þá unnu Vfkingar boltann og komust
I 12—10 en Rafnar átti sfðan fimm
uppgjafir, sem allar gáfu stig, og
Laugdælir sigruðu 15—13. Það.
sem réð úrslitum f þessari hrinu.voru
uppgjafirnar. Heimamenn áttu mjög
fastar og góðar uppgjafir og mis-
heppnaðist aðeins ein en hjá Vfkingi
voru þær afleitar og átta misheppn-
uðust I sfðari nrinunni tóku Laugdæl-
ir fljótlega forystu og komust f 4—1
en sfðan jöfnuðu Vfkingar og komust
yfir 8—6. Sfðan tók Páll Skúlason
sjö uppgjafir f röð sem gáfu stig, og
Laugdælir komust f 13—8 og inn-
sigluðu sigurinn sfðan og úrslit urðu
15—9. Hjá Laugdælum átti Anton
langbeztan leik og laumur hans eru
frábærar auk þess sem hann skellti
mjög mikið. Pálarnir, Skúlason og
Ólafsson, áttu einnig góðan leik og
voru uppgjafir þeirra mjög góðar.
Annars er fingurslag mjög óhreint
hjá liðinu og sömuleiðis bagger en
þeir gátu leyft sér það þvf dómararn-
ir dæmdu ekki neitt.
Hjá Víkingi var hávörn og uppspili
mjög ábótavant. Sókn liðsins var
bitlaus og leikmenn hræddir við að
skella ef hávörn var á lofti. Annars
áttu Víkingar við ramman reip að
draga þar sem dómararnir voru. Hin
lélega dómgæzla í leiknum fór svo f
skapið á Víkingum, að þeir hugsuðu
meir um að skammast en spila en
höfðu samt ærna ástæðu til. Dóm-
gæzlan I leiknum var fyrir neðan
allar hellur og sögðu menn eftir leik-
inn, að það væri afturför ef hleypa
ætti blakinu niður á sama plan og
það var fyrir þremur árum, þvl sóp
og grip leikmanna Laugdæla var
mjög áberandi. Dómara ber fyrst og
fremst að fara eftir lögum og reglum
en sfðan er það hans að meta getu
liðanna og miða sinn dóm við betra
liðið þannig að annað liðið geti ekki
hagnazt á brotum. sem betra liðið
fremur ekki. Þetta fór f skapið á
Vfkingum sem von er og gáfust þeir
upp við þetta. Hjá Vfkingi átti Elias
einna skástan leik en aðrir léku und-
ir getu. Dómarar voru Greggviður
Norðdahl og Guðmundur Skúli
Stefánsson. Áhorfendur voru mjög
margir og létu heldur betur f sér
heyra.