Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 Viðræður um stækkun norsku landhelginnar Ósló.21. apríl. NTB. Keuter. NORÐMENN ætla að taka upp viðræður um útfærslu norsku landhelginnar úr 12 mflum í 50 við Breta, Rússa og aðrar hlutað- eigandi þjóðir í maílok að lokinni hafréttarráðstefnunni I Genf. Jens Evensen hafréttarráð- herra skýrði frá þessu á þingi norska Verkamannaflokksins. Hann sagði að 50 mílna fisk- veiðilögsaga við Norður-Noreg yrði aðeins áfangi á leið til 200 mílna fiskveiðilögsögu. Evensen sagði að 200 milur væru einnig takmarkið á Norður- sjó, en Norðmenn væru fúsir að semja til bráðabirgða eða lengri tíma um undanþágur handa þjóð- um sem hefðu frá gamalli tíð veitt á miðum sem kæmust undir norska lögsögu. Hann taldi að fleira þyrfti að koma til en 50 mílna landhelgi og gildandi togveiðibann á vissum miðum og tilteknum árstímum til að leysa þann vanda að tryggja vernd og viðgang fiskstofna. Evensen taldi nauðsynlegt að stjórnmálaflokkarnir samræmdu stefnu sína í þessu hagsmunamáli og lagði áherzlu á nauðsyn þjóðar- samstöðu. Hann sagði að náið samráð yrði haft við sjávarútveg- inn og þingflokka í þessu máli. Hann sagði að Norðmenn gætu ekki tekið lögin i sinar hendur og benti í því sambandi á alþjóða- hyggju jafnaðarmanna og olíuút- flutning landsmanna. Hann kvað það ekki stefnu Verkamanna- flokksins að efna til „þorska- stríða“ heldur afla skilnings á kröfum Norðmanna með samningaviðræðum. Fulltrúar Norsk Hydro hérlendis: Möguleikar kannaðir á orku- frekum iðnaði utan SV-lands UM þessar mundir dveljast hér á landi fnlltrúar Norsk Hydro til viðræðna við yfirvöld orkumála um mögulcika á samstarfi um orkufrekan iðnað hér á landí. Að sögn Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra er hér um hrein- ar könnunarviðræður að ræða enn sem komið er, þar sem full- trúar frá báðum löndum reyna að meta sameiginlega möguleika á þessu sviði og hvort samvinnu- grundvöllur kunni að vera fyrir hendi. Jóhanncs sagði ennfremur, að hingað -til hefðu viðræðurnar að- allega snúist um möguleikana á þvi að koma upp orkufrekum iðn- aði utan Suðvesturlandsins, þar eð nóg þætti þar komið. Hefur verið aflað upplýsinga með tilliti til þess að velja orkufrekum iðn- fyrirtækjum stað annað-hvort á Norðurlandi eða Austurlandi. Jóhannes kvað fulltrúa Norsk Hydro hafa sýnt áhuga á að halda þessum könnunarviðræðum áfram í þvi skyni að átta sig betur á aðstæðum hér á landi. Ljósm. Sv. Þorm. VELKOMIN — Þannig var gestum fagnað í hlaðvarpan- um við Norræna húsið, þegar Alandseyjavikan var sett þar sl. laugardag. Tveir álenzkir fiðlarar ásamt konum f álenzk- um þjóðbúningi tóku á móti þeim er viðstaddir voru setn- inguna. Af nógu að taka á Alandsey j avikunni Samið við prentara, Vopn- firðinga, og injólkurfneðinga SAMNINGAR hafa tekizt milli Hins fslenzka prentarafélags og Félags fsl. prentsmiðjueigenda. Að sögn Grétars Nikulássonar, framkvæmdastjóra FlP, er sam- komulagið í meginatriðum hlið- stætt hcildarsamkomulagi ASl og VSl. Einnig hafa náðst samningar milli vinnuveitenda og verkalýðs- félagsins á Vopnafirði, en félagið þar var eitt af fáum félögum er felldi heildarsamkomulag ASl og VSl. Að sögn Gísla Jónssonar, eins af forráðamönnum verka- lýðsfélagsins á Vopnafirði, felur samkomulagið í sér að láglauna- bæturnar verða 5.100 krónur í stað 4.900 krónur en hámarkið sem bæturnar ná til eru aftur á móti lægra en i heildarsamkomu- laginu eða 60 þúsund krónur. 1 öðrum atriðum er samkomulagið hliðstætt heildarsamkomulaginu. Þá hafa mjólkurfræðingar ákveðið að fresta verkfallsaðgerð- um sínum, sem þeir höfðu boðað, en í þess stað orðið samkomulag milli þeirra og félaga verkalýðsfé- lagsins Þórs á Selfossi annars veg- ar og Mjólkursamsölunnar og Framhald á bis. 24 ALLIR sýningarmunir Alands- eyjasýningarinnar komu tiJ lands- ins sl. laugardag. Var. þá þegar hafizt handa um að setja sýning- una upp, þannig að hún var opnuð á sunnudag eða aðeins degi sfðar en upphaflega var gert ráð fyrir. Álandseyjasýningin er í nokkrum deildum, því að hún skiptist í almenna listsýningu, listiðnaðar- sýningu, sýningu á nokkrum forn- munum allt f kjallara Norræna Magnús Kristinsson formaður Styrktar- félags vangefinna 8 félög hafa samþykkt sjómannasamninga: Ólafsvíkingar felldu en frestuðu verkfalli SAMNINGAR náðust f deilu undirmanna á bátaflotanum og útgerðarmanna um helgina. Búið var að greiða atkvæði um samn- ingana f níu félögum f gær og höfðu þeir þá aðcins verið felldir á einum stað, Olafsvfk, en á fundi stjórnar Verkalýðsfélagsins þar var ákveðið að fresta verkfalli um óákveðinn tfma. Atkvæðagreiðsla hjá þeim félögum, sem ekki hafa Járnbitum stolið fyrir 250 þús. kr. AÐFARARNÖTT miðvikudags- ins 16. apríl s.l. var stolið mjög verðmætum stálbitum af ióð gegnt álverinu í Straumsvík. Járnbitana átti að nota í járn- grindarhús sem þar stendur til að reisa. Verðmæti bitanna er talið vera um 250 þúsund krónur. Verðmætastir bitanna voru 6 stykki af 20 sm I-bitum, 6 metra löngum. Auk þeirra var stolið 30 stykkjum af misbrýndum vinkl- um, 5x7 m, 2—3 stykkjum af U- járni og nokkrum 1 metra löngum stöngum. Talið er, að vörubifreið hafi ekið þarna upp að og bitarnir verið settir upp á hana og síðan ekið á brott í snarhasti. Það eru tilmæli rannsóknarlögregiunnar í Hafnarfirði, að geti einhverjir veitt upplýsingar í málinu, hafi þeir samband við lögregluna. þegar haldið fundi um samn- ingana, fer fram f þessari viku, en sum félögin ætla að bfða til helgarinnar eins og t.d. Horn- firðingar. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að breytingar frá fyrri gerð samn- inganna væru ekki miklar, en þó mætti nefna þrjú atriði. Þegar loðnuskip héldi til veiða á fjarlægum miðum, hæfist nýtt tryggingartímabil. Það væri gert til þess, að hægt væri að útiloka að hlutur skipverja ætist upp á þeim tíma, sem verið væri í landi. Þá gilti þessi samningur aðeins til 1. júní. Ef segja ætti honum upp, þyrfti að gera það með 10 daga fyrirvara, annars framlengdist hann sjálfkrafa til 15. september. Þriðja aðalbreytingin er svo, að strangari ákvæði eru nú um helgarfri. Samið hjá ísal SAMNINGAR tókust milli Isals og 10 verkalýðsfélaga um kaup og kjör s.l. föstudag. Verða samningarnir bornir upp á féiags- fundum í þessari viku og kosið um þá. Að sögn aðila að kjara- samningunum verður efni þeirra ekki birt opinberlega fyrr en að loknum fundum í félögunum. Jón sagði, að þau félög, sem búin væru að samþykkja samn- ingana, væru á Akranesi, Grundarfirði, Hellissandi, Stykkishólmi, Þorlákshöfn, Sjómannadeild verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis, Sjómannafélag Reykjavíkur og matsveinafélagið. Magnús Kristinsson var kjörinn formaður Styrktarfélags vangef- inna á aðalfundi félagsins, sem haldinn var nýlega. Hjálmar Vilhjálmsson, sem ver- ið hefur formaður frá stofnun fé- lagsins fyrir 17 árum, og Sigríður Ingimarsdóttir, sem einnig hefur verið í stjórn frá upphafi, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Voru þeim þökkuð mikilsverð brautryðjendastörf i þágu vangef- inna hér á landi. Varaformaður félagsins er Gunnar Þormar, Jóhann Guð- mundsson ritari, en aðrir i stjórn eru Hörður Ásgeirsson og Krist- rún Guðmundsdóttir. hússins, sjóminjasýningu I for- dyri þess og loks bókasýningu. Alandseyjasýningin er opin dag- lega frá kl. 2—10 út þessa viku. Á þessari Áiandseyjaviku sem Norræna húsið gengst fyrir er einnig ýmislegt annað um að vera en sýningar. A morgun verður samfelld dagskrá frá Álandseyj- um í Norræna húsinu með þáttum úr atvinnu og stjórnmálasögu landsins. Þannig verður kl. 17 sýnd kvikmynd um siglingar á seglskipum, álenzkur skipstjóri rifjar upp endurminningar frá þeim tima. Kl. 19 hefst svo kynn- ing á atvinnulífi Álendinga eins og það er nú og ennfremur verður vikið að stjórnarfarslegri stöðu Alandseyja í dag. Meðal fyrirles- ara verður álenzka skáldið og fiskimaðurinn Karl-Erik Berg- man sem talar um fiskveiðar á Álandseyjum og sýnir hann til skýringar efni sínu litskyggnur, þar sem hin sérstæða fegurð Alandseyja kemur mjög vel i ljós. Myndræmur og kvikmyndir verða einnig til skýringar hinum erindunum. Kl. 17 á fimmtudag verður síð- asti fyrirlesturinn fluttur en þar segir frá listalífi Álandseyja og er það Kurt Weber sem flytur hann. A föstudag, laugardag og sunnu- dag verða sýndar kvikmyndir frá Álandseyjum. Níqería: Innfhitningsleyfi skreiðar afnumin Tollar hœkka í 25% NlGERÍSK stjórnvöld hafa num- ið úr gildi reglugerð þar sem kveðið er á um nauðsyn þess að afla innflutningsleyfa vegna skreiðarinnflutningsins til lands- ins en á sama tfma hafa stjórn- vöid hækkað innflutningstolla úr 3% f 25%, að því er blaðið Norges Handel’s og sjöfarts tindende skyrði frá nýlega. I samtali við Morgunblaðið í gær staðfesti Bragi Eiríksson, framkvæntda- stjóri Samlags skreiðaframleið- enda, að hér væri rétt með farið. Aó sögn Braga er Nigeríumark- aðurinn nú opnari en áður fyrir skreið vegna þess að innflutnings- leyfin hafa verið afnumin. Aftur á móti kvaðst hann aðeins hafa fengið mjög óljósar fregnir af fyrrgreindri toliahækkun en sagði að ef fregnir af henni reyndust réttar myndi sá tollur verða verulegur hemill á skreið- arinnflutninginn til Nigeriu. Bragi benti þó á, að hugsanlegt væri að Nígeriumenn hygðust Framhald á bls. 24 Höfðu tækin á brott með sér TVEIM góðkunningjum lög reglunnar var boðið f hús nokkurt nálægt Tjörninni um helgina. Er þeir yfirgáfu sam- kvæmið höfðu þeir á brott með sér sjónvarps- og útvarpstæki húsráðenda í ferðatösku. Athæfið var að sjálfsögðu kært og náðist i þrjótana og hafði þeim þá tekizt að koma tækjunum í verð. Við nánari athugun á þessum „kunningj- um“ kom í ljós, að annar þeirra hafði á sér tvö veski sem hann gat ekki fyllilega gert grein fyrir og einnig kom i ljós að hann hafði þjófnað á þriðja veskinu á samviskunni. Fundur í togara- deilunni í dag DEILUAÐILAR f verkfalli undirmanna á stóru togur- unum koma til fundar hjá sáttasemjara kl. 14 f dag, en þá eru liðnir átta dagar frá síðasta fundi þessara aðiija. Stóru togararnir hafa stöðvast hver af öðrum sfðustu daga og nú munu ekki vera nema fjórir eða fimm á veiðum, en alls eru þeir tuttugu og fjórir talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.