Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 37 / Líkið ð grasfletinurfi rtr 39 komið heim og hvenær hún hafði sjálf verið á staðnum þar sem morðið var framið. Það var ekki fyrr en hún var yfirheyrð í þriðja skipti að hún kom með þær upp- lýsingar sem hún hafði sagt mér. Ég kinkaði kolli til staðfesting- ar. — Hún er að reyna að vernda Yngve, og ef ég má vera hreinskil- in þá er ekki vanþörf á þvi. Christer horfði hugsi á hinn áhyggjufuila lögreglustjóra og ákvað siðan að vera dálítið 'vin- samlegri og sýna ögn meiri áhuga. Hann hellti sér í þriðja bollann og tautaði: — Við skulum nú sjá, hvort ég hef skilið þetta allt rétt. Tommy Holt kom sem sagt hingað á sunnudagskvöld og bjó um sig hjá Petrensystrunum. Og þá spyr ég: Hvaðan kom hann? Og hvað hafði hann verið að gera fram að því? Löving dró plögg úr leðurtösk- unni sinni. — Hann var kennari við öku- skóla í Stokkhólmi. Hann virðist hafa rækt starfið óaðfinnanlega og hann hafði ágætt kaup. A laug- ardaginn var bað hann um að fá frí í nokkra daga, en enginn vissi hvað hann ætlaði sér að gera eða hvert hann ætlaði að fara. Sama máli gegnir um konuna, sem hann leigði hjá, hún vissi ekki meira en að hann hefði bara ætlað að skreppa burt i nokkra daga. Christer strauk sér gegnum slétt svart hárið hugsi á svip. — í samtali við Petrensysturn- ar lét hann einhver orð falla um „bréf sem myndi breyta öllu hans lífi“. Bréf sem hann hafði fengið frá Skögum? Kannski á föstudag eða laugardag... er ekki hægt að kanna það á pósthúsinu hér, það gæti verið að fólkið myndi eftir því, þar sem allir fylgdust af áhuga með öllu því sem að Tommy sneri. Og ég vænti þess að þið hafið rannsakað föggurnar sem hann skildi eftir í Petrenhús- inu? — Já, en þar var ekkert nema frakki, náttföt og rakáhöld. — A mánudag og þriðjudag fór hann hvað eftir annað í heimsókn til Lou Mattson, ef treysta má upplýsingum hennar og við ger- um það væntanlega unz annað kemur i ljós. Hefurðu nokkuð um tímaákvarðanir í því sambandi? — Hann var þar á mánudegin- um frá klukkan tólf á hádegi til hálfniu um kvöldið. Rödd Anders Löving var bæði glaðleg og áhuga- söm. — Hann kom aftur um mið- nættið og var þar til morguns. og á þriðjudeginum var hann þar frá klukkan eitt til sex siðdegis. — Þetta virðist sannarlega mjög hömlulaust, þegar haft er í huga, að hún segist ekki hafa verið ástfangin af piltinum sagði Einar og gætti hæðni I röddinni. — Þvi að hún staðhæfir enn að það sé Yngve sem hún raunveru- lega elskar? — Þau geta nú hafa gert annað en sofa saman, sagði ég og fékk fyrir vikið vanþóknunarfullt augnaráð föður míns, sem aldrei hefur getað sætt sig við umbúða- lausar orðræður um slik efni. Christer hvarflaði augum i kringum sig. — A þriðjudagskvöldiðklukkan níu var hann staddur i eldhúsinu hjá Petrensystrunum að borða kvöldverð. Og þaðan fer hann. Puck, hvenær sagðir þú að Livia hefði sagt að Olivia hefði viljað fara og veita honum eftirför og njósna um hann. — Um ellefuleytið, ef ég man rétt. — En hann hafði talað um að hitta Lou klukkan hálfeitt um nóttina. Hvers vegna fór hann þá út klukkan ellefu? — Til að hitta einhvern annan, hvíslaði ég í hálfum hljóðum. — Og hvern? Enn gat enginn svarað því. Christer bar enn fram nokkrar spurningar, en svo virtist hann verða eins og áhugalaus og utan við sig. —Q Engin fingraför? — Engin nothæf. — Og niðurstaða krufningar? — Liggur enn ekki fyrir. Löving reis úr sæti eins og hann væri á báðum áttum. — Það minnir mig á að ég verð að fara inn til örebro í kvöld og því miður hef ég ekki bíl.. . Ég veit ekki, hvort hann hafði vonast til að Christer byðist til að aka honum þangað, svo að þeim gæfist færi á að tala lengur saman, en hafi svo verið býst ég við að hann hafi orðið fyrir von- brigðum. Umræddur aðili var þegar i fjörlegum skákumræðum við Ekstedt prófessor og því var það Einar sem hálftregur fór af stað með Iögreglustjórann. Við sem eftir sátum áttum einkar ljúft kvöld. Áður en faðir minn bauð góða nótt hafði hann meira að segja boðið Christer Wijk dús. Christer horfði brosandi á eftir honum. — Hann er sannarlega heill- andi persónuleiki! En hann er nú líka faðir þinn . . . Já, ég veit að ég ætti auðvitað að bjóða góða nótt og fara heim. Eins og þú kannski veizt eru þeir kvöld- svæfir hér í Skógum. En mér finnst nóttin vera of falleg til að Það verður ekkert sjónvarp í kvöld — þau eru ekki heima hinum megin. fara að sofa strax. Hvernig litist þér á að koma í stutta gönguferð meðan við biðum eftir að Einar komi heim? Þrátt fyrir leiðindaveðrið allan daginn hafði nú stytt upp og loftið var hlýtt og mettað af sterkum ilmi síðsumarnæturinnar og á himnum voru skýin óðfluga að leysast upp og grillti i fullt blóð- rautt tungl. Við gengum þögul eftir gras- flötinni og i áttina að bátnum. Christer vildi alls ekki vita, hvar eða hvernig lik Tommys hafði verið. Hann hjálpaði mér að hag- ræða mér á aftari þóftunni og enda þótt hann virtist við fyrstu sýn alltof langur til að geta rúmast í svona litlum bát voru hreyfingar hans bæði liprar og öruggar. — Ég man eftir því að alveg frá þvi ég var barn hefur bátur verið einmitt á þessum stað við Ar- bakka, sagði hann glaðlega og reri með nokkrum sterkum áratökum út á vatnið. Báturinn rann framhjá Arbökk- um og Petrenhúsinu og lengra inn á milli skuggsælla trjánna. Nóttin var kyrr og lá við manni fyndust einhverjir galdrar liggja í mildu loftinu. Ain breikkaði og virtist svört sem flauel ef ekki hefði slegið á vatnsflötinn barma frá tungli. Okkur til undrunar uppgötv- uðum við að klukkan var tekin að nálgast hálftólf og Christer fór þvi að stefna i áttina að Ár- bökkum á ný. Straumurinn var ekki sterkur, en ég fann að hann varð að leggja meira að sér og við sögðum ekki margt og þegar við töluðum eitthvað saman lækk- uðum við eins og ósjálfrátt róminn til að vera í samræmi við þann djúpa frið sem umlukti okkur. — Hvað er hægt að róa langt upp ána, spurði ég þegar við vorum komin að síðustu sveigj- unni og nálguðumst Árbakka. — Ekki nema spottakorn til við- bótar við það sem við fórum . . . framhjá Mattsonhúsinu og kannski framhjá veginum er liggur á milli hússins þeirra og heimilis Elisabetar. Christer sannaði réttmæti orða sinna með því að róa framhjá Mattsonhúsinu. Og allt í einu lagði Christer frá sér árarnar og við lögðum við hlustir. VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl 1 0.30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Of ung Hér er bréf frá stúlku, sem gengur ekki sem bezt að tjónka við kerfið: „Ég er 19 ára gömul stúlka, sem er byrjuð „að búa“, sem kannski er ekki i frásögur færandi. Við erum ekki trúlofuð, þar sem við erum skólafólk og eigum bara alls ekki fyrir hringum, enda eigum við nóg með að borga fæði og húsnæði. Minn maður er 21 árs og er því kominn á lögaldur. Erindi mitt með þessu bréfi þykir kannski ekki merkiiegt, en fyrir mig hefur það mikið að segja. Við komumst nefnilega aldrei á ball saman. Það er orðið svolítið þreytandi að þurfa alltaf að snúa heim aftur, vegna þess að ég er of ung, en ég er fædd i janúar 1956 og verð því ekki tvf- tug fyrr en eftir 9 mánuði. Þetta finnst mér stór galli á kerfinu. Alltaf fer ég samt af stað í þeirri von að komast inn, en það er vonlaust. Þess vegna langar mig til að spyrja einhvern af okkar háu herrum: A ég bara að gleyma hvað það er að skemmta sér þang- að til ég verð tvítug? Eða á ég bara að láta manninn flandra um allt? Kannski ég eigi að fara i Tónabæ?" Ekki eiguin við gott með að ráðleggja í þessu vandamáli, en það væri kannski hægt að koma með eina uppástungu. Það er nefnilega miklu hollara fyrir ung- ar stúlkur að fara ineð drauma- prinsana sína í gönguferðir á sólarströndinni en að eyða tim- anum við léttúðugar heimsóknir í syndum spillt öldurhús. Það finnst kerfinu að ininnsta kosti. 0 Aðeins fyrir Reykvíkinga? Guðbjörg Þórhallsdóttir i Keflavfk skrifar: „Þessa dagana eru rússneskir fimleikamenn að sýna listir sinar í Reykjavík og er ekki örgrannt um að aðra en Reykvíkinga fýsi að sjá þessa frábæru listamenn. Nú hef ég ásaint fleira fólki héð- an af Suðurnesjum hringt i íþróttahöllina í Laugardal oftar en einu sinni, en svarið er það sama: „Miðar eru ekki teknir frá.“ Er þá innflutt menning aðeins fyrir Reykvíkinga? Það er kannski ekki alveg út i loftið að þessir kokhraustu ungu menn fóru af stað með þáttinn „Fiskur undir steini“ á sinuin tima? Þegar rokkhljómsveitir koma til landsins þá eru hins vegar seldir miðar i bókaverzlunum i næsta nágrenni Reykjavikur. Sú menning mun sennilega hæfa okkur bezt, að mati Reykvikinga. Veslingarnir, ætlið þið aldrei að læra neitt i almennum kurteisis- venjum, eða haldið þið i alvöru, að þið séuð þeir einu útvöldu? Svarið þessu, þvi að okkur langar til að vita það. Þrátt fyrir gamantón, eruin við ekki að ríf- ast, en gremst þessi ósvífni. Guðbjörg Þórhallsdóttir." Okkur finnst ergelsi bréfrit- arans ofur skiljanlegt, en ekki er réttlátt að setja Reykvíkinga þarna undir einn hatt. Þetta undirstrikar aðeins þá skoðun, sem margsinnis hefur komið fram i þessuin dálkum og viðar, að hér sé brýn nauðsyn á því að koma á fót einni allsherjar miðstöð aðgöngumiðasölu, eins og tiðkast alls staðar erlendis. Reykvikingar eiga oft i erfið- leikum sjálfir með að ná sér i aðgöngumiða að hinum ýinsu mannamótum, og stunduin dugar ekkert nema klækirnir. Þannig tíðkast það nokkuð, að fólk hér i Reykjavík biður kunningja sína úti a landi að hringja í miðasölur menningarstofnana og fá þannig frátekna miða, því að sums staðar eru langlinusamtöl látin ganga fýrir innanbæjarsímtölum. Eins er það með kvikmyndahúsin, að fólk hér í bænum mun tiðka það allnokkuð að hringja og biðja um að miðar séu teknir frá, þótt þeir verði ekki sóttir fyrr en rétt fyrir sýningu, og bera þvi þá við, að það búi i Hafnarfirði eða annars staðar i nágrenni Reykjavikur þannig að erfitt sé að fara fyrst til að kaupa iniðana en gera síðan út annan leiðangur til að sjá inynd ina. Auðvitað er þetta ólánsástand og raunar merkilegt, að einhvei duglegur maður með reddara hæfileika skuli ekki hafa koinið auga á þetta og sett á fót fyrirtæk til að annast þessa fyrirgreiðslu. 0 Stóru vinningarn- ir — of stórir Kona við Hverfisgötu hringdi og sagðist alveg vera móti stóru vinningum happdrætt anna. Miklu nær væri að hafa þa minni en þá fleiri. Hún tók sem dæmi, að DAS væri með hús upp á 15 milljónir Það kæmi i hlut eins manns. E þessum vinningi væri á hinn bóg inn skipt i 15 staði, þannig að ein milljón kæmi i hlut hvers gæt það orðið góður styrkur 15 aðil um. Slikt væri miklu heppilegr og réttlátara i stað þess að lát oinn mann sitja að fimmtánfaldr þeirri upphæð. Hún kvaðst vonas til þess að þessu yrði breytt, sv að i framtíðinni fengju fleiri en nú er að njóta góðs af happdrætt isvinningi. Verksmiðju útsala Aíafoss Opid þriójudaga 14~19 fimmtudaga 14-21 á útsölunm: Flækjulopi Hespulopi Fiækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílatcppabútar Teppabútar Teppamottur Aálafoss hf MOSFELLSSVEIT Electrolux Frystikista 310 Itr. Electrolux Frystikista TC114 310 litra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. ARMULA 1A. SlMI B6112. REVKJAVIK BOSCH RAFKERFI í BÍUNN BOSCH mWiv BRÆÐURNIR ORMSSON % LAGMÚLA 9 SÍMI 38820 í 2R0r0imi>IaÍ>iÍ> 'vmiiRciniDnR f mnRKRfl VORR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.